Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í
Reykjavík og verða hin fimm virtu
verðlaun sem ráðið veitir athent við
hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld.
Sjónvarpað verður frá athöfninni
sem hefst kl. 19.30. Kynnar verða
Charlotte Böving og Ólafur Egilsson
og fjöldi listamanna kemur fram.
Verðlaunafé í öllum flokkum nemur
350.000 dönskum krónum, tæplega
6,7 milljónum króna.
Til Bókmenntaverðlaunanna eru
tilnefnd Pia Juul og Helle Helle
(DK), Saminn Niillas Holmberg, Pet-
er Sandström og Hannu Raittila
(FI), Sólrún Michelsen (FO), Krist-
ine Næs og Jon Fosse (NO), Therese
Bohman og Bruno K. Öijer (SE),
Karin Erlandsson frá Álandseyjum,
Grænlendingurinn Niviaq Korn-
eliussen, og loks Jón Kalman Stef-
ánsson, fyrir Fiskarnir hafa enga
fætur, og Þorsteinn frá Hamri fyrir
Skessukatla.
Til Barna- og ungmennabókaverð-
launanna eru tilnefnd þau Mette
Hegnhøj og Jesper Wung-Sung
(DK), Veikko Holmberg and Sissel
Horndal fyrir verk á samísku, Maria
Turtschaninoff og Marjatta Levanto
og Julia Vuori (FI), Elin á Rógvi and
Marjun Reginsdóttir (FO), Naja
Rosing-Asvid frá Grænlandi, Geir
Gulliksen og Anna Fiske, og Simon
Stranger (NO), Frida Nilsson og
Jakob Wegelius (SE), Malin Klingen-
berg frá Álandseyjum, og loks Þór-
arinn Leifsson, fyrir Maðurinn sem
hataði börn, og Bergrún Íris Sævars-
dóttir fyrir Vinur minn, vindurinn.
Til Kvikmyndaverðlaunanna eru
tilnefndar Stille hjerte eftir Bille
August (DK), He ovat paenneet eftir
Jukka-Pekka Valkeapää (FI), Mot
naturen efir Ole Giæver (NO),
Gentlemen (SE) og kvikmynd Dags
Kára Péturssonar, Fúsi.
Til Tónlistarverðlaunanna eru til-
nefnd: Michala Petri og HVAD (DK);
Kimmo Pohjonen og Apocalyptica
(FI); Hamferð, frá Færeyjum;
Kammersveit Reykjavíkur og Elfa
Rún Kristinsdóttir, frá Íslandi; Dans
Les Arbres og Tora Augestad (NO);
Anne Sofie von Otter og Svante
Henryson (SE).
Til Umhverfis- og náttúruverð-
launanna eru tilnefnd GoMore frá
Danmörku; Lútherska kirkjan og
sjálfboðaþjónustan PiggyBaggy í
Finnlandi, orkufyrirtækið SEV í
Færeyjum, verslanakeðjan Norges-
gruppen A/S í Noregi, Löfbergs cof-
fee roastery, City Bikes og Uppsala
klimatprotokoll í Svíþjóð, Sixten Sjö-
blom á Álandseyjum og frá Íslandi:
Orkuveita Reykjavíkur og Carbon
Recycling International.
Verðlaun Norðurlanda-
ráðs afhent í kvöld
Steinharpa Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands,
Eivör Pálsdóttir og Páll Guðmundsson frá Húsafelli á æfingu fyrir verð-
launahátíðina, þar sem þau flytja lag við ljóð Einars Benediktssonar.
Fimm verðlaun
fyrir listir og
umhverfismál
Bókaforlagið Sögur gefur þessar
vikurnar út fjölbreytilegt úrval
bóka. Nautið nefnist ný skáldsaga
eftir Stefán Mána og þar segir af
skelfilegum atburðum sem gerast á
austfirskum sveitabæ. Þeir tengjast
ofsa og persónulegum átökum í und-
irheimum Reykjavíkur.
Snæbjörn Ragnarsson, kunnur
sem meðlimur í Skálmöld og Ljótu
hálfvitunum, er höfundur skáldsög-
unnar Gerill. Þar segir af Arngrími
Sævari Eggertssyni sem dreymir
um að verða rokkstjarna. „Vopnaður
tveimur Marshall-mögnurum, Fen-
der Stratocaster frá 1976 og inni-
stæðulausu sjálfstrausti leggur hann
af stað og hamingjan hjálpi þeim
sem standa í vegi fyrir honum og
hljómsveitinni,“ segir í tilkynningu.
Arnar Már Arngrímsson, kennari
við MA, er höfundur Sölvasögu ung-
lings. „Sölvi er kvíðinn unglingur úr
Reykjavík sem er sendur austur á
land í sveit til ömmu sem hann þekk-
ir varla. Nú á dögum eru einungis
fíklar og alkar sendir í sveit og hann
er hvorugt. Svo af hverju er hann
píndur í sveitina?“
Helga Helgadóttir, safnstjóri á
Skrýmslasetrinu, hefur skrifað sög-
una Dóttir veðurguðsins. Um hana
segir: „Þegar faðir nefnir börnin sín
Blær, Logn og Stormur, er þá nokk-
uð annað hægt en að kalla hann Veð-
urguð? Það finnst ömmu Komma
allavega ekki. Blær fær dagbók í
skóinn frá Bjúgnakræki sem hún
heldur að hún eigi alls ekki eftir að
hafa gaman af að skrifa í. En annað
kemur á daginn …“
Þotuljóð og hermenn
Ný ljóðabók Sindra Freyssonar
nefnist Góðir farþegar. Ljóðin fjalla
öll um farþega í þotu á leið til
ókunnugs áfangastaðar og um borð
er einhver sem hefur illt í hyggju.
Bókin er innblásin af dularfullum
flugslysum. Ný bók Ólafs Hauks
Símonarsonar nefnist Ugla & Fóa
og maðurinn sem fór í hundana. Höf-
undurinn segir: „Að tveir púðlu-
hundar yrðu félagar mínir og vinir –
nei, því hefði ég aldrei trúað um
sjálfan mig. Til þess að mynda vin-
skap verður maður að lifa tilfinn-
ingalífi og hundar lifa ekki tilfinn-
ingalífi; þeir eru lifandi vélar – það
var trú mín. Ég er maðurinn sem fór
í hundana.“
Undir fíkjutré nefnist bók Önnu
Láru Steindal og Ibrahem Faraj.
Árið 2002 kom Ibrahem Al Da-
nony Mousa Faraj til Íslands með
falsað vegabréf í vasanum, aleiguna í
svartri ferðatösku og dúndrandi
hjartslátt, og hóf nýtt líf í nýju landi,
undir nýju nafni. Fáeinum dögum
eftir komuna til landsins óskaði
hann eftir hæli sem pólitískur flótta-
maður. Næstu tíu árin gat Ibrahem
stöðugt búist við því að vera vísað
brott frá Íslandi. Í hans huga jafn-
gilti það dauða.
Í bókinni Týnd í paradís segir
Mikael Torfason sögu sína, foreldra
sinna og forfeðra. Við sögu koma
guð, djöfullinn og Vottar Jehóva.
Ennfremur hippar, læknar, sjó-
menn, bændur, húsmæður, drykkju-
menn, reykingafólk og börn. Ég er á
lífi mamma, eftir Jakob Þór Krist-
jánsson, er um vesturíslenska her-
menn í fyrri heimstyrjöld. En Vest-
ur-Íslendingar fæddir á Íslandi eða
af íslenskum ættum þjónuðu á víg-
vellinum í mörgum orrustum.
Illugi Jökulsson er höfundur
nokkurra bóka sem Sögur gefa út.
Kafbátur í sjónmáli - Háski í hafi í
heimsstyrjöldinni síðari fjallar um
heimstyrjaldarárin síðari og hættur
sem steðjuðu að íslenskum sjómönn-
um á þeim skuggalegu tímum.
Illugi er einnig höfundur bóka í
röðinni „Spennandi fróðleikur“ en
það eru: 30 frægustu víkingarnir, 30
dýr í útrýmingarhættu og 15 svaka-
legir sjóræningjar. Þá er hann höf-
undur fótboltabókarinnar Skytt-
urnar þrjár, um sóknarmenn FC
Barcelona, þá Messi, Neymar og
Suárez.
Björn Þór Sigbjörnsson skrifar
aðra fótboltabók, Saga íslenska
kvennalandsliðsins, en það hefur náð
góðum árangri á liðnum árum.
Þá er Kolbeinn Óttarsson Proppé
höfundur fróðleiksbókarinar 15 óg-
urleg eldgos.
Spenna, unglingar,
flóttamenn og hundar
Morgunblaðið/Golli
Spennuhöfundur Ný skáldsaga
Stefáns Mána heitir Nautið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljóðskáldið Sindri Freysson yrkir
um hættur í ótilgreindri flugferð.
Forlagið Sögur gefur út fjölbreytilegar bækur af ýmsu tagi
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00
Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00
Fös 13/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:30
Allra síðustu sýningar!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 15/11 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k.
Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k.
Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Hundur í óskilum snúa aftur
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00
Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00
Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00
Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k
Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Mið 18/11 kl. 20:00
Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Fim 19/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 19/11 kl. 20:00
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar!
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00
Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
Hystory – síðustu sýningar!
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn
Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn
Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn
Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn
Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn
Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn
Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn
Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 31/10 kl. 15:00 Lau 7/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00
Síðustu sýningar.
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn
Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00
Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 28/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 17:00
DAVID FARR
HARÐINDIN