Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Anna Hulda Ólafsdóttir, doktorsnemi í iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands, hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á verkefna- og gæðastjórnun sem hún hefur nálgast með kvikum kerfislíkönum. Alþjóða verkefnastjórnunarfélagið (IPMA) veitti Önnu Huldu viðurkenninguna vísinda- maður ársins í flokki ungra vísindamanna fyrir árið 2015. Hún veitir viðurkenningunni viðtöku í bænum Stellenbosch, skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku, í lok nóvember. Undir IPMA heyra 60 félagasamtök iðnaðarverkfræðinga um allan heim. Hefur rannsakað verkefnastjórnun Anna Hulda segist aðspurð munu verja doktorsritgerð sína í iðnaðarverkfræði við Há- skóla Íslands í desember eða janúar. Hún segir verðlaunin veitt fyrir verkefna- stjórnun. Hún hafi rannsakað verkefna- og gæðastjórnun í mannvirkjagerð með aðferða- fræði kvikra kerfislíkana. Með því að beita þessari aðferðafræði á flókin viðfangsefni sé hægt að nálgast þau út frá víðara sjónarhorni. „Ég fékk þessi verðlaun fyrir bróðurpartinn af doktorsverkefninu mínu. Þeir auglýstu eftir umsóknum og einn af prófessorunum mínum hvatti mig til að sækja um. Ég sótti um og þetta var niðurstaðan. Hún kom mér mjög á óvart,“ segir Anna Hulda af hógværð. „Ég hef rannsakað gæðastjórnun í mann- virkjagerð og beiti þar þeirri aðferðafræði sem ég hef sérhæft mig í, kvikum kerfislíkönum. Gæðastjórnun er nátengd verkefnastjórnun, sérstaklega í iðnaði eins og mannvirkjagerð, sem er mjög verkefnamiðuð. Þetta helst því í hendur og þarf að skoða samhliða.“ Til mikils að vinna við mannvirkjagerð Spurð um hagnýtingu rannsóknanna segir Anna Hulda að margir eigi hagsmuna að gæta við mannvirkjagerð og því sé til mikils að vinna að spara tíma, draga úr kostnaði og auka gæði. Við greininguna hafi hún hagnýtt sér svo- nefnda hóplíkanagerð og haldið þó nokkrar vinnusmiðjur með helstu hagsmunaaðilum í mannvirkjagerð á Íslandi. Með því fáist víðara sjónarhorn á verkefni, enda takist að draga fram sjónarmið allra sem komi að málum. Fjármagnið nýtist betur Með því að nota virka gæðastjórnun starfi fyrirtæki betur, auk þess sem fjármagn nýtist betur hjá fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra. Því geti góð gæðastjórnun lækkað kostnað við mannvirkjagerð. „Þetta lækkar meðal annars kostnaðinn við að endurvinna verk í mannvirkjagerð. Slíkt getur lengt bygg- ingartímann og því er mikilvægt að draga úr því. Með fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að lækka heildarkostnaðinn,“ segir Anna Hulda, sem er vön verðlaunum. Hún hefur 34 sinnum sett Íslandsmet í ólympískum lyftingum og meðal annars orðið Norðurlandameistari í -58 kílóa flokki árið 2014 Fær alþjóðleg verðlaun í verkfræði  Anna Hulda Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, er ungur vísindamaður ársins hjá IPMA  Rannsakar aðferðir sem gætu lækkað kostnað í mannvirkjagerð  Verðlaunin afhent í S-Afríku Morgunblaðið/Rósa Braga Verkfræðingur Anna Hulda er doktorsnemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Þór Tulinius leikari brá sér í hlutverk Halldórs Laxness á samkomu í Þjóðarbókhlöðunni í gær þegar þess var minnst að liðin eru 60 ár frá því að Halldór fékk Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um. Opnuð var sýning á skjölum og munum úr fórum Halldórs í anddyri Bókhlöðunnar. Í tilefni afmælisins hefur RÚV unnið að vef sem tileink- aður er verðlaunaveitingunni og verður hann aðgengilegur á snertiskjá á sýningunni. Sextíu ár frá því að Íslendingur hlaut Nóbelsverðlaunin Morgunblaðið/Eggert Skjöl og munir Halldórs Laxness á sýningu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil óánægja er meðal ljósmæðra á Landspítalanum. Þær hafa ekki fengið að fullu greidd laun fyrir vinnu meðan á verkfalli þeirra stóð sl. vetur. Óánægjan brýst fram með ýmsum hætti. Ljósmæður treysta sér ekki til að taka auka- vaktir meðan á þessu stendur og sumar hafa sagt sig úr styrktar- félagi kvennadeildar og hætt að kaupa mjólk sem seld er til styrkt- ar spítalanum. „Það er mikil óánægja núna á spítalanum. Við vorum sannarlega að vinna í verkfallinu og eigum að fá greitt fyrir vinnu sem við leggj- um fram,“ segir Guðrún I. Gunn- laugsdóttir, ljósmóður á Landspít- ala. Ljósmæður hafa krafist fullra launa fyrir vinnu sína en ekki feng- ið og meirihluti félagsdóms dæmdi ríkinu í hag í máli sem BHM höfð- aði vegna ljósmæðra. „Margar ljósmæður hafa verið hýrudregnar um tugi eða hundruð þúsunda. Spítalinn skuldar mér til dæmis 220 þúsund vegna launa sem dregin voru af mér vegna vinnu í verkfalli,“ segir Guðrún. Undir öryggismörkum Hún segir að enginn geti skyld- að ljósmæður til að mæta til vinnu fyrir utan sinn vinnutíma. Mikið álag er á þeim tveimur deildum spítalans þar sem ljósmæður eru í vinnu. Þar er eðli málsins sam- kvæmt misjafnt álag og stundum þarf fleira starfsfólk til að sinna verkunum. „Þessar tvær deildir eru nánast óstarfhæfar vegna sorgar ljósmæðra. Við getum ekki lagt okkur fram þegar spítalinn kemur svona fram við okkur,“ seg- ir Guðrún. Hún nefnir að í fyrri- nótt hafi ástandið verið alvarlegt vegna þess að ekki tókst að fá nógu margar ljósmæður til starfa og starfsemin hafi verið komin undir öryggismörk. „Það er ekki gott fyrir almenning.“ Margar ljósmæður hafa verið í Líf, styrktarfélagi kvennadeildar, og lagt sitt af mörkum til að félag- ið gæti stutt fjárhagslega ýmsar endurbætur á kvennadeildinni. Úrsagnir úr félaginu Guðrún segir að þónokkrar ljós- mæður hafi sagt sig úr félaginu. „Líf hefur svo sannarlega styrkt kvennadeildina. Mörgum finnst ósanngjarnt að við skulum beina spjótum okkar að styrktarfélaginu. En staðan er þannig að á meðan við fáum ekki launin okkar getum við hvorki styrkt Líf né önnur góð- gerðarfélög.“ Þær hafa einnig tal- að sig saman um að kaupa ekki D- vítamínbætta mjólk en MS veitir ákveðna fjárhæð af hverri seldri fernu til söfnunar fyrir beinþéttn- imæli fyrir Landspítalann. Getum ekki lagt okkur fram  Ljósmæður mótmæla því að fá ekki laun fyrir vinnu sína í verkfalli  Taka ekki aukavaktir og telja að deildirnar séu hálflamaðar vegna þess  Margar hætta í styrktarfélagi kvennadeildar Morgunblaðið/Sverrir Nýburi Ljósmæður hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í verkfallinu. Kópavogsbær birti í gær fjár- hagsáætlun bæjarins. Í frétta- tilkynningu kem- ur m.a. fram að gert sé ráð fyrir að A-hluti bæjar- sjóðs verði rekinn með 85 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári. Þá verði samstæða Kópavogsbæjar rek- in með 246 milljóna afgangi. Jafnframt er gert ráð fyrir því að skuldahlutfall muni lækka niður í 156,1% í árslok 2016. Um síðustu áramót var skuldahlutfallið 175,2% en áætlun þessa árs gerir ráð fyrir skuldahlutfall verði 165,6% í árslok. Í tilkynningunni segir að lögboðn- ar skyldur sveitarfélagsins til að lækka skuldir hafi áhrif á getu sveitarfélagsins til framkvæmda á næsta ári. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni að fasteignaskattur muni lækka fjórða árið í röð. „Fjárhags- áætlun bæjarins sýnir þá áherslu sem við höfum lagt á skattalækkanir annars vegar og niðurgreiðslu skulda bæjarins hins vegar,“ segir Ármann. Kópavogur lækkar fast- eignaskatt Ármann Kr. Ólafsson  Ná markmiði um niðurgreiðslu skulda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.