Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 6

Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ BOZZ sturtuklefi 80x80cm 41.990 Fást einnig í 90x90cm á kr. 43.990. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 43.990 Sturtustöng og -brúsa fylgja. GÆÐAVARA Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút kr.13.990 Þing BSRB hefst í dag með setning- arathöfn á Hótel Nordica kl. 10. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, mun flytja setningarræðu sína og að því loknu mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpa þingið, sem stendur fram á föstudag. Á vef BSRB er vakin athygli á því að þingið fari fram þrátt fyrir óvissu um stöðu kjaraviðræðna þriggja fjöl- mennustu aðildarfélaganna, sem semja við ríkið, þ.e. SFR, sjúkraliða og lögreglumanna. Að óbreyttu hefj- ist tveggja sólarhringa allsherjar- verkfall á miðnætti í kvöld, hafi samningar ekki tekist. Meðal þess sem BSRB-félagar munu ræða eru tillögur stjórnar að stefnu bandalagsins, til umræðu í málaefnahópnum. Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB, segir þessar tillögur að langmestu leyti vera byggðar á stefnu BSRB sem sam- þykkt var á síðasta þingi, 2013. Mörg þessi mál hafi verið til umræðu árum saman. Meðal tillagna er að lögfest verði að vinnuvikan sé ekki lengri en 36 stundir. Þá krefst BSRB þess að sérstök launaþróunartrygging verði lögfest í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Tryggja þurfi sam- ræmi í launaþróun á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Í tillögu um lífeyrismál segir m.a.: „Ríkissjóður verður að standa við skuldbindingar sínar við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Ekki má hrófla við þegar áunnum réttindum opinberra starfsmanna og allar breytingar á lífeyrismálum verða að vera unnar í fullu samráði við sam- tök þeirra.“ Þá er tekið fram að ný- skipan í lífeyrismálum kalli á heild- arendurskoðun launa opinberra starfsmanna. Launakannanir hafi sýnt fram á að munurinn á launum starfsmanna á almenna og opinbera markaðnum sé um 17%. „Komi til samræmingar á lífeyr- isréttindum milli hins almenna og opinbera vinnumarkaðar verður að bæta opinberum starfsmönnum það upp með leiðréttingu launa,“ segir í tillögum stjórnar BSRB, sem hefur átt aðild að viðræðum SALEK- hópsins, sem kynnti samkomulag sitt í gær. bjb@mbl.is Vilja tryggja launaþróun opinberra starfsmanna Morgunblaðið/Ómar BSBR Elín Björg Jónsdóttir, for- maður, á síðasta þingi bandalagsins.  Þing BSRB hefst í dag þrátt fyrir annir í kjaraviðræðum SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í sam- keppni við innflutning móta svigrúm til launabreytinga á Íslandi og svig- rúm til launabreytinga verður skil- greint út frá samkeppnisstöðu gagn- vart helstu viðskiptalöndum. Þetta er meðal þess sem er að finna í drögum að nýju samningalíkani sem aðilar vinnumarkaðarins hyggjast þróa fyrir árslok 2017. Aðilar vinnumarkarins hafa fundað stíft að undanförnu undir formerkjum SALEK-hópsins með það fyrir augum að koma á sátt á vinnumarkaði. Hópurinn boðaði til blaðamanna- fundar í Iðnó í gær þar sem sam- komulag þeirra á milli var undirrit- að og breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga voru kynnt. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega kaupmáttaraukn- ingu launafólks á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunn- ar og lægri vaxta. Stofnað verði Þjóðhagsráð Með samkomulaginu er lagður grunnur að meiri sátt á vinnumark- aði og félagslegur stöðugleiki tryggður. Aðilar samkomulagsins gera sér grein fyrir því að vinnu- markaðurinn spilar stórt hlutverk í samspili við stjórn opinberra fjár- mála og peningamála við það að tryggja stöðugleikann. Samkomulagið kveður á um að svokölluðu Þjóðhagsráði verði kom- ið á, en slíkt ráð hefði það hlutverk að greina efnahagslega stöðu Ís- lands og ræða samhengi ríkisfjár- mála, peningastefnu og vinnumark- aðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Sameiginleg launastefna Með samkomulaginu er fallist á sameiginlega launastefnu á opin- berum og almennum vinnumarkaði til ársloka 2018, en tíminn fram að því yrði nýttur til að þróa nýtt samningalíkan við gerð kjarasamn- inga að norrænni fyrirmynd. Nið- urstaða úr þeirri vinnu á að liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2017. Með sameiginlegu launastefnunni er átt við að launastefnan verði sam- ræmd í sameiginlegri kostnaðarvísi- tölu þar sem vísitalan stendur í 100 í nóvember 2013. Út frá þessum sameiginlega kostnaðarramma mega kostnaðar- áhrif kjarasamninga, að meðtöldum kostnaði vegna jöfnunar lífeyrisrétt- inda, ekki leiða til meiri hækkana en sem nemur því að vísitalan standi í 132 í árslok 2018. Má vísitöluhækk- un kostnaðar kjarasamninga því ekki hækka meira en 32 prósent á samningstímanum. Tryggja fyrir launaskriði Þeim opinberu starfsmönnum sem aðilar eru að samkomulaginu verður á næstu þremur árum tryggt það launaskrið sem verður á al- mennum vinnumarkaði umfram launaskrið á opinberum vinnumark- aði. Launaskriðstryggingin verður metin og framkvæmd miðað við árs- lok hvert ár en samningsaðilar þurfa fyrst að hafa lokið gerð kjarasamn- ings á forsendum sameiginlegrar launastefnu til 2018. Atvinnurekend- ur á bæði almenna og opinbera markaðnum skuldbinda sig til þess að framfylgja launastefnunni gagn- vart þeim hópum sem standa utan samkomulagsins sem kynnt var í gær. Einnig er það sett sem skilyrði fyrir launaskriðstryggingunni að samkomulag um jöfnun lífeyrisrétt- inda á opinberum og almennum markaði liggi fyrir og eins að samn- ingsaðilar hafi náð samkomulagi um forsenduákvæði í núgildandi kjara- samningum en forsenduákvæði eru í fjölmennum kjarasamningum sem kveða á um tengingu við launaþróun annarra hópa og kaupmáttarvið- miðun. Þá segir í samkomulaginu að verði kostnaðarhækkun á tímabilinu meiri en sam- kvæmt fyrrgreindum kostnaðarramma, þ.e. yfir 32%, verði sú hækkun dregin frá launaauka vegna launaskriðstryggingar uns jöfnuði er náð. Til þess að sáttin fram til 2018 nái fram að ganga þarf samkomulag að nást við stjórnvöld fyrir 1. febrúar á næsta ári um mótvægisaðgerðir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika á tíma- bilinu. Enn fremur er tilgreint að sam- eiginlegur skilningur þurfi að nást á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um fjármögnun, stöðu og stjórnun lykilstofnana vinnu- markaðarins; Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, Ábyrgðasjóðs launa og Fæðingarorlofssjóðs, við þróun nýs vinnumarkaðskerfis. Efla þarf samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda á hverjum tíma, með því að virkt samráð sé þar á milli og unnið sé sameiginlega að því að tryggja félagslegan stöðugleika og víðtæka sátt um forgangsröðun í velferðarmálum. Loks skal peningastefnan endur- skoðuð í samhengi við nýtt samn- ingalíkan á vinnumarkaði og ljúka skal við innleiðingu laga um opin- ber fjármál til þess að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Að samkomulaginu komu ASÍ, BSRB, SA, SÍS, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Táknrænt Mikill samhugur sveif yfir vötnum þegar forystumenn aðila vinnumarkaðarins tóku höndum saman í Iðnó í gær. Skapa á sátt á vinnumarkaði. Horft til framtíðar á vinnumarkaði  SALEK-hópurinn lagði drög að breyttu samningalíkani með undirritun samkomulags í Iðnó í gær  Lítil verðbólga og stöðugt gengi grunnur kaupmáttaraukningar  Sameiginleg launastefna til 2018 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að kraf- an um tengingu við lífeyris- réttindi opinberra starfs- manna hafi ráðið úrslitum um að BHM hafi ákveðið að standa ekki að samkomulag- inu sem kynnt var í gær. BHM og KÍ komu að vinnu SALEK- hópsins á fyrri stigum en drógu sig út úr samkomu- laginu áður en það var kynnt. Þórunn sagði BHM vilja og ætla að taka þátt í því að smíða nýtt ís- lenskt samningslíkan. BHM telji vel hægt að samræma launastefnur en ekki eigi að blanda þar lífeyris- málum inn í. Ekki sátt um lífeyrismálin BHM VAR EKKI MEÐ Þórunn Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.