Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 11

Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið/Eva Björk Gerður og synirnir Allt klárt fyrir hrekkjavökuboðið og Hjalti óþekkjanlegur sem Ninja-beinagrind, en Skírnir er illur seiðkarl eða jafnvel vitsuga, hann átti eftir að ákveða hvort gervið hentaði honum á hrekkjavökunni. komin. Þetta er skemmtileg hefð og það er lífleg stemning hér í hverf- inu þennan dag.“ Synir Gerðar Kristnýjar, fyrrnefndur Skírnir og Hjalti sjö ára, voru búnir að klæða sig í hrekkjavökubúninga þegar blaðamann bara að garði, klárir í myndatöku. Hjalti var beinagrind- ar-Ninja og ekki nokkur leið að þekkja hann undir glæsilegum bún- ingi sem huldi nánast andlit hans. Skírnir var í svörtum búningi með staf og sagðist ekki alveg vera bú- inn að gera upp við sig hvort hann væri vitsuga eða illur seiðkarl. „Það er mikið um vitsugur og góð lýsing á þeim í þriðju Harry Potter-bókinni sem ég er að lesa núna. Ég er hrifinn af þessum bók- um og við fjölskyldan heimsóttum Harry Potter-heiminn í London í sumar. Það var mjög skemmtilegt og ég keypti mér ekta töfrasprota þar,“ segir Skírnir sem fór í vetr- arfríinu norður í Skagafjörð til ömmu sinnar sem sá um að sauma á hann aðalbún- inginn fyrir hrekkjavöku- boðið. „Hún hefur saumað á mig marga búninga og er mjög flink. Ég hef meðal ann- ars verið varúlfur og beinagrind á hrekkjavökunni.“ Þegar Skírnir er spurður að því hvað hann hafi orðið mest hræddur við í bíómynd, svarar hann því til að það hafi verið ógeðslegir nornabanar og óhugnanleg tröll í kvikmynd um Hans og Grétu, þar sem þau eru fullorðin. Heillandi að láta hræða sig Gerður Kristný segir að hún hafi alltaf haft gaman af drauga- gangi og hryllingi, alveg frá því hún var krakki. „Það er gjörsamlega heillandi að láta hræða sig þegar maður er barn. Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér nátttröllið í samnefndri þjóðsögu það allra ógeðfelldasta. Það er nauðsynlegt að hræða börn mátulega mikið, þau sækja í draugasögur og annað hrollvekjandi,“ segir Gerður Kristný og bætir við að henni hafi fundist vanta fleiri bækur fyrir yngri börn með hryllingsívafi, þess vegna skrifaði hún barnabókina Dúkku, sem nýlega kom út. „Hugmyndin að henni kviknaði í fyrra þegar ég var ég stödd í Bandaríkjunum, en þar fór ég inn í búð sem heitir American Girl, og mér fannst dúkkurnar sem fengust þar svo óhugnanlegar, sérstaklega að sjá þær margar saman starandi á mig. Í bókinni minni um Dúkku segir einmitt frá óhugnanlegum dúkkum sem vinkonur eignast, og þessar dúkkur hafa ekki góð áhrif á eigendur sína. En bókin er líka um söknuð, vináttu og samstöðu,“ segir Gerður Kristný og bætir við að henni finnst nokkuð góð meðmæli með bókinni sinni að 10 ára sonur vinkonu hennar hafi skriðið nokkuð skelfdur upp í rúm til foreldra sinna eftir að hafa lesið bókina. „Hún vekur þá væntanlega ein- hvern hroll, eins og hún á að gera.“ Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá keltum þar sem hann hét upp- haflega Samhain. Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsinns og boðuð koma vetursins. Hrekkjavaka er haldin 31. október og á Íslandi var á sama tíma haldið upp á hina hlið- stæðu hátíð veturnætur. Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Even- ing“ eða „All Hallows’ Eve“. Kirkjan flutti hátíðina allraheilagramessu til fyrsta nóvember til að reyna að taka yfir þessar heiðnu hátíðir á borð við hrekkjavöku og veturnætur. Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er liminal tímabil, einskonar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafn- vel skynjað handanheima; eða séð handanheimsverur, og geta spáð í framtíðina. Andar voru taldir vera á kreiki á Samhain, mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru talin óljós þetta kvöld og draugar, nornir og aðr- ar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og bauð óvættunum mat og drykk til að friðþægja þeim. Hefð myndaðist fyrir því að á hrekkjavöku væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja bálkesti. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum með grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni. Þegar Írar og Skotar fluttust bú- ferlum til Ameríku á 19. öld fluttist hrekkjavakan með þeim. Í Bandaríkj- unum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auð- veldari að skera út. Þannig tóku gras- kerin við af næpunum sem tákn fyrir hrekkjavöku Bandaríkjamanna. Leifar sumra gamalla hefða lifa ennþá í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi og fái þau það ekki er viðkomandi hrekktur á einhvern hátt. (Af vefsíðunni wikipedia.org) Hvaðan kemur hrekkjavakan? Morgunblaðið/Eggert Uppvakningar Þessi tvö lögðu mikla vinnu í förðun fyrir Halloween-Partí Páls Óskars í fyrra á Rúbín, þangað sem mætti fjöldi fólks í klæðum við hæfi. Mörk heima hinna lifandi og dauðu talin óljós þetta kvöld Skelfileg Þessi var heldur ógnvekj- andi í samkvæminu góða á Rúbín. Eftir tíu ára afmælið getur Krist- ín Katla loksins keypt sér dúkk- una sem allar stelpur eru með æði fyrir. Henni er alveg sama þótt Pétur tvíbura- bróðir hennar geri grín að henni, þetta er dúkka fyrir stórar stelpur. En af hverju finnst honum dúkkan óþægileg? Er hún ekki eins blíð og góð og stelpurnar halda? Sólveig vinkona Kristínar Kötlu á samskonar dúkku og þar er ekki allt með felldu. Dúkka er ætluð börnum 8 ára og eldri og fær hárin til að rísa í hnakkanum. Fær hárin til að rísa DÚKKA Á hrekkjavökudaginn nk. laug- ardag, 31. október, ætlar Gerður Kristný að lesa upp úr bók sinni Dúkku, í Eymundsson á Skóla- vörðustíg kl. 11 og í Eymundsson í Kringlunni kl. 15. Hún hvetur krakka til að mæta í hrekkjavöku- búningum og hlusta á lesturinn, og það verður líka boðið upp á hrekkjavökunammi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.