Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Takmarkaðar skotveiðar á álft eru
meðal aðgerða sem skoðaðar verða
við gerð aðgerðaáætlunar um varnir
gegn ágangi fugla á ræktunarlönd
bænda. Framkvæmdastjóra Bænda-
samtaka Íslands finnst það koma til
greina að leyfa takmarkaðar veiðar á
geldfugli á sumrin.
Álft og gæs valda sífellt meira
tjóni á ræktunarlöndum bænda, ekki
síst í kornræktinni. Mjög hefur fjölg-
að í þessum stofnum, meðal annars
vegna aukins fóðurs á kornökrum.
Tjónið er svo mikið og erfitt að verj-
ast því að margir bændur hafa verið
að draga úr ræktun korns og sumir
hafa hætt. Nú hafa stórir ræktendur
sem hafa yfir að ráða frjósömu og
góðu landi sem liggur undir ágangi
fugla, ákveðið að hætta þar sem þeir
hafa ekki leyfi til að verja akra sína á
árangursríkan hátt.
„Ef bændur fá engar lausnir,
missa þeir trúna á þessari ræktun.
Telja ekki þess virði að standa í
henni. Það þætti mér afar neikvæð
þróun,“ segir Sigurður Eyþórsson,
framkvæmdastjóri Bændasamtaka
Íslands. Hann vekur athygli á því að
vandinn er misjafn eftir lands-
hlutum. Í öflugum landbúnaðarhér-
uðum þar sem mjólkurframleiðsla er
mikil hafi bændur reynt að auka hlut
innlends fóðurs í framleiðslunni.
Einnig í svínarækt. Undir þetta hafi
verið ýtt enda skipti það heilmiklu
máli, spari meðal annars innflutt fóð-
ur. Segist Sigurður hafa áhyggjur af
því að þessi þróun snúist við.
Bændur hafa reynt ýmsar gerðir
af fælum en þær virka lítið. Einhver
áhrif hafa hljóðfælur á gæs en lítil á
álft. Það er niðurstaða margra að
eina leiðin sé að hafa mann í því, sér-
staklega á haustin, að reka fuglinn í
burtu. Það er vitaskuld afar tíma-
frekt, ekki síst ef akrarnir eru
dreifðir og langt frá bæ.
Aðgerðaáætlun undirbúin
Í fyrravor hófu umhverfis- og
landbúnaðarráðuneyti samstarf um
að skilgreina vandann. Byrjað var á
því að bjóða bændum upp á að skrá
tjónið. Í ljós kom að umfang þess var
mikið á síðasta ári. Þessu er haldið
áfram í ár.
Starfshóp ráðuneytanna, undir-
stofnana og Bændasamtakanna var í
kjölfarið falið að vinna að aðgerða-
áætlun um varnir gegn ágangi fugla.
Hann hefur að vísu ekki enn komið
saman til að vinna að áætlun en Jón
Geir Pétursson, skrifstofustjóri í
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu,
segir að það sé verkefni vetrarins að
leita leiða sem dugi til að draga úr
tjóninu. Þær verði að liggja fyrir
síðla vetrar.
Hann tekur fram að aðstæður séu
afar mismunandi og hvergi í Norður-
Evrópu hafi fundist allsherjarlausn
við þessum vanda.Ýmsar leiðir séu
hinsvegar til.
Jón Geir nefnir fyrst möguleika á
ýmsum fælingarleiðum. Þær séu
þekktar í nágrannalöndunum. Einn-
ig ræktunartæknilegar aðferðir, svo
sem að rækta ekki korn niður á
vatnsbakka, einnig skjólbelti, girð-
ingar og ræktun hafra í kringum
akra. Í þriðja lagi þurfi að athuga
hvort skipuleggja megi veiðar betur.
Getur hann þess að mikið sé skotið
af gæs en veiðarnar hafi ekki haft
það markmið að draga úr tjóni á
ræktun. Einnig þurfi að ræða það
hvort leyfa mætti stýrða veiði á frið-
uðum tegundum eða utan hefðbund-
ins veiðitíma. Í fjórða lagi þyrfti að
athuga með stuðning við bændur
sem verða fyrir tjóni. Þeir verði þó
að geta sýnt fram á að allt hafi verið
reynt til að koma í veg fyrir tjón. Í
þessu sambandi má geta þess að í
Noregi hefur bændum á tilteknum
svæðum sem gæs sækir mikið í verið
borgað fyrir að rækta korn til að
fóðra fuglana.
Bændur geti varið sig
Sigurður Eyþórsson telur að það
komi til álita að breyta reglum og
heimila bændum að verja akra sína.
Segir hann að það komi einkum til
álita að heimila takmarkaðar veiðar
á geldfugli á sumrin, eftir að pörin
eru farin á óðul sín til að verpa og
koma upp ungum. Geldfuglinn sæki
gjarnan í tún og akra allt sumarið.
Álftin hefur verið alfriðuð í rúma
öld og gerir Sigurður sér grein fyrir
því að það geti verið viðkvæmt mál
að aflétta þeirri friðun. „Þetta er
mikið tjón. Menn verða að spyrja
sig: Er sanngjarnt að bændur beri
það einir, án þess að geta varið sig?“
segir Sigurður.
Jón Geir segir að mikill vilji sé til
þess sameiginlega í umhverfisráðu-
neytinu og atvinnuvegaráðuneytinu
að finna lausnir á þessum málum og
auknar veiðar hafi ekki verið útilok-
aðar í því efni. Það verði þó að vera
ljóst áður en farið yrði í þá vegferð
að aðgerðirnar skili því sem að er
stefnt.
Álftaveiðar til athugunar
Takmarkaðar skotveiðar á álft verða ræddar við gerð aðgerðaáætlunar um
varnir gegn ágangi fugla á ræktunarlönd bænda Leita leiða sem duga
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Drottningin Álftir á beit á túni á Suðurlandi. Yfir vakir Hekla, drottning íslenskra eldfjalla. Fjallið er hvítt en bændur hafa ekki lokið uppskerustörfum.
„Uppskeran er misjöfn á milli akra,
frá því að vera mjög góð og niður í
meðallag. Það hefur heilmikið af
korni farið niður. Þetta hefði orðið
gríðarlega gott ár ef við hefðum
ekki fengið þessi veður á okkur. Að
því gefnu að það náist að þreskja
alla akra sýnist mér að það stefni í
þokkalega meðaluppskeru,“ segir
Jóhann Nikulásson, bóndi í Stóru-
Hildisey 2 í Austur-Landeyjum, um
kornuppskeruna í haust.
Vegna stöðugrar úrkomu frá því
um miðjan september hafa fæstir
kornbændur á Suðurlandi komist
áfram með uppskerustörfin. Ekki
þýðir að þreskja í bleytu.
Í fyrradag kom smá gluggi og
náðu margir að komast nokkuð af
stað með uppskerustörfin og ein-
hverjir héldu áfram í gær.
Klára fyrir jól
„Það verður heppni ef við náum
einhverju til viðbótar í vikunni,“
segir Björgvin Þór Harðarson,
svínabóndi í Laxárdal, en hann
ræktar korn í Gunnarsholti. Byrj-
aði aðeins á sunnudag og mánudag-
inn var drjúgur. Hann var að
þreskja í gær og enn var ekki farið
að rigna í Gunnarsholti þótt gert
hafi skúrir á Hellu og Hvolsvelli.
„Það lítur vel út með uppskeru,
mesta furða hve lítið er brotið mið-
að við það sem gengið hefur á,“
segir Björgvin. Hann segir ljóst að
ekki verði metuppskera í haust.
Kalt vor hafi séð fyrir því. Hann
telur að uppskeran sleppi í með-
altal.
Laxárdalsbændur eru með mikið
undir. Segist Björgvin þurfa að
minnsta kosti tvær vikur með
þurrki til að ljúka þreskingu. Bætir
við að miðað við tíðarfarið undan-
farnar vikur megi búast við að
langan tíma taki að ljúka haust-
verkunum. „Það hefst vonandi fyrir
jól.“
Ódrjúgir dagar
Jóhann í Stóru-Hildisey segist
hafa náð að þreskja um fjórðung
akra sinna í fyrradag. Ekki var
hann öruggur með að halda áfram í
gær vegna súldar. Hann átti alveg
eins von á því að þreskja um kvöld-
ið og í nótt ef skilyrði sköpuðust til
þess. „Dagarnir eru ódrjúgir og
það þarf að nýta hverja einustu
smugu. Maður fyllist bjartsýni
loksins þegar eitthvað er hægt að
gera, hvað svo sem það endist
lengi,“ segir Jóhann. helgi@mbl.is
Reyna að
nýta hverja
smugu
Ágæt kornupp-
skera það sem af er
Hjón voru dæmd fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness í gær í tíu og
sex mánaða
skilorðs-
bundið
fangelsi og
til þess að
greiða sam-
tals 75
milljónir
króna í sekt til ríkissjóðs vegna
skattalagabrota.
Parið stóð ekki í skilum á virðis-
aukaskatti sem innheimtur var í
rekstri félagsins Verk 10 á tíma-
bilum 2011 til 2013. Þá stóðu þau
ekki í skilum á staðgreiðsluskila-
greinum félagsins á tímabilum ár-
in 2011 til 2013 eða á staðgreiðslu
opinberra gjalda sem haldið var
eftir af launum starfsmanna. Fjár-
hæðin nam samtals 46 milljónum
króna.
Sektuð um
75 m. kr.
Hjón hlutu dóm