Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 18
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fyrirhuguð er stórfelldframleiðsla á sólarkíslihér á landi, en hann ernotaður í sólarsellur sem
marga dreymir um að verði lausnin
á orkuþörf mannkynsins. Einn af
þeim er viðskiptajöfurinn og
uppfinningamaðurinn Elon Musk,
sem spáir því að sólarorka verði
helsta orkulindin árið 2031. Í sólinni
á nær öll orka á jörðinni uppruna
sinn, með beinum eða óbeinum
hætti, og lindin er í raun ótæmandi.
Endurnýjanleg. En þótt hægt sé að
beisla sólargeislana er nýtnin yf-
irleitt ekki mikil, um 15% í venjuleg-
um sólarsellum. Aðeins um 0,39% af
allri framleiddri orku í Bandaríkj-
unum eru nú úr sólarsellum.
Margir hafa furðað sig á þeirri
ofuráherslu sem Þjóðverjar hafa
lagt á að nýta sólarsellur; varla get-
ur Þýskaland talist sólríkt land. En
þarlendir ráðamenn vilja fórna
miklu til að gera þjóðina síður háða
jarðefnaeldsneyti og hunsa þá hik-
laust lögmál viðskiptalífsins um arð-
semi. Reyndar eru vindorka og
kjarnorka einnig háð margvíslegum
niðurgreiðslum og styrkjum, ella
væru þessar orkulindir ónothæfar.
En í suðlægum löndum er augljóst
að sólarorka hlýtur að geta í það
minnsta orðið góð búbót í heimi sem
enn er að langmestu leyti háður kol-
um, gasi og olíu varðandi orku-
neyslu. Ísland er undantekningin
sem sannar regluna; við notum
mikið af vatnsafli og jarðhita.
Ekki alveg gagnsæjar rúður
Sums staðar vestanhafs hafa
menn getað framleitt orku með sól-
arsellum í gluggum háhýsa. Vandinn
er að þá verða rúðurnar svo dökkar
eða lítt gagnsæjar að útsýnið er lé-
legt. Orkunýtnin er einnig lítil, um
sjö prósent, og sumum finnst sell-
urnar lýta húsin. Markmiðið með
gluggarúðum er einmitt að hleypa
birtunni inn svo að hún geti end-
urkastast af sjónhimnunni og gert
okkur kleift að sjá hlutina, hvort sem
er inni eða utan við gluggann. Við
viljum sjá almennilega út, ekki enda-
lausa þoku.
Séu notaðar hefðbundnar, ljós-
næmar sellur við gluggarammana
geta þær ekki verið gagnsæjar
vegna þess að þær framleiða orkuna
með því að taka í sig svonefndar ljós-
eindir og umbreyta þeim í elek-
trónur, segja fræðimenn. Ef sellan
væri alveg gagnsæ færu ljóseind-
irnar óhindraðar í gegnum efnið og
gætu því ekki framleitt neina orku,
segir í vefritinu Digital Trends.
En í fyrra var skýrt frá því að
vísindamenn við Ríkisháskólann í
Michigan hefðu unnið afrek. Þeim
hafði tekist að búa til nýja gerð af
sólarsellu, TLSC, sem nýtti orkuna í
umbreyttum, ósýnilegum inn-
rauðum og útfjólubláum sólar-
geislum. Sellan er nær alveg gagnsæ
en samt fær um að safna saman
sólarorku. Glerið sjálft er þó ekki
sólarsella heldur gagnsætt efni, gert
úr lífrænum söltum sem nýta
bylgjulengdir umræddra geisla,
safna þeim saman, segir í vefritinu
ZME Science. Enn sem komið er
nýtnin þó allt of lítil, innan við 1%.
Því fer því fjarri að nýja tæknin
sé hagkvæm, hvað þá á færi venju-
legs fólks. Ekki enn. Menn eru samt
bjartsýnir og segja að frekari til-
raunir geti skilað miklu betri
nýtingu. Reynist það rétt
gætu snillingarnir hjá
Michigan-ríkisháskól-
anum jafnvel búið til
sellur af þessum toga í
smátæki á borð við far-
síma. Þá gæti fólk hlaðið
gemsann úti á götu.
Mun sólin hlaða batt-
erí háhýsa og gemsa?
Orkuvinnsla Víða nýta menn nú sólarsellur og beisla þannig hreina og
óþrjótandi orkulind. Hér eru sellur festar á húsþak í Bandaríkjunum.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Peking-stjórnin hef-ur ausið
skömmum yfir
Bandaríkin eftir að
bandaríski tund-
urspillirinn USS
Lassen sigldi á mánudaginn
innan 12 mílna frá manngerðri
eyju í Spratly-eyjaklasanum í
Suður-Kínahafi. Kínverjar
hafa verið duglegir að byggja
upp slíkar eyjar á síðustu miss-
erum, með því að taka sand af
hafsbotni og fylla upp land á
kóralrifum.
Slík landfylling er bæði
kostnaðarsöm og umdeild, en
talið er að Kínverjar vilji með
henni renna styrkari stoðum
undir víðtækar kröfur sínar um
yfirráð yfir Suður-Kínahafinu,
þar sem eru sumar af mik-
ilvægustu skipaflutningaleið-
um Kyrrahafsins. Gallinn er þó
sá að kröfur Kínverja ná nán-
ast upp að ströndum ríkjanna
sem einnig eiga kröfur; Fil-
ippseyja, Malasíu og Víetnam.
Þá hafa Kínverjar jafnframt
hafnað öllum hugmyndum um
að láta alþjóðlega aðila skera
úr um réttmæti krafnanna.
Aðgerð Bandaríkjamanna
var að sjálfsögðu ætlað að ögra
Kínverjum og láta þá vita að
þeir gætu ekki ætlast til þess
að aðrar þjóðir létu undan yfir-
gangi þeirra svo glatt. Á hitt
ber að líta að fara verður var-
lega í allar slíkar aðgerðir og
tryggja að sem fæst geti farið
úrskeiðis. Kínverjar segja sig
vera í fullum rétti til þess að
búa eyjarnar til og eflaust er
það rétt í ein-
hverjum tilfellum.
Engu að síður
verður að ítreka að
ekki er hægt að
ætlast til þess að
aðrar þjóðir sem
eiga land að Suður-Kínahafi
sætti sig við óskoruð yfirráð
Kínverja yfir landgrunninu
möglunarlaust.
Mikilvægi þessa helgast
ekki síst af því að um þessi
sund fara árlega vörur upp á
marga milljarða Bandaríkja-
dala, og mikið af þeim tengist
bandarískum viðskiptahags-
munum. Það skiptir því Banda-
ríkin miklu máli að ekkert ríki
geti einhliða helgað sér þetta
hafsvæði og jafnvel meinað
flutningaskipum að komast
leiðar sinnar. Á það ekki bara
við um Kínverja, heldur einnig
Víetnama, Taívani, Malasíubúa
og Filippseyinga, sem allir
hafa fetað í sömu fótspor og
byggt upp eyjar á kóralrifjum
til þess að undirbyggja kröfur
sínar. Ólíkt Kínverjum hafa
þessi ríki hins vegar fagnað að-
gerð Bandaríkjanna á mánu-
daginn.
Kínversk stjórnvöld máttu
gera ráð fyrir þessum við-
brögðum Bandaríkjanna og
annarra og geta búist við
áframhaldandi siglingum af
sama tagi. Mikilvægt er að
ástandið á svæðinu fari ekki úr
böndum og að samkomulag ná-
ist um lögsögu einstakra ríkja.
Það samkomulag getur þó ekki
byggst á því að önnur ríki láti
undan yfirgangi Kínverja.
Ríki geta ekki fært
út landamæri sín
með bygginga-
starfsemi á hafi úti}
Tekist á um landakröfur
Þegar Kanada-menn boðuðu
til kosninga í ágúst
áttu ekki margir
von á öðru en að
Stephen Harper
forsætisráðherra
myndi ná að tryggja sér fjórða
kjörtímabilið. Talið var að hin
tiltölulega langa kosningabar-
átta, sem stóð í 78 daga, myndi
nægja til þess að sannfæra
kanadíska kjósendur um það að
efnahagur landsins væri best
geymdur í höndum íhalds-
manna, þar sem hann hefur
verið síðustu níu árin.
Annað kom á daginn, þar
sem Frjálslyndi flokkurinn
undir forystu Justin Trudeau
náði að auka fylgi sitt um 20
prósentustig og bæta þannig
fyrir hið mikla afhroð sem
flokkurinn beið fyrir fjórum ár-
um, þegar hann fékk einungis
36 þingmenn af 338. Fyrir vikið
náði Trudeau óvænt hreinum
meirihluta.
Í kosningabaráttunni stóð
hinn 44 ára gamli Trudeau af
sér ýmsar árásir
andstæðinganna,
sem sögðu hann
vera of ungan og
reynslulausan til
þess að geta stýrt
landinu. Í efna-
hagsmálum boðaði Trudeau
hærri skatta á efnafólk en
skattalækkanir á millistéttina,
auk þess sem hann hefur opnað
á þann möguleika að Kanada
hætti þátttöku í loftárásum á
Ríki íslams en beiti sér frekar
með öðrum hætti í flótta-
mannamálum Mið-Austur-
landa.
Ljóst er að með Trudeau
munu áherslur í kanadískum
stjórnmálum og samfélagi
breytast nokkuð. Hugsanlega
verður helsta áskorun hans þó
stöðugur samanburður við föð-
urinn, Pierre Trudeau, einn
eftirminnilegasta og áhrifa-
mesta forsætisráðherra Kan-
ada fyrr og síðar. Hyggi Tru-
deau hinn yngri á farsælan
stjórnmálaferil verður hann að
komast út úr skugga föður síns.
Annar Trudeau tekur
við stjórninni í Kan-
ada og boðar ýmsar
breytingar }
Óvæntur sigurvegari í Kanada
É
g var staddur við setningu á
listahátíð í haust (ekki Listahá-
tíð), þar sem ráðherra flutti fjör-
lega ræðu. Þegar talið barst að
íslenskri menningu og mik-
ilvægi hennar varðandi tiltekið listform fannst
ráðherra greinilega hann hafa farið á of mikið
flug í þjóðernismetnaði, þagnaði stundarkorn
og sagði svo afsakandi: „Ég er farinn að tala
eins og Útvarp Saga.“ Salurinn sprakk af
hlátri.
Nokkru síðar var ég staddur á leiksýningu í
atvinnuleikhúsi þar sem meðal annars kom við
sögu það er Lydia Kamaka’eha Lili’uokalani,
krónprinsessu Hawaii, var boðið til fimmtíu
ára krýningarafmælis Viktoríu Bretadrottn-
ingar. Eins og aðalleikarinn rakti söguna vildi
Leópold II. Belgíukonungur, annálaður hrotti, ekki leiða
Lili’uokalani til veislu þar sem hún væri þeldökk. Síðan
staldraði leikarinn við og sagði svo: „Hann hefur hlustað of
mikið á Útvarp Sögu.“ Salurinn sprakk af hlátri.
Svo gerðist það í vikunni að tveir dánumenn úr Sjálf-
stæðisflokknum tóku til máls undir lok landsfundar
flokksins. Annar fékk gott hljóð, eins og hann lýsir því
sjálfur (ég var ekki viðstaddur), en hinum var ekki eins vel
tekið, því „lýðurinn“ ærðist, stappaði í gólfið og baulaði að
sögn ræðumannsins sem varð að hætta máli sínu vegna
óánægju viðstaddra. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi
þess að hann var aðeins að bergmála Útvarp Sögu og því
hefði ég búist við því að salurinn hefði sprungið af hlátri,
hlegið viðkomandi uppistandara niður úr ræðu-
púltinu frekar en að baula á hann.
Í útvarpsviðtali eftir þessa uppákomu ræddi
viðkomandi þessa landsfundaruppákomu og
sagðist hafa orðið fyrir aðkasti vegna þess að
hann hefði kjark til að tjá skoðun sem væri
sumu fólki ekki þóknanleg.
Nú er það rétt hjá viðkomandi ræðumanni að
hver á að hafa rétt til að taka til máls en þeir
eiga ekki síður rétt til að tjá sig sem eru ósam-
mála honum. Þeir mega líka segja skoðanir hans
galnar og rasískar ef þeim sýnist svo – málfrelsi
er fyrir alla. Svo á maður ekki að bera virðingu
fyrir öllum skoðunum, sumar skoðanir eru
nefnilega svo galnar að ekki er hægt annað en
hafna þeim án umræðu.
Á það til að mynda að vera viðurkennd skoðun
að samkynhneigð sé viðurstyggð fyrir augliti drottins og
rétt sé að lífláta homma? Viðurkennum við það sem skoð-
un að svertingjar séu verr gefnir en hvítir, frekar apar en
menn? Hvað með þá skoðun að konur séu karlinum óæðri
og síðri að visku, dygð og hugrekki? En að múslímar séu
upp til hópa blóðþyrstir villimenn – eigum við að við-
urkenna það sem skoðun? Nú eða þá skoðun að gulir menn
séu lævísir hrottar, á að bera virðingu fyrir þeirri skoðun?
Nei, kæri lesandi. Að mínu viti eru slíkar og þvílíkar
skoðanir í raun birtingarmynd á afhrakshugsunarhætti og
þeir sem þær flytja eiga ekki heima í almennri umræðu.
Og þó það sé vissulega hægt að hlæja að þeim, finn ég
frekar til meðaumkvunar. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Uppistand á landsfundi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Reiknað hefur verið út að ef
reynt yrði að fullnægja allri
orkuþörf manna með bestu
gerð af nútíma sólarsellum
myndu þær þekja alls tæplega
600 þúsund ferkílómetra. Það
er nærri sexföld stærð Íslands.
En að sjálfsögðu myndu sell-
urnar dreifast um allt þurrlendi
jarðar og jafnvel hafið. Stór
hluti þeirra yrði á húsþökum.
Og ljóst er að ef enn fullkomnari
tækni yrði hagnýtt myndi flatar-
mál sellnanna geta orðið minna.
Sólin er í reynd kjarnorku-
knúin, þar fer fram stöðugur
kjarnasamruni, endalaus vetn-
issprenging. Orkan sem sólin
varpar á jörðina á einni klukku-
stund á dag samsvarar orku-
þörf alls mannkynsins í
tæpt ár, að sögn
vísindamanna.
Óþrjótandi
kjarnorka
SÓLIN ER STÓR