Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Bangsadagurinn Börnin á leikskólanum Furuskógi voru ánægð með bangsadaginn sem haldinn var víðsvegar í skólum landsins í gær og mættu þau öll með uppáhalds bangsann með sér í skól- ann. Þessi dagur, 27. október, var valinn alþjóðlegur bangsadagur og er ástæðan sú að dagurinn er fæðingardagur Theodore Roosevelts Bandaríkjaforseta sem var gjarnan kallaður Teddy. Eva Björk Fundir stjórnmála- flokka eru misjafnir. Flestir skipta litlu og þjóna ekki öðrum til- gangi en að gefa sam- herjum tækifæri til að koma saman, sitja undir ræðum, jánka, kinka kolli og fá sér kaffi. Sumir fundir gára hið pólitíska vatn í nokkra daga en svo færist lognmollan aftur yfir og allt verður eins og áður. En svo eru haldnir einstaka fundir sem marka tímamót – setja spor í sög- una sem fennir ekki yfir og verða einskonar hreyfiafl breytinga og hugmyndafræðilegrar sóknar. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins um liðna helgi var ekki aðeins líflegur heldur bendir flest til að þar hafi orðið þáttaskil í starfi flokksins. Ungt fólk lét til sín taka með skipulegum hætti og hafði veruleg áhrif á stefnuna sem var mótuð og samþykkt. Framganga þess var til fyrirmyndar. Ungliðar mættu til leiks með mótaðar hug- myndir og tillögur, fylgdu þeim eftir af festu og náðu árangri. Mér er til efst að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nokkru sinni átt jafn fjölmenna sveit ungs fólks á landsfundi sem hefur hæfileika og vilja til að fylgja hugsjónum sínum eftir. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, Ragnhildur Alda María Vil- hjálmsdóttir, Elín Káradóttir, Pa- wel Bartoszek, Laufey Rún Ketilsdóttir og Albert Guðmunds- son eru hluti af öflugu liði ungs fólks sem er tilbúið að taka þátt í pólitísku starfi til að hafa áhrif á samfélagið. Undir gunnfána frelsis vill ungt fólk varða veg- inn, gefa ein- staklingnum aukið svigrúm, hverfa frá forsjárhyggju og koma böndum á rík- isvaldið. Fordómum er hent út í hafsauga, staðalímyndum hvers- konar er hafnað, for- réttindum vísað á bug en þess krafist að hver og einn fái að vera hann sjálfur – að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti jafnra tæki- færa í lífinu. En það voru ekki bara þeir yngri sem létu að sér kveða á landsfundinum. Samtök eldri sjálf- stæðismanna [SES], undir forystu Halldórs Blöndals tóku virkan þátt í stefnumótun á fundinum eins og m.a. má sjá glöggt í ályktun um velferðarmál. Eldri sjálfstæðis- menn mættu vel nestaðir á fund- inn samkvæmt venju enda SES öflug og virk í pólitísku starfi. Ég hef áður haldið því fram að viku- legir fundir SES séu með þeim skemmtilegustu enda er þar rædd pólitík án tæpitungu. Verkefnalisti Með einföldum hætti er hægt að segja að með ályktunum hafi landsfundarfulltrúar útbúið verk- efnalista fyrir þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæð- isflokksins. Auðvitað eru ekki allir sammála öllu sem samþykkt var. Kjörnir fulltrúar flokksins, sem ekki hreyfðu andmælum eða vöktu sérstaka athygli á að þeir væru andvígir því sem samþykkt var, hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja fram- gang þeirra verkefna sem lands- fundur telur nauðsynleg. Sum verkefnin eru einföld og auðvelt að leysa. Sjálfstæð ráðu- neyti dómsmála og heilbrigðismála eru dæmi. Enn einfaldara er að framfylgja stefnu Sjálfstæðis- flokksins um lækkun kosningaald- urs í 16 ár. Þar þarf í raun ekki annað en breyta einum staf í kosn- ingalögum. Með breytingunni vilja sjálfstæðismenn að kosningaaldur miðist við upphaf sjálfstæðrar skattlagningar eða eins og segir í ályktun: „Skattgreiðendur í lýðræðisríki hafa þann rétt að kjósa hvernig skattfé skuli ráðstafað og er því ótækt að skattgreiðendum sé mis- munað á grundvelli aldurs.“ Önnur verkefni eru flóknari og krefjast nokkurs undirbúnings. Í ályktun fjárlaganefndar sem landsfundur samþykkti segir: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að selja eigi ákveðnar ríkiseignir s.s. eignarhlut ríkisins í fjármálafyr- irtækjum, rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og annan versl- unarrekstur Isavia sem og RÚV. Ráðast þarf í úttekt á hagkvæmni húsnæðis ríkisstofnana og ríkið selji í framhaldinu allar þær eignir sem ekki eru nauðsynlegar.“ Fátt ætti að koma í veg fyrir að þessari stefnu sé hrint í fram- kvæmd þegar á næsta ári. Gegn forræðishyggju og afturhaldi Í menntamálum samþykkti landsfundur meðal annars: „Tryggja ber að óskert fjár- framlag fylgi hverjum nemanda á öllum skólastigum t.d. í formi ávís- anakerfis. Með því er stuðlað að fjölbreyttara rekstrarformi skóla og tekið tillit til ólíkra þarfa nem- enda til þess að vekja áhuga og þroska hæfileika þeirra sem best.“ Þessi stefnumörkun er í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi barist fyrir en til að tryggja framkvæmd hennar verð- ur menntamálaráðherra að hafa sveitarstjórnarmenn heilshugar í liði sínu. Lækkun áfengiskaupaaldurs í 18 ár mun örugglega valda deilum og skiptir engu þótt bent sé á hversu öfugsnúið það sé að banna lögráða og fjárráða einstaklingum að kaupa löglegar neysluvörur. Á Al- þingi eru fulltrúar forræðishyggj- unnar en hlutverk þingmanna Sjálfstæðisflokksins er að takast á við þá og forðast ekki átökin. „Líta þarf á fíkn sem heilbrigð- isvanda en ekki löggæsluvanda,“ segir í ályktun um velferðarmál. Með þessu vill Sjálfstæðisflokk- urinn hverfa frá refsistefnu sem einkennt hefur baráttuna við fíkni- efnadjöfulinn. Í stað refsingar komi hjálp og aðstoð til að verða virkir borgarar. Fátt er í meira samræmi við grunnstef sjálfstæð- isstefnunnar um að aðstoða ein- staklinga í vanda til sjálfsbjargar. Gegn þessari stefnu munu for- ræðishyggjan og afturhaldið berj- ast. Þá reynir á þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Suðupottur hugsjóna Hér eru aðeins nefnd nokkur þeirra verkefna sem landsfundur fól kjörnum fulltrúum að vinna að. Ónefnd eru önnur mikilvæg s.s. í peningamálum, bygging Landspít- ala, einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustu, varðstaða um Reykjavík- urflugvöll, fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og uppbygging sér- eignastefnunnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var suðupottur hugmynda og hugsjóna – það kraumaði undir og oft tekist á. Þannig eiga lands- fundir að vera. Ánægjulegast var að skynja hvernig sjálfstæðismenn hafa endurheimt pólitískt sjálfs- traust, sem er forsenda pólitískra landvinninga. Bjarni Benediktsson formaður og Ólöf Nordal varaformaður fara því vel nestuð af landsfundi. Við hlið þeirra stendur ung og glæsi- leg kona – Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæð- isflokksins. Öll fengu þau óvenjulega myndarlega kosningu í embætti og óskorað umboð til að leiða flokkinn til nýrra tíma. Eftir Óla Björn Kárason » Ánægjulegast var að skynja hvernig sjálfstæðis- menn hafa endurheimt pólitískt sjálfstraust, sem er forsenda póli- tískra landvinninga. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fundir sem skipta máli og þeir sem engu skipta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.