Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW 520D XDRIVE F10
nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur,
fjórhjóladrif, sportsæti, sóllúga o.fl. Tilboðsverð
8.990.000 kr. Raðnr.254156
TOYOTA LAND CRUISER 120 VX 33“
breyttur nýskr. 02/2008, ekinn 127 Þ.km, diesel,
sjálfskiptur. Verulega fallegt og velbúið eintak!
Verð 5.590.000. Raðnr.254067
BMW 520D F10
02/2013, ekinn 39 Þ.km, diesel, sjálfskiptur,
ljóst leður o.fl.Verð 6.790.000.
Raðnr.253146
KIA SPORTAGE LUXURY 4WD
01/2015, ekinn 51 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður o.fl.
Verð 5.690.000. Skoðar skipti.
Raðnr.254314
NISSAN QASHQAI SE
06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur,
ný heilsársdekk.Verð 3.290.000.
Raðnr.254190
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
Sími: 533 4200 og 892 0667
Engjateigi 5, 105 Rvk, arsalir@arsalir.is
Til sölu vönduð
bergja íbúð á jarðhæð,
með sér suður verönd
og yfirbyggðar svalir að
hluta.
Íbúðin skiptist í forstofu
með góðum skápum. Tvö
svefnherbergi með skápum. Eld-
hús með ljósri/Beyki innréttingu. Stofu
og borðstofu með vönduðu nýlegu parketi á
gólfum. Flísalagt baðherbergi með innréttingu og tengi
fyrir þvottavél og þurrkara. Sér geymsla fylgir í kjallara. Íbúð fyrir 60 ára og eldri.
Velkomið að skoða íbúðina í dag milli 17 og 18, íbúð 0106.
Verð kr. 36,9 millj. Til afhendingar við kaupsamning.
Eiðismýri 30
OPIÐ HÚS
í dag milli kl. 17 og 18
3ja her-
Fyrir + 60 ára
Tilbúið dæmi úr
umræðum á Alþingi.
Hæstvirtur forsætis-
ráðherra talar til
þingheims. „Hið graf-
alvarlega mál sem
hér er til umræðu
hefur að sjálfsögðu
verið rætt í ríkis-
stjórn, og ég hef rætt
það ítrekað við und-
irráðherra minn,
kjarnorkumálaráðherrann, sem
stýrir undirráðuneyti forsæt-
isráðuneytisins. Hann hefur þegar
rætt það við forstöðumann Kjarn-
orkumálastofnunar Íslands, sem er
undirstofnun ráðuneytis hans og
forstöðumaðurinn falið undir-
mönnum sínum að finna á því við-
unandi lausn.“
Ágætu ráðherrar, alþingismenn,
fjölmiðlamenn o.fl. Í fullri vinsemd
– eins og þið vitið auðvitað eru orð-
in undirráðuneyti og undir-
ráðherra ekki til í stjórnsýslunni,
og eru hreinn tilbúningur minn.
Orðið undirstofnun er heldur ekki
til í íslenskri orðabók, enda tilgerð-
arlegt og niðurlægjandi. Ráðherra
sem vill ná árangri, m.a. í mann-
auðsmálum, og það veit ég að þið
viljið öll, orðar hugsanir sínar með
mun jákvæðari hætti segi hann eða
hún: Kjarnorkumálastofnun heyrir
til því ráðuneyti sem ég nú stýri,
forstjóri Kjarnorkumálastofnunar
er lykilmaður okkar í ráðuneytinu í
kjarnorkumálum og hann og sam-
starfsfólk hans í stofnuninni helstu
sérfræðingar landsins í þessum
málaflokki. M.ö.o. mun
vænlegra til árangurs,
tel ég, fyrir metn-
aðarfullan ráðherra,
sem að sjálfsögðu vill
ná glæsilegu endur-
kjöri sem þingmaður í
næstu kosningum, er
að tala ekki um und-
irstofnun sína, eða
stofnun sem er undir
ráðuneytinu, miklu
frekar um verðmæta
starfsmenn stofnunar
sem heyrir til ráðuneytis hans.
Ekki heldur klókt, að því er mér
finnst, að tala um undirmenn for-
stjóra eða undirmenn í ráðuneyti
sínu. Orðið undirmaður er vissu-
lega til í orðabók, en ósköp líkar
mér betur heyri ég núverandi og
fyrrverandi starfssystkin mín úr
hópi forstöðumanna segja: við er-
um að vinna í þessu á fullu, ekki
ég.
Mér datt þetta svona í hug.
Undirstofnanir
undirráðuneyta
Eftir Óla H.
Þórðarson
Óli H. Þórðarson
» Ósköp líkar mér
betur heyri ég nú-
verandi og fyrrverandi
starfssystkin mín úr
hópi forstöðumanna
segja: við erum að
vinna í þessu á fullu,
ekki ég …
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs og hefur
örlitla innsýn í íslenska stjórnsýslu.
Nú hafa verkfallshrinurnar staðið í
heilt ár, og stétt eftir stétt er att
fram á þjóðarleikvanginn til að berja
á hinum með svívirðingum.
Svo virðist sem jafnvel sigurveg-
ararnir í þeim leik gangi nú ekki
heilir frá þeim átökum; um þjóð-
areininguna; og vaxandi stéttaskipt-
ingu; og sjálfstæði Íslanda í auð-
sældarkapphlaupinu; og þá undan
ESB!
Þetta minnir mig á ljóð sem ég
orti um rómverska skylmingaþræla;
í Væringjaljóðum. En það heitir:
Skylmingaþræll segir frá.
En í ljóðinu segir svo á einum
stað:
Þegar á allt er litið
getur maður talist heppinn
ef maður selst ekki undir stjórnanda
sem telur helvíti vera besta
kennslutækið.
Og skylmingamaður með nokkra sigra
má vænta ofsafenginnar lýðhylli
og svo sómasamlegrar útfarar
með óbrotgjörnum bautasteini
er básúnar fræknleik hans um
alla eilífð!
Tryggvi V. Líndal.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hringleikahús fáránleikans?
Í dag fer fram utan-
ríkismálaumræða á
þingi Norðurlandaráðs í
Reykjavík. Málaflokk-
urinn er forgangsmál í
formennskutíð Íslands
og hefur fengið aukið
vægi á vettvangi Norð-
urlandaráðs á und-
anförnum árum.
Það var ekki alltaf
svo. Í kalda stríðinu
voru utanríkismál
lengst af ekki rædd á vettvangi nor-
rænnar samvinnu en eftir lok þess
komust þau á dagskrá. Ísland átti
sinn hlut í því. Undir lok níunda ára-
tugarins komu þingmenn Norður-
landaráðs á tengslum við starfs-
systkin sín í Eystrasaltsríkjunum.
Þetta var á þeim dramatísku dögum
sem liðu frá falli Berlínarmúrsins til
endaloka Sovétríkjanna og þegar
sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkj-
anna var í algleymingi. Páll Péturs-
son, fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra, leiddi sendinefnd sex þing-
manna úr forystu Norðurlandaráðs
til Ríga, Vilníus og Tallinn í nóv-
ember 1990 og fleiri sendinefndir
áttu eftir að fylgja. Norðurlandaráð
bauð fulltrúum sjálfstæðishreyfing-
anna í Eystrasaltslöndunum á þing
Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í
febrúar 1991 á meðan þau lutu enn
sovéskri stjórn og var það mik-
ilvægur stuðningur við málstað
Eystrasaltsþjóðanna. Æ síðan hefur
Norðurlandaráð átt náið samstarf við
Eistland, Lettland og Litháen og ein-
beitt sér að nærsvæðasamvinnu í
austri með það að leiðarljósi að styðja
við stöðugleika og lýðræðisþróun til
framtíðar.
Ástandið í Austur-Evrópu hefur
verið ofarlega á baugi frá því hern-
aðarátökin í Úkraínu hófust fyrir 20
mánuðum. Norðurlöndin hafa verið
einhuga um að fordæma yfirgang
Rússa gagnvart Úkraínu og hina
ólöglegu innlimun Krímskaga. Við í
Norðurlandaráði höfum ásamt syst-
ursamtökum okkar Eystrasalts-
ráðinu heimsótt Kiev
og finnum mikinn
áhuga þingmanna í
Úkraínu á nánara sam-
starfi við Norðurlönd
og Eystrasaltslöndin
um að þróa lýðræði og
góða stjórnarhætti.
Hvað Hvíta-Rússland
varðar hafa samskipti
við þingið í Minsk legið
niðri frá kosningunum
2011 en á móti eigum
við samstarf við stjórn-
arandstöðu og frjáls fé-
lagasamtök. Auðvitað
hefur þróun síðustu missera haft nei-
kvæð áhrif á samstarf okkar við
Rússland og lokun skrifstofa nor-
rænu ráðherranefndarinnar í Rúss-
landi eftir breytta afstöðu rússneskra
stjórnvalda til þeirra eftir 20 ára
rekstur var skref í ranga átt.
Nærsvæði Norðurlanda eru ekki
bara í austri heldur líka í norðri og
vestri. Norðurslóðir skipa æ stærri
sess í starfi Norðurlandaráðs. Á ní-
unda áratug síðustu aldar beindist at-
hyglin að siglingum og mengun sjáv-
ar, á tíunda áratugnum að umhverfis-
og öryggismálum. Norðurlandaráð
átti stóran þátt í að koma á fót Þing-
mannaráðstefnunni um norð-
urskautsmál sem síðan leiddi af sér
stofnun norðurskautsráðsins. Mark-
mið íslensku formennskunnar í Norð-
urlandaráði hefur verið að halda
áfram því starfi sem unnið hefur ver-
ið varðandi umhverfismál, loftslags-
breytingar, efnahagsmál, samfélags-
mál og öryggismál á nærsvæði okkar
í norðri. Markmið okkar er einnig að
stuðla að umfjöllun um málefni Vest-
ur-Norðurlanda, Færeyja og Græn-
lands, í Norðurlandaráði og kanna
samstarfsmöguleika við grannríki í
vestri, Kanada og Bandaríkin, m.a.
vegna þeirra ríku norrænu hags-
muna sem felast í öryggis- og um-
hverfismálum þess svæðis.
Flóttamannastraumurinn til Evr-
ópu og viðbrögð við honum verða sér-
stakt umfjöllunarefni á þinginu.
Hundruð þúsunda manna hafa flúið
hrylling og eyðileggingu stríðsátaka í
heimalöndum sínum og komið til
Evrópu á síðustu vikum í mestu
fólksflutningum frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Norðurlöndin hafa á
margan hátt ólíka stefnu gagnvart
móttöku flóttafólks en löndin standa
frammi fyrir sömu áskorunum og þau
ræða sín á milli og finna sameig-
inlegar lausnir þar sem við á. Einn
varaframkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Christian Friis Bach, mun
sérstaklega ræða flóttamannamálin í
framsögu sinni í dag.
Við fjöllum ekki einungis um nær-
svæðin á sviði utanríkismála í Norð-
urlandaráði. Fyrir þinginu liggur til-
laga um að beina tilmælum til
ríkisstjórna og þjóðþinga Norður-
landanna um að viðurkenna Palestínu
sem fullvalda og sjálfstætt ríki. Ís-
land viðurkenndi Palestínu þegar í
desember 2011 eftir samþykkt Al-
þingis þar um og Svíþjóð fylgdi í kjöl-
farið í október 2014. Ljóst er að skipt-
ar skoðanir eru um tillöguna en
Norðurlöndin deila öll sama mark-
miði um tveggja ríkja lausn og var-
anlegan frið fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Því má búast við líflegum
umræðum um Palestínutillöguna og
utanríkismál almennt og jafnvel að
menn takist á. Það er einungis eðli-
legt í samstarfi lýðræðisríkja og sýnir
styrk norrænnar samvinnu. Skýrsla
Torvalds Stoltenbergs, fyrrverandi
utanríkisráðherra Noregs, um nor-
ræna samvinnu á sviði utanríkis- og
öryggismála frá 2009 kallaði eftir
auknu samstarfi á þessu sviði. Við
höfum svo sannarlega hlýtt því kalli
og lagt áherslu á alþjóðamál á for-
mennskuári Íslands í Norður-
landaráði.
Norðurlönd og alþjóðamálin
Eftir Höskuld
Þórhallsson »Norðurlöndin hafa á
margan hátt ólíka
stefnu gagnvart mót-
töku flóttafólks en lönd-
in standa frammi fyrir
sömu áskorunum …
Höskuldur Þór
Þórhallsson
Höfundur er forseti
Norðurlandaráðs.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?