Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Kannski var það sterka byggt yf-
ir það smáa, mjúka, brothætta til
að vernda, hlúa að? Kannski kom
þetta með okkur, í okkur, inn í líf-
ið.
Listhneigðar prjónakerlingar,
bókaormar, slarkfærar í frönsku
eftir dvöl á yngri árum í Frakk-
landi sem au-pair. Eftir tíu ára
vináttu komust við að því að við
höfðum verið hjá sömu fjölskyld-
unni! Sofið í sama herbergi í
sveitinni. Tínt ber af sömu runn-
um og baðaðst í sömu á, með
rúmlega áratugar millibili.
Elskuðum sama réttinn á
sama veitingahúsi, Horninu,
heimilislegt, hlýtt og vinalegt. Þú
gaukar að mér skissubók, heimt-
ar mynd af Horninu í hverri
heimsókn. Ég klára hana á tíu
sekúndum. Vinkill og ör sem
bendir á hornið.
Áhugamanneskjur um betra
líf með heilt höfuð. Þekkja brest-
ina sína, elska þá, forðast þá og
umfram allt, leggja þá ekki á
aðra, sem er ekki hægt í raun og
sann. En það sem við þekkjum
berum við líka kennsl á og getum
sagt, þetta á ég, tekið ábyrgð,
beðist afsökunar.
Líf okkar snertist á skringi-
legan hátt og á skringilegum
stöðum. Líkar en ólíkar.
Þú haltraðir undan hnjánum
og höfðinu, ég undan bakinu og
hjartanu.
Eitt af síðustu símtölunum
okkar; ég að keyra heim úr vinnu
tárvot með brákað hjarta. Hringi
í þig úr bílasímanum. Þú svarar
og ég græt og hrópa, ég er svo
vanmáttug í þessum aðstæðum.
Þú tekur fræðilega afstöðu ráð-
gjafa sem ég stoppa og hvísla,
ekki núna, því núna þarf ég bara
hlýju og vin. Ég veit, ég veit,
tautar þú. Þegjum saman í þögn
sem er ekki trufluð af snökti á
öðrum endanum. Hún er góð
þessi þögn, hún er einlæg, hún er
nærvera.
Á 13 árum hringdi ég jafn oft í
þig með gangtruflanir í hjartanu
og þú í mig með höfuðið á harða-
spretti.
Þú settir hjartað í samhengi
fyrir mig þegar ég þurfti á því að
halda. Mældir aldrei upp í mér
vitleysuna. Dæmdir mig aldrei.
Og gott betur, dæmdir aldrei þá
sem settu á mig sár. Fólk í sárum
særir annað fólk. Kenndir mér að
hugsa fallega til þeirra. Fyrir
mig. Í fallegum hugsunum býr
frelsi.
Ég gerði það sama fyrir þig,
leiddi höfuðið niður á jörðina.
Rétti þér tauminn. Benti þér á að
leiðin á milli A og B er alltaf leið-
in á milli A og B! Sú stutta, langa,
framan eða aftanverða er samt
sem áður leiðin á sama áfanga-
stað. Ef þú vilt fara þangað,
farðu þangað. Þú verður að velja
fyrir þig. En það verður ekki
heitt á norðurpólnum þótt þú
mætir í bikiníi, svo klæddu þig
eftir veðri.
Það var gott að vera í kringum
þig. Gott að faðma þig. Feimnin
mín sem fæddist með mér og er
með mér alltaf, eins og nýkreist
sítróna á ostru, náði ekki þangað
inn. Með þér átti ég vinskap sem
óx fyrir þá staðreynd að í honum
bjó ekkert annað en heiðarleiki,
traust og stuðningur.
Tvö meingölluð Guðsbörn
leidd saman af lífinu og þrá um
að lifa því betur, njóta þess betur,
breyta því sem við gátum og
sleppa tökum á því sem við gát-
um ekki.
Þú áttir sannarlega þína galla
og ég mína. Það komu stundir
sem við fundum báðar fyrir þeim.
Eins og einu fölsku hljóðfæri í
stórhljómsveit. Ekki yfirgnæf-
andi en undirliggjandi. En gall-
arnir mínir og gallarnir þínir
voru þeir sömu og færðu okkur
saman. Þess vegna héngu engar
væntingar við vinskap okkar,
sem gerði hann að sönnum vin-
skap í sönnum aðstæðum, með
sönnum kostum og göllum.
Gallarnir komu ekki í ljós með
tímanum eins og í flestum vina-
samböndum, með tilheyrandi
spennu og vinnu. Við keyptum
köttinn í sekknum sem var að
auki, stútfullur af öllu því falleg-
asta og besta og græddum eftir
því.
Enginn hefur þekkt mig eins
og þú þekktir mig. Ekki vegna
þess að ég sé einfari sem líður
best í eigin félagsskap og hleypi
ekki mörgum að mér, heldur
vegna þess að í þér bjó traust og
kærleikur til að leyfa mér að vera
sú sem ég er og elska mig þess
vegna.
Þú gafst mér svo mikið,
kenndir mér svo margt, minnst
um aðra, mest um mig, kenndir
mér að sjá mig, setja sjálfri mér
mörk en umfram allt að elska allt
sem ég er og virða, skúmaskotin,
skrímslin og birtuna líka.
Fyrir þína tilvist er ég betri
manneskja. Ákaflega sorgmædd
með skrámur á hjartanu í stíl við
þann missi að missa þig.
Takk.
Kolbrá Bragadóttir.
✝ Halldór Örnfæddist 9. júní
1962 og lést 17.
október 2015.
Foreldrar hans
voru Árni Helga-
son, fæddur 2.
október 1936, dá-
inn 3. desember
2001, og Erna Hall-
dórsdóttir, fædd
31. maí 1936, dáin
4. júní 2001.
Systkini Hall-
dórs eru Helga
Lára, Árni Valur,
Ósk Reykdal, Ása
Kristín, Theresa
Linda, Helgi Gunn-
ar og Birgitta
Kara.
Útför Halldórs
fer fram frá
Grafarvogskirkju í
dag, 28. október
2015, klukkan 13.
Fátækleg orð, ég veit það, kæri
bróðir minn, en sögð og skrifuð af
væntumþykju. En einnig af trega
og eftirsjá yfir því að hafa ekki
verið til staðar þegar syrti að.
Þú áttir systkini sem þótti vænt
um þig og hefðu aldrei yfirgefið
þig.
Halldór Örn heyrðist aldrei
kvarta yfir örlögum sínum og því
erfiða veikindastríði sem hann átti
lengi vel í.
Hann hélt ótrauður áfram sama
hvað á gekk, var einfari sem fór
sínar eigin leiðir.
Núna þegar komið er að kveðju-
stund er mér efst í huga þakklæti
fyrir allt sem Halldór Örn var okk-
ur, gjafmildur með stórt hjarta.
Hann var ekki allra en hélt
tryggð við sína nánustu.
Bróður sínum, Helga Gunnari,
var hann náinn og góður vinur.
Elsku bróðir minn, mágur og
frændi.
Farðu heill í friðarheima, farðu
heill í faðm foreldra þinna, farðu
heill heim.
Þá ég hníg í djúpið dimma,
Drottinn, ráð þú hvernig fer.
Þótt mér hverfi heimsins gæði –
hverfi allt, sem kærst mér er:
Æðri heimur, himnafaðir,
hinumegin fagnar mér.
(Matthías Jochumsson.)
Þín systir,
Helga Lára og fjölskylda.
Halldór Örn
Árnason
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Okkar ástkæri
KRISTJÁN VAGNSSON,
Huldugili 60,
Akureyri
lést 19. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 30. október klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu
Akureyri, sem við þökkum af öllu hjarta ómetanlega hjálp
og stuðning.
.
Hólmfríður Ingvarsdóttir,
Álfheiður Svana, Jón Kjartan Jónsson,
Rannveig, Þorvaldur Anfinnsson,
Vagn, Lilja Filippusdóttir,
Inga Jóna, Guðmundur Orri Bergþórsson,
Svana Björnsdóttir,
barnabörn, bræður og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar kærrar
eiginkonu minnar, móður og ömmu,
ARNDÍSAR ELLERTSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Kvennadeildar Landspítalans fyrir góða
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
.
Mats Wibe Lund,
Margit Robertet,
Anita Lund,
Christopher Lund,
og barnabörnin Hlynur Smári, Manon,
Bjargey, Arndís, Eliot og Ari Carl
Ástkær faðir minn,
JÓN LEIFUR MAGNÚSSON
frá Akbraut,
verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju
laugardaginn 31. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Linda Ósk Jónsdóttir.
Eiginkona mín, móðir okkar og amma,
HELENE MARIE BAATZ,
kennari,
lést á Líknardeild Landspítala þann 17.
október.
Útförin verður gerð frá Langholtskirkju
föstudaginn 30. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blóðmeina- og
Krabbameinsdeildir, ásamt Heimahlynningu og Líknardeild
Landspítala.
.
Ólafur Vigfússon,
Olav, Sigrid og Asger Baatz,
makar og barnabörn.
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁSTVALDUR KRISTMUNDSSON,
vörubifreiðarstjóri,
lést á Landspítalanum 16. október.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
30. október klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið eða orgelsjóð Grafarvogskirkju.
.
Ellen J. Sveinsdóttir,
Sveinn J. Ástvaldsson, Ingibjörg Á. Þ. Brekkan,
Guðrún K. Ástvaldsdóttir,
Kristrún L. Ástvaldsdóttir, Árni Gústafsson,
Sigurður, Ellen Inga, Emil, Ársól Erla og Kári.
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
SVAVA KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR,
lést 23. október síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn
30. október kl 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Hjúkrunarheimilisins Skjóls.
.
Einar Halldórsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Guðfinnur Halldórsson,
Þórir Halldórsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir, Ragnar Lövdal,
Þórunn Sigurðardóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN NANNA SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að Dalseli 36,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. október s.l.
Hún verður jarðsungin frá
Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 30. október kl 13.
.
Sigrún Stefánsdóttir, Guðjón Scheving Tryggvason,
Eggert Stefánsson,
Hildur Guðjónsdóttir,
Stefán Guðjónsson,
Steinar Guðjónsson.
Hjartkær kona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
HANNA MARÍA GUNNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Æsufelli 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu 28. september
slíðastliðinn. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
.
Bjarni Grímsson,
Ásta Bryndís Guðbjartsdóttir,
Grímur Bjarnason, Heiðrún Hafsteinsdóttir,
María Bjarnadóttir, Gunnar Marteinsson,
Helga Bjarnadóttir,
Hilmar Bjarnason, Sólborg Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
EDDA MARÍA EINARSDÓTTIR
frá Krosshúsum, Grindavík,
Laufvangi 14,
Hafnarfirði,
er lést fimmtudaginn 22. október verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. október klukkan 13.
.
Haukur Árnason,
Einar Waldorff, Ragnheiður Anna Georgsdóttir,
Hermann Waldorff, Dóra Birna Jónsdóttir,
Dóra Waldorff, Magnús Sigurðsson,
Þórður Waldorff,
barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur.