Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 16. janúar 1986
Athafnamenn
Nú ertíminn til aö hugaað bókhaldinu. Get
bætt við mig litlu eða meðalstóru fyrirtæki.
Tölvufærsla. Hafið samband í síma 2598
eða 91-44551 eftir kl. 16.
Verslunar- eða
iðnaðarhúsnæði
Til sölu er verslunar- eða iðnaðarhúsnæði
við Baldursgötu í Keflavík.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
minni.
INGI H. SIGURÐSSON hdl.,
Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 3292
Skemmtileg
Eitt er það blað sem gefið
er út reglulega hér á Suður-
nesjum og helgað er aðal-
lega málefnum eins af
þremur kaupstöðunum á
svæðinu. Er blaði þ^ssu
dreift ókeypis í hús, en
síðan kemur ,,betl“-gíró-
seðill á eftir, þar sem beðið
er um frjáls framlög fyrir
útgáfuna. Þetta blað hefur
oft og iðulega fallið í þá
sömu gryfju og mörg
önnur, að birta óbreyttar
auglýsingar sem klipptar
eru út úr öðrum blöðum.
Sumar þessar auglýsing-
ar verða stundum brosleg-
ar þegar þær koma í við-
komandi blaði, s.s. auglýs-
ingin um sölu skotelda, og
eins sú sem er um áramóta-
Ég vel
að reykja
ekki
Nám-
skeið
Haldið verður 5 daga námskeið til þess að hætta að reykja, dag-
ana 26.-30. jan., í Safnaðarheimili Aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík. Námskeiðið hefst kl. 20.30.
Leiðbeinendur verða Ásbjörn Ólafsson læknir og Brynjar Hall-
dórsson. Innritun í síma 4222 og 1066.
íslenska bindindisfélagið
Gunnarsbakarí er „með á nótunum“
með ungt fólk í þjónustu og
því fylgja nýjungar.
ATH: Nú höfum við aukið þjónustuna og höfum opið
alla daga vikunnar.
Virka daga frá kl. 8.30-18.
Laugardaga frá kl. 10-12 og 13-16.
Sunnudaga frá kl. 13-16.
Hafnargötu 31 - Keflavik
VÍKUR-fréttir
tilviljun, eða hvað ... ?
brennurnar. Hefur blaðið
birt þá fyrri óbreytta m.a.
með undirskrift sem ekki
gildir í viðkomandi bæjar-
félagi. Hinni auglýsingunni
hefur verið breytt aðeins
varðandi undirskriftina, en
textinn í auglýsingunni er
enn sá sami, og því gefur
auglýsingin villandi hug-
myndir um að búið sé að
sameina slökkviliðið á við-
komandi stað við Bruna-
varnir Suðurnesja.
Er þetta ekki skrítin til-
viljun, eða féll blaðið bara í
ofan í eigin gryfju . . . ?
Keflvíkingur
TILKYNNING
KEFLAVlK - NJARÐVlK -
GRINDAVlK - GULLBRINGUSÝSLA
Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglu-
gerö nr. 16/1978, er hverjum og einum ó-
heimilt aö selja skotelda eöa annaö þeim
skylt nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra.
Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn-
ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu-
þjóns i Keflavík, eigi siöar en 20. desember
1985. Aó öðrum kostl verða umsóknirnar ekki
teknartil greina.
Umsóknareyöublöö fást hjá yfirlögreglu-
þjóni á lögreglustööinni I Keflavík.
Lögreglustjórlnn I Gullbrlngusýslu
Bssjarfógstinn I Kaflavik, Grlndavlk
og Njarðvik
Brunavarnlr Suöurnesja
TILKYNNING UM
ÁRAMÓTABRENNUR
Þeim sem hafa ætlaó sér aó hafa áramótabrennu, ber aó
sækja um leyfi til Slökkviliós Brunavarna Suóurnesja í
Keflavík.
Skilyrói fyrir leyfisveitingu er, aó ábyrgóarmaóur sé fyrir
brennunni.
Brennur sem verða hlaónar upp og ekki hefur verió veitt
leyfi fyrir, verða fjarlægðar.
Umsóknir berist fyrir 20. desember 1985
Lögreglan i Keflavik, Grindavik, Njarðvík
og Gullbringusýslu.
Slökkviliðsstjórinn i Grindavik.
Sögusagnir og
rangtúlkun
Víkur-fréttum hefur
borist eftirfarandi bréf til
birtingar:
„Vegna fjölda sögusagna
sem í gangi hafa verið
vegna hreyfinga ýmissa
leikmanna og ummælum
um þjálfara, vil ég, Kjartan
Másson, taka það fram, að
ég hef ekki reynt að hafa
áhrif á neinn leikmann með
því að hallmæla þjálfara
hans“.
„Og ég, Kristján Ingi
Helgason, hef orðið var við
að sumir aðilar hafi rang-
túlkað ummæli mín í grein
sem birtist í Víkur-fréttum
sl. fimmtudag“.
Einnig vísum við öllum
gróusögum um Valþór Sig-
þórsson algjörlega á bug.
Af okkar hálfu verða þessi
mál ekki frekar rædd.
Með von um gott sam-
starf.
Virðingarfyllst,
Kjartan Másson
Kristján Ingi Helgason