Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 16. janúar 1986 VIKUR-fréttir icyWatStofari íistHíinn Brekkustig 37 • simi 3688 Njardvík Ávallt í leiðinni. Leggjum áherslu á heimilismat í hverju hádegi. Kaffi og kökur Kaffi og brauðtertur Sjáum einnig um veislur Þorramatur - Þorrabakkar Opið frá kl. 8.30-20 alla daga. Slðnnemar, pípulögnum Sérgreinar pípulagna verða kenndará vor- önn '86, ef næg þátttaka fæst. Þeir sem áhuga hafa, mæti á fund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, mánudaginn 20. jan. kl. 20.30. Aðstoðarskólameistari Námsflokkar FS verða auglýstir í næstu Víkur-fréttum. Mtomnmr i svbdknesJdm T Þroskaþjálfi eða fóstra Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar eftir að ráða forstöðumann leikfangasafns að Suð- urvöllum 9, Keflavík. Um er að ræða 60% starf. Ráðningartími er frá 1. mars 1986. Laun samkvæmt samningum BSRB og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 30. janúar 1986. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður leikfanga- safns, í síma 3330, og formaður félagsins, Ellert Eiríksson, í síma 7108. Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum Tek að mér skattaframtöl Tek að mér að telja fram fyrir einsaklinga. Jóhannes Ágústsson, kennari í skattarétti, sími 1123, Óðinsvellir 5, 230 Keflavík Orðvar skrifar: Framboðsmál í Keflavík og Njarðvík stórt spurningamerki Nú um helgina mun ráðast hverjir skipa efstu sætin á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Keflavík við næstu bæjarstjórnar- kosningar. Milli manna er rætt um að baráttan í tvö efstu sætin verði milli Hjartar Zakaríassonar, Ingólfs Falssonar og Krist- ins Guðmundssonar, en um það þriðja berjist þær stöllur Stella Baldvinsdótt- ir og Jónína Guðmunds- dóttir. Þó þetta leysist nú um helgina eru framboðsmál- in eitt stórt spurninga- merki, því í Keflavík er vitað að Tómas Tómasson, Helgi Hólm, Hilmar Pét- ursson, Guðjón Stefáns- son, Birgir Guðnason, Olafur Björnsson og Guð- finnur Sigurvinsson muni allir hætta. Og í Njarðvík er sama uppi^ á teningnum varðandi Aka Granz og Olaf I. Hannesson. Eftir að Guðjón Stefáns- son ákvað að hætta hjá Framsókn er mikil óvissa þar að öðru leyti en því, að Drífa Sigfúsdóttir verður sjálfsagt með í baráttunni. Hjá krötum er í farvatninu barátta milli Vilhjálms Ketilssonar og Hannesar Einarssonar um fyrsta sæt- ið og eins hvort prófkjör verði eða ekki. Ekki er ólíklegt að Jó- hann Geirdal skjálfi nú eins og hrísla vegna þeirrar óvissu, hvort Gylfi Guð- mundsson muni bjóða fram óháð framboð eða ekki. En í hugum margra fylgis- manna hans er hann fall- andi stjarna, eftir að hann komst sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráð, því síðan hefur lítið sem ekkert heyrst frá honum. I Njarðvík er ljóst að Áki Granz muni ekki gefa kost á sér, en lítið er vitað um aðra frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, nema það að sjálfur Patton verður trúlega foringi þeirra. Frá krötum hefur lítið frést, þó er vitað að Ragnar Hall- dórsson hyggur á áfram- haldandi setu í bæjarstjórn. Framsóknarmenn stefna helst á Steindór Sigurðs- son sem arftaka Ólafs í. Hannessonar, og ljóst liggur fyrir að Sólveig Þórð- ardóttir ætlar sér sæti Odd- bergs Eiríkssonar á lista Al- þýðubandalagsins. Byssuglaðir Bandaríkjamenn Þó herstöðin hér, meðá þriðja þús. hermenn, sé nánast orðin sambyggð Njarðvík og Keflavík, þá erum við íslendingar svo fádæma heppnir að standa utan við allan styrjaldar- rekstur og annað þess háttar vopnaskak, að undanskildri Landhelgis- gæslunni auðvitað. Við kunnum alls ekki að umgangast byssur og önnur morðtól með sömu lotningu og aðrar þjóðir. Þess vegna veldur það alltaf þó nokkru fjaðra- foki þegar fólk stendur allt í einu andspænis al- vopnuðum hermönnum, með brjálæðisglampa í augunum, mundandi byssurnar. Fólk er ekki almennilega búið að átta sig á því eftir 35 ára her- setu, að það eru til alvöru hermenn í herstöðinni. Sumir trúa því jafnvel að það séu bara geymdar púðurkerlingar og kín- verjar i sprengjugeymsl- unum þarna efra. Þó menn séu ekki sam- mála um hvort_herinn sé hér til að verja Island eða Bandaríkin, þá er það staðreynd að þeir eru hér. Njarðvíkingar horfa á þá daglega út um stofuglugg- ana, akandi, gangandi og skríðandi í fullum stríðs- múnderingu. Einn ljóður er þó á ráði þeirra í þessu prógrammi, sem margir kunna ekki að meta, en það er hvað byssuglaðir þeir eru utan í landanum. Islendingar sem starfa á flugvellinum, standa iðu- lega frammi fyrir byssu- hlaupum hermannanna, sumir álíta þetta hluta af vinnunni, en aðrir bregðast ókvæða við. Menn jafna sig furðu fljótt á einni og einni æfingu innan vallar, en öllu verra er þegar venjulegt fjölskyldufólk á sunnudagsrúntinum eða i líkamsrækt við eggjatöku úti í móa er allt í einu um- kringt af öskrandi her- mannalýð með alvæpni. Fólkinu er oftast skipað að rétta upp hendur og byssum miðað á það, þangað til íslenska lög- reglan kemur á staðinn og losar það úr umsátrinu, - eftir að hafa sannfært her- flokkinn um að hér séu ekki rússneskir njósnarar á ferðinni. Meira er aldrei gert í þessum málum. Flugvallarlögreglan er sérstaklega þjálfuð í að taka rólega á hlutunum, og gera sem minnst úr árekstrum Islendinga og varnarliðsins. í Banda- ríkjunum er mönnum refsað með háum fjár- sektum og allt að 5 ára fangelsi, fyrir að ógna saklausu fólki með skot- vopnum. Ef horft er framhjá þessu leiðinlega tóm- stundagamni varnarliðs- manna, má segja að aldrei hafí verið prúðara lið hér á vellinum en núna sl. 2 ár. Orðvar Iðnþróunarfélag Suöurnesja: Ráðstefna um nýtingu og rannsóknir í fiskiðnaði N.k. sunnudag kl. 13 hefst á Glóðinni ráðstefna sem Iðnþróunarfélag Suð- urnesja boðar til um nýt- ingu og rannsóknir í fisk- iðnaði. Meðal umræðuefnis verða veiðar og vinnsla kúskeljar, nýting á slógi, fiskfóðursrannsóknir, nýti- legar fisktegundir og möguleikar á frekari nýt- ingu ýmissa skel- og krabbadýra við ísland. Frummælendur verða Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráð- herra, Sigurjón Arason, deildarverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, dr. Jónas Bjarnason, deildarverk- fræðingur Rannsóknar- sjofnunar fiskiðnaðarins, Ólafur V. Einarsson, úti- bússtjóri Hafrannsóknar- stofnunarinnar í Ólafsvík, og Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun. - epj. VÍKUR-fréttir vikulega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.