Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 16. janúar 1986 15
Lið frá Suðurnesjum vann
Reykjavíkurmðtið í keilu
Lið frá Suðurnesjum
varð Reykjavíkurmeistari
í keilu er það sigraði Vík-
ingasveitina úr Reykjavík
í úrslitum mótsins í keilu-
salnum í öskjuhlíð, sem
lauk í des. sl. Suðurnesja-
liðið var skipað þeim
Sigurði E. Ingasyni,
Hjalmtý Ingasyni, Jóni A.
Jónssyni, Skildi V.
Árnasyni og Stefáni
Bjarkasyni, sem var
varamaður.
Sérstök deildakeppni
s. og var keppt í tveim-
deildum. Fjögur efstu
var háð frá miðjum okt. til
des.
ur
liðin í hverri deild aunnu
sér rétt til að keppa í 1.
deild í liðskeilu sem mun
hefjast nú í janúar. Suður-
nesjaliðið sem nefnir sig
P.L.S., vann sína deild
með nokkrum yfirburðum
og mun því keppa í 1.
deild.
Reykjavíkurmótið í
keilu varhaldið í nóv.-des.
Lið P.L.S. komst í gegnum
undanrásir og keppti
Sigurður E. Ingason, fyrirliði P.L.S.-liðsins, tekur við sigurlaununum.
Næstur honum er Skjöldur Árnason, Jón A. Jónsson og loks Stefán
Bjarkason. Á myndina vantar Hjálmtý Ingason. - Ljúsm.: v.v.
Ömurleg aðkoma
G.K. hringdi:
Það hefur verið árlegur
viðburður hjá mörgum að
setja ljós og skreytingar á
leiði látinna ættingja sinna
yfir jól og áramót. Hefur
kirkjugarðurinn þannig
sett fallegan svip á
umliverfi sitt.
A þrettándanum þegar
ég fór til að taka ljósin af
leiðinu, var aðkoman öm-
urleg. Búið var að brjóta
ljósaperur af því, svo og
mörgum í kring, og göngu-
stígurinn var allur í gler-
brotum.
Það er næsta vist, að
þarna hafa börn eða ungl-
ingar verið að verki, en
óskaplega hefur eirðarleysi
þeirra verið mikið til að fara
Tíður
þjófnaður
úr fötum
Að undanförnu hefur
verið all mikið um það að
stolið sé úr fötum eða yfir-
höfnum sem skilin eru eftir.
Sem dæmi þar um fékk lög-
reglan þrisvar í síðustu viku
tilkynningu um að stolið
hefði verið úr fötum er
hengu á snögum í Iþrótta-
húsinu í Keflavík, meðan
eigendur voru við æfingu í
húsinu.
Er foreldrum því ráðlagt
að hvetja börn sín til að
skilja ekki eftir verðmæti í
fötum sínum við slíkar að-
stæður. - epj.
inn í kirkjugarð og ráðast á
leiðinn og fá útrás á ljósa-
perum. Vona ég svo sann-
arlega að þetta verði í síð-
asta sinn sem ég verð vitni
að svona löguðu.
síðan við Víkingasveitina
og sigraði eins og áður
segir. Víkingasveitin er
skipuð 4 af bestu leik-
mönnum úr Rvík. Úrslita-
leikurinn var mjög jafn og
skemmtilegur, en Suður-
nesjamenn höfðu sigurinn
á brott með sér og Reykja-
víkurmeistaratitilinn í
keilu 1985.
Þrjú hæstu skorin í
keppninni áttu liðsmenn
P.L.S. og svo fékk Jón A.
Jónsson hæsta heildar-
skor sem náðst hefur í
keilusalnum til þessa, alls
679 stig í 3leikjum. - pket.
Auglýsingasíminn er 4717
Njarðvíkingar
athugið
Skrifstofa félagsmálafulltrúa er á bæjar-
skrifstofunni, Fitjum.
Viðtalstími frá kl. 10-12 alla virka daga.
Móttaka atvinnuleysisskráningar er á
föstudögum og mánudögum frá kl. 10-12.
ATHUGIÐ: Síminn er 2575.
Félagsmálafulltrúi
o
Fasteigna-
gjöld
Fasteignagjöldum verður skipt niður á fimm
gjalddaga, þ.e. 15. jan., 15. feb., 15. mars, 15.
apríl og 15. maí.
Þeir gjaldendur sem ætla að nota sér þessa
fimm gjalddaga, verða að standa i skilum með
hvern, annars fellur öll skuldin í gjalddaga.
Bæjarsjóður - Innheimta
-ÞJÖNUSTUAUGLÝSINGA R-
Almennar bílaviðgerðir
Mótorstillingar - Hjólastillingar
M. Guðbergsson
Vinnusími: 7139
Heimasími: 7185
STEINSTEYPUSÖGUN
Gerum föst verðtilboð.
MARGEIR ELENTINUSSON
Get bætt
við mig
verkefnum
Málningarþjónusta Óskars
Sími 7644
Ljúffengar pítur
á okkar bæ . . .
Munið heimsendingarþjónustuna um
helgar í síma 4202 eða hjá
leigubílastöðvunum.
+ y