Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 16. janúar 1986 13 Sjúkrahús - Keflavíkurbær - Atvinnumál: Spurningar - Svör óskast Sjúkrahúsið Það kemur fram í blöð- um öðru hverju, að við Suð- urnesjamenn þurfum að byggja langlegudeild við Sjúkrahúsið. Víst er það bráðnauðsynlegt. Þótt fyrr hefði verið. Er ekki eðlilegasta og ódýrasta lausnin, að lyfta þaki nýja Sjúkrahússins og byggja þriðju hæðjna sem langlegudeild? Ég veit að í undirstöðum hússins var gert ráð fyrir þeim mögu- leika. Þannig leystu þeir í Hrafnistu í Hafnarfirði sín húsnæðismál. Einhver segir víst að ekki sé gert ráð fyrir lyftu í nýja Sjúkrahúsinu, en þann vanda má leysa með því að byggja lyftuhús við austur- enda hússins. Það er ekki nauðsynlegt að byrja alltaf upp á nýtt, í öllum peninga- vandræðunum, og byggja jafnvel aðeins eina hæð, sbr. nýju Heilsugæsluna. Keflavíkurbær Svo eru það húsnæðis- vandræði Keflavíkurbæjar. Ef Arni Samúelsson eign- ast aftur áður seldan hlut sinn í Víkurbæjarhúsinu, væri þá ekki ráð fyrir Keflavíkurbæ að leita eftir kaupum á öllu húsinu, fyrir skrifstofur og stofnanir og ef til vill fleira á vegum bæj- arins, enda húsnæðið fjórar hæðir? Sérleyfisstöðin gamla gæti áreiðanlega fengið eitt- hvert gott hlutverk í þágu bæjarbúa, t.d. æskulýðs- hús? Selja á hlut Keflavíkur- bæjar í KK-húsinu, enda nýtist sú eign ekki bæjar- búum sem skyldi. Það sölu- verð gengi upp í kaupin á Víkurbæjarhúsinu. Einnig þeir peningar sem nú eru greiddir fyrir leigu á skrif- stofuhæð Hákonar Krist- inssonar í Stapafelli, að Hafnargötu 32. Hvað var sú leiga há á ár- inu 1985? - Svar óskast. Þær hugmyndir, að leigja hús- næði fyrir skrifstofur í fyrir- huguðu húsi Keflavíkur- verktaka við Vatnsnestorg, eru fáránlegar. Að gera okkur að leiguliðum til frambúðar, er nú ekki merki um stórhug ráða- manna, enda ákaflega mik- il deyfð, svo ekki sé meira sagt, yfir bæjarmálum, - utan íþróttanna. Þurfum við ekki að breyta einhverju og bæta í okkar stjórnsýslu? Athuga málin á skrifstofum, fyrir- tækjum og stofnunum bæj- arins. Það má ef til vill fækka starfsmönnum og hagræða hlutunum til sparnaðar, eins og víða er verið að gera annars staðar. Sem sagt, halda „Væri ekki ráð fyrir Keflavíkurbæ að leita eftir kaupum á öllu húsinu fyrir stofnanir og ef til vill eitthvað fleira... ?“ segir grein- arhöfundur. Tvö innbrot í íbúðarhús í Keflavík Sl. fimmtudag var brotist inn í íbúð að Há- teig 21 í Keflavík og stolið þaðan um 12 þús- und í peningum. Ertalið aðeinhver kunnugurhafi verið þar að verki. Áður en innbrotið var framið var hringt nokkrum sinn- um í síma íbúðarinnarog spurt eftir ókunnugu nafni, og er talið að þar hafi þjófurinn verið að verki, og hafi hann með þessu verið að kanna hvort einhver væri heima. Sama dag var brotist inn í mannlausa íbúð að Aðalgötu 10 og stolið þaðan ýmsum húsmun- um, auk þess sem skemmdir voru unnar. Bæði þessi mál eru í rannsókn og eru allar upplýsingar vel þegnar hjá lögreglunni. - eþj. betur um fjármunina, til þess að bærinn geti eignast þak yfír höfuðið, eins og sagt er, o.fl. sem okkur van- hagar um. Atvinnumálin A þessum árstíma ganga margir um atvinnulausir. Öll frystihús lokuð - skipin sigla með aflann og sum fara í ,,klössun“. - Þetta er orðið staðbundið ástand. Ekkert breytist frá ári til árs - engin ný atvinnuuppbygg- ing. Er það satt að bæjaryfir- völd hér hafi ekkert viljað ræða við forráðamenn Henson-fataverksmiðjunn- ar, þegar þeir komu hingað til Keflavíkur til þess að at- huga aðstöðu og mögu- leika á stofnun fataverk- smiðju hér? - Svar óskast. Þeir hjá Henson fóru síðan upp á Akranes og stofnuðu sína verksmiðju þar, - bæjarbúum þar til mikillar ánægju og hagsbóta. Ekkert er gert hér af hálfu bæjaryfirvalda til þess að efla atvinnulífið eða stuðla að stofnun iðnfyrir- tækja. Mættu ráðamenn taka þá á Akranesi til fyrir- myndar, sem vinna mark- visst að iðnaðaruppbygg- ingu þar. Ég skora á bæjarbúa að láta frá sér heyra um þau mál sem imprað hefur verið á hér, svo og önnur málefni bæjarins. Rétta aðila bið ég góðfús- lega um svör. Einnig skora ég á alla stjórnmálaflokka hér að hafa sameiginlegan borgarafund um alla mála- flokka sem varðar kefla- víkurbæ og íbúana. Lifið heil. Erna Gunarsdóttir Skrifstofur okkar eru fluttar að Vesturbraut 10A, Keflavík. sss Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja Iðnþróunarfélag Suðurnesja Sorpeyðingarstöð Suðurnesja tilkynnin Skrifstofur okkar eru fluttar að Vesturbraut 10A, Keflavík. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefst föstudaginn 17. janúar. SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK NYTT A ÞRISTINUM ÓDÝR MATUR í HÁDEGI til að taka með heim eða borða á staðnum. TILBOÐSRÉTTIR VIKUNA 20.- 25. JANÚAR: Mánudagur 20. jan.: Pönnusteiktur fiskur. kr. 240 Þriðjudagur 21. jan.: Kálbögglar ........ kr. 250 Miðvikudagur 22. jan.. Fiskibollur . kr. 250 Fimmtudagur 23. jan.. Sviðasulta ........ kr. 270 Föstudagur 24. jan.. Pottréttur ......... kr. 295 Laugardagur 25. jan.. Kjötbollur . kr. 280 icTMatStofaii ÍÍSfHÍÍHH Brehhustíg 37 • sími 3688 Njardvih ÁVALLTí LEIÐINNI. sssssssssssssssssssssss

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.