Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 6. mars 1986 \iimn fuUit Útgefandi: Víkur-fréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæð - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Emil Páll Jónsson, heimasími 2677 Páll Ketilsson, Auglýsingastjóri: heimasími 3707 Páll Ketilsson Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavfk Bæjarmála- fundur Al- þýðuflokksins Alþýðuflokksfólk! Bæjarmálafundur verð- ur haldinn n.k. mánudagskvöld 10. mars kl. 20.30. í Bárunni, Hringbraut 106, Keflavík. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarkosningarnar. 2. Alþýðuflokkurinn 70 ára. 3. Önnur mál. Stjórnin Tónleikar Karlakórinn HREIMUR heldur tónleika í Félagsbíói á morgun, föstudag, kl. 20.30. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Heiðarbraut 17, Keflavik: 138 m2 nýlegt einbýlishús ásamt 45 m2 bílskúr. Eignin er mjög vel staðsett. 5.000.000 Heiðarholt - Keflavík: Til sölu rúml. 100 ferm. nýleg parhús ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eignum möguleg ........ 2.800.000 Fokhelt einbýlishús við Móaveg 5, Njarðvík ... 2.000.000 Eldra einbýlishús við Holtsgötu í Njarðvík .... 1.500.000 3ja herb. neöri hæð við Fífumóa í Njarðvík ... 1.850.000 2ja herb. frágengin íbúð við Fífumóa í Njarövík 1.350.000 Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð v/Hjallaveg, Njarðv. 1.650.000 3ja herb. rishæð við Hátún, laus strax ...... 1.200.000 3ja herb. íbúðir við Mávabraut .............. 1.450.000 4ra herb. góð efri hæð viö Háteig m/bílskúr. Sér inng., laus strax ........................... 2.600.000 95 m2 raðhús m/bílskýli, góöar eignir........ 2.100.000 Raðhús m/bílskúr við Greniteig. Skipti möguleg á ódýrari eign .............................. 2.900.000 TJARNARGATA 20, KEFLAVlK: Stórt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt'versl- unar- eða iðnaðarhúsnæði .................... 4.700.000 Úrval eigna á skrá á öllum Suðurnesjum. Upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavik - Simar: 3441, 3722 VÍKUR-fréttir Dreymdi að mér hefði áskotnast miklir peningar - segir Ragnar K. Hallsson, ungur Keflvíkingur, sem vann tæpa milljón í getraunum Segja má að Ragnar Kristbjörn Hallsson, tæplega 22 ára gamall Keflvík- ingur, sé þessa stundina einhver ánægðasti maður á Islandi. Ragnar var nefnilega einn með tólf rétta í íslenskum Getraunum á dögunum. Afþví til- efni heimsóttu Víkur-fréttirþennan lukkunnarpamfíl til að spjalla við hann. Hvenær og hvernig fréttir þú af því að þú hefðir unnið í Getraun- unum? „Það var þegar ég mætti til vinnu á mánu- dagsmorgninum. Þá sýndi ég vinnufélögum mínum seðilinn og þeir sögðu að þetta liti nokk- uð vel út. Síðan hringdi ég í íslenskar Getraunir og þar var mér sagt að ég hefði unnið 987.21 1 krónur. Ég kom nú ekki upp einu einasta orði næstu tvær mínúturnar. Þetta kom mér algjör- lega á óvart, ekki síst vegna þess að þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt t þessu“. Hvernig seðil varstu með? „Ég var með einn gulan og einn hvítan, en það var hvíti seðillinn sem vinningurinn kom á. Það var reyndar vinnufélagi minn sem aðstoðaði mig við að fylla hann út. Hann ákvað öll úrslitin nema tvö síðustu, þau ákvað ég“- „Fylgist þú eitthvað með ensku knattspyrn- unni? ,,Nei, ekki neitt. Nema það, að Man. Utd. er mitt uppáhaldslið og ég fylgist með þeim“. Hvernig varð vinnufé- laga þínum við þegar þú vannst á seðilinn? „Hann var svolítið sár næstu tvo daga, en hann er að jafna sig núna“. Hvað varð til þess að þú byrjaðir að tippa? „Það var bara for- vitni, það er mikið um þetta á vinnustaðnum mínum. En ástæðan fyrir því að ég tippaði í þetta skipti var að mig dreymdi að mér hefði áskotnast ein eða tvær milljónir, þannig að ég fór að spyrjast fyrir um hvað draumurinn gæti merkt. Þá var mér ráð- lagt að spila í happ- drætti eða einhverju því um líku, og það varð úr að ég gerði það, og vinn- ingurinn kom“. Hvað á svo að gera við „aurana?“ „Ég er að kaupa mér íbúð í Njarðvík og ætli ég losi mig ekki við skammtímalánin og megnið af húsnæðis- stjórnarláninu. Nú, svo langar mig að kaupa mér nýrri bíl“. Eftir þessi orð þökk- uðum við Ragnari fyrir spjallið og efumst ekki um að þessir peningar eigi eftir að koma sér vel fyrir ungan mann sem stendur í íbúðarkaup- um. - gjó. Varnarliðið svarar: Tímabundnar ráðningar framlengdar Unnið að lausn mála í Public Works Friðþór Eydal, blaða- fulltrúi Varnarliðsins, hefur óskað eftir því að eft- irfarandi svör verði birt vegna greina í síðasta tölu- blaði: „Tímabundnar ráðning- ar starfsmanna hafa verið framlengdar, en ekki er gefið leyfi fyrir ráðningum nýs starfsfólks á meðan nú- verandi ástand varir. Starfsfólk úr framkvæmda- deild Varnarliðsins (Public Works) hefur borið fram kvörtun, sem er almenns eðlis, án einstakra atriða. Eru viðræður í gangi til að komast að því, hvaða vandamál þarna séu á ferð- inni“. Á ofanrituðu er því ljóst, að ekkert verður úr upp- sögnum sem fyrirhugaðar voru hjá 56 starfsmönnum, og vegna þrýstings Víkur- frétta eru líkur á því að lausn fáist í máli starfs- manna Public Works. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.