Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Glæsilegt einbýllshús ásamt stórum bílskúr viö Norðurgarö. Nánari uppl. um söluverö og greiösluskilmála gefnar á skrifstofunni. Einbýlishús við Faxabraut ásamt bílskúr. Skipti á 3ja eða 4ra herb. íbúö koma til greina . 4.600.000 5 herb. sérhæð við Hringbraut ásamt bílskúr í mjög góðu ástandi. Sér inngangur .. 3.100.000 3ja herb. ibúð við Hringbraut, góöir greiðsluskil- málar.............................. 1.350.000 2ja herb. ibúð við Heiöarhvamm í góðu ástandi 1.400.000 NJARÐVÍK: Raðhús við Hlíðarveg ásamt bílskúr. Engaráhvil- andi skuldir ...................... 3.300.000 GARÐUR: Úrval fasteigna á söluskrá m.a. við Garðbraut, Rafnkelsstaðaveg, Sunnubraut og víðar. Birkiteigur 24, Keflavik: 172 ferm. með bílskúr. Hús- ið er i mjög góöu ástandi. 3.800.000 Heiöargaröur 10, Keflavik: Vandað hús, 180 ferm. með bílskúr. Skipti á 3ja-4ra herb. íbúö koma til greina. 4.300.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 /o ksins , loksins 10 ára fermingarafmæli árgangs 1962 í Keflavík verður haldið á Glóðinni 15. mars n.k. Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig hjá eftirtöldum sem allra fyrst: • Jóna Guðjóns • Svenni Ævars sími1549 sími 4257 • Sigga (litla) • Óli Róberts sími 3451 sími 7180 • Hrefna (Kollu) • Palli Ket. sími1482 sími 3707 Miðaverð kr. 750. Innifaliðer: Pottrétturum miðnætti. Góð skemmtidagskrá hefst stundvíslega kl. 21.30. - Mætum tímanlega. Þetta verður alvöru partý, krakkar! Undirbúningsnefndin Slysavarnadeild kvenna, Keflavík: AÐALFUNDUR verður haldinn í Iðnsveinafélagshúsinu, mánudaginn 10. mars kl. 21. Konur, fjölmennið! Stjómin Víkur-fréttir vikulega Svarta loppan Hugleiðing um rafmagnsmál á Suðurnesjum Þegar rafveiturnar á Suð- urnesjum voru sameinaðar voru margir sem trúðu því, að það væri byggðunum til góðs. Aðrir létu í sér heyra, sem töldu það vafasaman ávinning. Ég óttaðist það mest að þetta ónýta veitudrasl RARIK yrði Suðurnesja- búum ofviða að reka og halda við. Það hefur sýnt sig að lækkun sú er varð á rafmagninu við sameining- una hefur verið sama eðlis og múll á dýr sem skal af- lífa, múll er nauðsynlegur til að hengja það við aftöku. Við síðustu útsendingu orkureiknings hækkar bæði rafmagn og vatn um 14% og hefur þá vatnið hækkað um nálægt 50% á tæpu ári, sem næst. Svo er annað sem ég hef tekið eftir. Meðan Rafveita Miðneshrepps var til, voru götuljósin ævinlega í lagi, en fyrri hluta febrúar voru sex staurar ljóslausir, á þeim stutta spotta frá heim- ili mínu að vinnustaðnum, að ég held í 10-12 daga. Það man ég ekki eftir að hafi skeð hér áður. Það læðist að manni sá illi grunur, að hin svarta loppa einræðis og einokun- ar hafi nú náð að breiða úr sér á yfirráðasvæði Hita- veitu Suðurnesja. Þeir sem mest gala um nauðsyn sam- einingar sveitarfélaganna á Suðurnesjum ættu að gefa þessum málum öllum víðari sjóndeildarhring en Nú þegar lokið verður við að samræma allar starf- rænu símstöðvarnar á Suð- urnesjum, sem ætti að vera í lok þessa mánaðar, verður símaþjónusta á Suðurnesj- um gerð að einu gjaldsvæði. Hefur ráðherra staðfest það fyrirkomulag. Er þetta mikill sigur fyrir mér virðist koma fram í ýmsum málum SSS. Guðmundur Vigfússon, Sandgerði Suðurnesjamenn og þá sér- staklega þá sem búa fyrir utan Keflavík-Njarðvík, því þetta fólk þarf mikið vegna stjórnsýslunnar, að hafa samband við fyritæki og stofnanir á Keflavíkur- Njarðvíkursvæðinu og hef- ur komið í ljós að mishátt símgjald er ranglátt. - epj. Póstur og sími: Suðurnesin gerð að einu gjaldsvæði - M°,a! Skjálfti hjá íhaldinu Hinn geysimikli fjöldi í prófkjöri kratanna í Keflavík, virkaði sem skjálfti i herbúðum hinna flokkanna og þá sérstaklega hjá íhald- inu, sem hafði prófkjör- ið opið í þrjá daga en fékk samt aðeins 772 þátttakendur. Á sama tíma uppskáru kratarnir 1151 eftir 2ja daga sókn. Kjörseðlarnir dugðu ekki Þessi mikla þátttaka í prófkjöri kratanna i Keflavík hafði ýmsar spaugilegar hliðar. T.d. þótti það mikil bjartsýni að láta prenta 1000 kjör- seðla, en það dugði ekki og varð tvisvar að fjölga seðlum. Að siðustu sást til formanns kjörstjórn- ar þar sem hann stóð fyrir utan kjörstaðinn rétt fyrir lokun og taldi þá sem komu, í mikilli örvæntingu hvort nægj- anlegur fjöldi kjörseðla væri til. Gott hér - í úreldingu þar Það hefur ekki verið ofsagt að hér á Suður- nesjum sé ruslakista ís- lenskrar útgerðar. Er þá átt við þá þróun að meiri hluti fiskiskipaflotans séu gömul skip, sem talin eru úrelt annars staðar á landinu, enda algengt að hingað séu keypt skip sem aðrir vilja ekki nota. Þessi regla sannaðist í frásögn Vestfirska fréttablaðs- ins á dögunum, þegar sagt var að Haffari frá Njarðvík hefði verið seldur til Súðavíkur, því það fylgdi fréttinni að ekki væri ákveðið hvað gert yrði við skipið þar vestra. Svo gæti fariðað það færi í úreldingu svo hægt væri að fá annað nýtt keypt í staðinn. Þorlákshöfn á Suðurnesjum í síðasta tbl.. birtist fréttatilkynning frá T ó n v e r k i s f. u m tónleika i Grindavík. í textanum stóð ennfrem- ur að haldnir yrðu tvennir tónleikar á Suðurnesjum og þeir fyrri yrðu í Þorlákshafn- arkirkju. Já, það er al- deilis að Reykvíkingar eru búnir að stækka Suð- urnesin. Sveindís með Gylfa Miklar bollaleggingar eru nteðal manna um hverjir verði með Gylfa Guðmundssyni á óháð- um framboðslista við næstu bæjarstjórnar- kosningar í Keflavík. Sjálfur verst Gylfi allra frétta, nema það að Sveindís Valdimarsdótt- ir er þar á meðal. Vogarnir fylgja hinum Sú þróun virðist vera í flestum byggðarlögum á Suðurnesjum þess efnis, að núverandi sveitar- stjórnarmenn gefi ekki kost á sér til endurkjörs, eins og sagt var frá í síð- ustu Molum. Sk v. heimildum Mola mun enginn af núverandi meirihluta í Vatnsleysu- strandarhreppi gefa kost á sér til endurkjörs. Gildi það sama með sveitarstjórann, en hann er eins og kunnugt er einnig oddviti. Raunir Framsóknar Með hverjum degin- um verður það ljósara að raunir Framsóknar- manna í Keflavík eru miklar varðandi fram- boð að vori. Vitað er að forystan hefur rætt við marga aðila, en enginn fengist til að fara í fram- boð nema Drífa Sigfús- dóttir. Virðist því engan veginn vera ljóst hvað verði ofan á á þeim bæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.