Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 20
mun tyuttit Fimmtudagur 6. mars 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. Njarðvík: Spumingin: Ný löndunaraðferð á loðnuhrognum Aka verður samtals um þrjár hringferðir um landið til að koma einum skipsfarmi í bræðslu Á vegum Miðness h.f. hefur verið tekin í notkun ný aðferð við löndum á loðnuhrognum í Njarðvík. Aðferð þessi þekkist þó t.d. í Vestmannaeyjum, en þar þarf þó að fara styttri leið en hérna. Um er að ræða að hrognunum er dælt í gegn um plastslöngu frá skips- hlið og upp í hús ofan við bryggjuna. Hefur Miðnes h.f. því tekið á leigu hluta af skemmum Sjöstjörnunnar sem standa neðan við frysti- hús fyrirtækisins á hafnar- svæðinu í Njarðvík. Áður en hrognunum er dælt upp eftir fara þau í gegnum vélasamstæðu á bryggjunni sem m.a. kreistir hrognin úr loðnunni og forhreinsar þau. Og eftir að þau koma upp í hús fara þau í gegnum aðra vélasamstæðu sem hefur sama markmið þ.e. að hreinsa hrognin. Áður en löndun hefst er skipið látið liggja við bryggju í 10-20 klukku- stundir til þess að auðveld- ara verði að ná hrognunum úr loðnunni. Væri lengra á miðin myndi duga að loðn- an væri að veltast þennan tíma um borð í skipinu. Síð- an, eftir að hrognin eru búin að fara í gegn um framleiðslulínuna upp í hús, eru þau enn látin bíða og nú í 10 tíma eða meira svo allt vatn geti runnið úr þeim. Er þetta allt gert vegna kröfu Japana sem kaupa framleiðsluna. En að síðari biðinni lokinni fer fram frysting hjá Keflavík h.f. Þó framleiðslan þurfi að Við skipshlið fer loðnan i gegnum vélasamstæðu og eftir það fara hrognin í gegnum slöngu upp í Inis, en loðnan sjálf fer á vörubílum til bræðslu. fara í gegn um margvísleg framleiðslustig áður en hún kemst í pökkun, er það þó ekki aðal vandamálið við mótttöku á loðnu í Njarð- vík. Því eitt aðal vandamál- ið er að losna við sjálfa loðnuna. Meltuverksmiðj- an í Njarðvík og Fiski- mjölsverksmiðja Njarðar h.f. í Sandgerði hafa leyst þann vanda að hluta, en þó hefur þurft að aka miklu magni til Hafnarfjarðar í bræðslu, því löndunar- stopp hefur verið í Njarð- vík og Sandgerði. Keyrsla í Hafnarfjörð er meira en að segja það. S.l. sunnudag stóð t.d. yfir löndun úr Hörpunni í Njarðvík og vegna hrogna- tökunnar var aðeins landað 30-40 tonnum á klukku- stund. Samt voru átta bílar í stanslausri keyrslu til Hafnarfjarðar og þurftu þeir að fara sex til átta ferð- ir hver um sig. Samtals eru Aftur fara hrognin í gegnum aðra vélasamstæðu uppi í húsi. þetta rúmlega fjögur þús- und kílómetrar fram og til baka eða u.þ.b. þrisvar sinnum hringleiðina um landið. Þessi þáttur veldur því að fyrirtækið getur ekki tekið á móti öllum þeim loðnuskipum sem áhugi er fyrir. epj. Nýja flugstöðin: Nýja deiliskipu- lagið verður kært - Málflutningur hefst á morgun vegna kröfu Miðneshrepps á byggingaleyfísgjöldum í janúar sl. auglýsti flugvallarstjóri Kefla- víkurflugvallar nýtt deili- skipulag af svæðinu kringum nýju flugstöð- ina, án þess að hafa sam- ráð við hreppsnefnd Miðneshrepps. Sama átti sér stað þegar aðal- skipulagið var sam- þykkt. Þar sem réttur sveitar- félagsins hefur verið hunsaður, mótmælti stjóm SSS þessum vinnu- brögðum í síðustu viku í bréfi til Skipulagsstjórn- ar ríkisins. Jafnframt bar Jón K. Olafsson sveitarstjóri Miðnes- hrepps, upp mótmæli á fundi samráðsnefndar um skipulagsmál í síðustu viku. Er það túlkun Mið- neshrepps, að bygging flugstöðvarinnar sé inn- an lögsögu Miðnes- hrepps og því eigi sveit- arstjórnin að fjalla um skipulagsmál svæðisins. Utanrikisráðuneytið hefur aftur á móti þann skiln- ing á þessu máli að þarna sé um svonefnt varnarsvæði að ræða og þar að auki í eigu ríkis- ins, og það sé því utan- ríkisráðuneytisins að fjalla um mál þetta en ekki Miðneshrepps. Hefur Miðneshreppur því ákveðið að kæra málið til félagsmála- ráðuneytisins. Jafnframt þessari deilu hefur Varnarmáladeild- in eins og áður hefur komið fram, neitað að greiða byggingaleyfis- gjöld til Miðneshrepps og er það mál nú komið til kasta dómstóla. Mál- flutningur mun fara þar fram á morgun. - epj. Hvernig líst þér á nýgerða kjarasamninga? Óskar Þórmundsson: „Vel, það er erfitt að ræða svona um þetta, því þetta er ekki byggt á bjargi. Ef fiskverð lækkar í Banda- ríkjunum er kaupmáttur- inn hruninn, og ef olíuverð- hækkun verður úti í heimi er þetta búið, því á þessu byggjast kjarasamning- arnir“. Arnbjörn Ólafsson: „Eg er mjög ánægður með þá, ég held að þetta hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera“. Ólafur Þór Eiríksson: „Þeir mættu vera betri, fólk lifir bara ekki á þeim launum sem það hefur í dag“. Þórhallur Guðmundsson: „Ég er ekki farinn að skoða þá nógu vel, en von- andi draga þeir niður verð- bólguna“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.