Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. mars 1986 17 SIGUR A SEKÚNDU UMFN vann ÍBK tvívegis í úrslita- keppni KKÍ og leikur í úrslitum Árni Lárusson _ tryggði UMFN sigur á ÍBK, er hann skoraði sigurkörfuna þegar aðeins ein sekúnda var til leiksloka í leik lið- anna sl. föstudagskvöld. Leikurinn endaði með sigri UMFN 75:73. Staðaníhálf- leik var 43:42 ÍBK í hag. Lokasekúndurnar voru æsispennandi. 15.sek.voru til leiksloka þegar ÍBK skoraði og komst þar með einu stigi yfir, 73:72. UMFN fór í sókn en bolt- inn fór útaf, innkast og að- eins ein sekúnda til leiks- loka. Þeir hentu knettinum inná til Árna Lárussonar, hann tók skot utan þriggja stiga línunnar og hitti beint í gegnum körfuhringinn. Njarðvíkur sigur í höfn og þar að auki úrslitaleikur- inn. „Auðvitað var þetta heppni, en þetta er hægt. Aðalatriðið var að fá bolt- ann og ná góðu skoti, það skipti engu máli hvar. Eg sá að Jón Kr. hörfaði frá mér til þess að hafa gætur á Kristni. Þetta varð til þess að ég varð al veg frír, ég fékk svo boltann og skaut. Maður hefur lesið um að svona körfur hafi oft verið skoraðar í bandaríska NBA körfuboltanum. Þessvegna var ég óhræddur við þetta. Ég var viss um að hitta ef ég fengi boltann", sagði Ámi Lárusson um þessa ótrú- legu sigurkörfu sína, sem kom UMFN í úrslitaleik Úrvalsdeildarinnar. UMFN vann fyrri leikinn með sama mun í Njarðvík, 75:73 einnig í æsispennandi leik. Það var ÍBK sem leiddi fyrri hálfleikinn að mestu leyti. Þegar um 10 mín. voru liðnar af leiknum yfir- gaf Valur Ingimundarson völlinn og kom ekki meira við sögu í leiknum sökum veikinda. Undir lok fyrri hálfleiks tók UMFN foryst- una og hélt henni þangað til Jón Kr. kom IBK yfir með glæsilegu skoti rétt innan við miðju, þegar örfáar sek. voru til hálfleiks. Staðan í hálfleik því_ eins og áður sagði 43:42 ÍBK í vil. Seinni hálfleikur ein- kenndist af mikilli tauga- spennu í báðum liðum, sem lýstu sér í slæmum mistök- um á báða bóga. Njarðvíkingar byrjuðu betur og skoruðu l4 stig á móti 7 stigum IBK. En ÍBK-strákarnir náðu góð- um spretti þegar um fimm mín. voru til leiksloka og komust aftur yfir, 67:63. UMFN náði þó að jafna 67:67. Hér eftir skiptust lið- in á að skora þar til Þor- steinn Bjarnason kom IBK í 73:72, en Jjað dugði skammt, því Árni Lárus- son sá til þess að UMFN fór með sigur af hólmi, eins og áður hefur verið lýst. - gjó. Körfuknattleikur unglinga: Naumur sigur UMFN á ÍBK í íþróttahúsinu í Njarð- vík var um helgina 22.-23. feb. 3. umferð hjá 5. fl. A- riðli í körfubolta. Liðin sem kepptu voru UMFN, ÍBK, ÍR, Haukar og UMFG. Skemmtilegasti leikurturn- eringarinnar var án efa leik- Ungur Njarðvíkingur skorar gegn ÍR Ljósm.: mad. ur ÍBK og UMFN, sem þeir síðarnefndu sigruðu með tveimur stigum, eftir fram- lengingu. Haukar sigruðu í riðlinum í þetta skipti, en UMFG féll niður í B-riðiI. Síðasta turneringin hjá A-riðli verður í Seljaskóla helgina 22.-23. mars. Þá ræðst hverjir verða Islands- meistarar 5. flokks í körfu- knattleik. Víst er að UMFN og Haukar muni berjast um titilinn, einnig eru Keflvík- ingar til alls líklegir. Úrslit leikja í turnering- unni voru annars þessi: UMFG - Haukar ... 24:54 UMFN - ÍR ......... 39:26 ÍBK - Haukar ...... 24:40 UMFG - ÍR ......... 30:35 ÍBK - UMFN ........ 33:35 Haukar-ÍR ......... 41:27 UMFN - UMFG ... 32:20 ÍBK - ÍR .......... 24:19 UMFN - Haukar ... 29:49 ÍBK - UMFG......... 45:29 mad. l-X-2 l-X-2 Guðjón Skúlason lætur skot ríða af í eiknum gegn UMFN. Jóhannes og Helgi koma eng- um vörnum við. Ljósm.: mad. r „Areiðanlega svakalega svekkjandi“ „Úrslitaleikurinn leggst vel í mig, sérstak- lega vegna þeirrar hvíld- ar sem leikmenn fá núna fyrir úrslitaleikinn. Haukana hræðist ég ekkert frekar en Valsmenn, við stefnum á sigur", sagði Brynjar Sigmundsson, liðsstjóri UMFN, eftir leik þeirra við ÍBK sl. föstudag. „Ég er mjög ánægður með veturinn, sérstak- lega vegna þess að við misstum góða leikmenn í byrjun, en þeir hafa skilað sér aftur í ungum og efnilegum leikmönn- um, sem hafa staðið sig mjög vel í vetur, eins og t.d. Teitur, með sínar stáltaugar. Ekki vildi ég vera í sporum Keflvík- inganna, það er alla vega hræðilegt að vera með unninn leik og tapa svo á einni sekúndu. Þetta á ekki að vera hægt, en þeir gleymdu einuin manni, og hann hitti. Áreiðanlega svaka- lega'svekkjandi“. - gjó. „Everton vinnur deildina“ „Ég hef ekki tippað mikið í vetur, hef verið með af og til og þá alltaf verið með lítil kerfi", segir næsti spámaður okkar, Gunnar Már Eðvarðsson, starfsmaður hjá Kefla- víkurverktökum og mikill áhugamaður enska boltans. „Það er svo sem ekki spennandi að vera að reyna ein- hver kerfi þegar frestanir eru í hverri viku. Það dregur ör- ugglega pr hjá þeim sem eru með stór kerfi vikulega. Unnið? Ég hef nokkrum sinnum unnið smávinninga, en ekkert í vetur. Uppáhaldslið? Það er Liverpool. Ég er ekki mjög á- nægður með frammistöðu þeirra í vetur, en það er kannski ekki hægt að ætlast til að þeir séu alltaf á toppnum. Ég vona þó að þeir vinni aðra bikarkeppnina. Everton vinnur deildina“, sagði Gunnar Már Eðvarðsson. Heildarspá Gunnars: Leikir 8. mars: Chelsea - Man. City .... 1 Ipswich - Nott. Forest .. 1 Leicester - Coventry ... 2 Bradford - Blackburn . X Cr. Palace - Middlesbro 1 Grimsby - Oldham .... X Leeds - Huddersfíeld ... 1 Portsm. - Barnsley .... 1 Shrewsbury - Fulham .. 2 Stoke - Hull .......... 1 Sundrland - Charlton .. 1 Wimbledon - Norwich . X Enn og aftur 3 réttir Stórspekingurinn Guðmundur Matthíasson gerði ekki stóra hluti á síðasta seðli frekar en 3 spámenn á undan honum. Var með 3 rétta. Kannski að Gunnari takist að koma með örlitla tilbreytingu í árangri spekinga. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.