Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. mars 1986 15 Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Tölvu og 80 diskettum stolið Tveggja mánaða vinna nemenda fer í súginn Tölvu af gerðinni Commodore PC 10 ásamt hugverkum nmenda á 80 diskettum, í eigu Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, var stolið úr skólanum í síð- ustu viku. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar kenn- ari úr tölvudeildinni kom í kennslustofuna laust fyrir hádegi sl. fimmtudag að loknum starfsdögum. Engin merki sáust um inn- brot og engar vísbendingar er að hafa um hver var þarna að verki, en kvöld- vaka var kvöldið áður sem lokapunktur á starfsdög- unum. Er umsjónarkenn- ari fór á brott um kvöldið var stofan læst, en er komið var að morguninn eftir var hurð stofunnar ólæst. „Skaðinn er mikill fyrir skólann og þá ekki síður fyrir nemendurna, því þess- ar diskettur höfðu að geyma heimaverkefni eða glósur nemendanna, sem þau ætluðu að nota fyrir prófin, og það verður erfitt fyrir þau að rifja þetta upp aftur“, sagði Ólafur Sig- urðsson, tölvuumsjónar- maður skólans, í viðtali við Víkur-fréttir. „Þessi þjófn- aður á diskettunum kemur því í sjálfu sér ekki öðrum að gagni“, sagði Ólafur. „Þá er það einkennilegt, að bæði núna og í haust, þegar prentaranum var stolið, var um að ræða hluti úr sama horni stofunnar. I þessari sömu stofu voru margar tölvur, þar af tvær af þess- ari gerð, og voru þær báðar glænýjar eða tveggja mán- aða, og í útliti voru þær eins en sú sem stolið var, var þó hljóðlátari en hin“. Um þennan þjófnað sagði Hjálmar Arnason, skólameistari: „Þetta er mikill skaði fyrir skólann og nemend- urna. Margir liggja undir grun og því er þetta rot- högg á siðgæðið í skólanum og kemur alls konar gróu- sögum og kviksögum af stað. Er það slæmt fyrir allt skólastarfið og andann í skólanum. Þá er þetta bagalegt fyrir nemendurna, enda fer þarna tveggja mánaða vinna þeirra í súg- inn. Við skulum því vona að þetta upplýsist fljótlega. Víkur-fréttir taka undir þessi lokaorð skólameist- ara og skora á almenning Ólafur Sigurðsson heldur á kassa eins og þeim sem slolið var og inni- héll kassetturnar 80. að veita upplýsingar um málið, ef einhver býr yfir slíku, og eins til þeirra sem hér voru að verki, að þeir skili gripnum og diskettun- um. Munu Víkur-fréttir fúslega taka við upplýsing- um urn málið. - epj. Sams konar talva og sú sem stolið var. Starfsfólk Aðalverktaka, athugið Sölufólk og fararstjórar ÚTSÝNAR munu veita ykkur almenna ferðaþjónustu og upplýsingar í húsakynnum Aðalverktaka á Keflavíkurflug- velli, fimmtudaginn 6. mars (ídag) kl. 18.15-20. Verið velkomin. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN ÚRSLITALEIKUR 3. DEILDAR ÍBK-TÝR VP ii n.k. laugardag kl. 14 í íþróttahúsi Keflavíkur. Tvö efstu lið 3. deildar í síðasta leik íslandsmótsins. Bikarinn afhentur í leikslok. KEFLVÍKINGAR - 4 éfm Elvar Sigurðsson, stórskytta ""S"Ær*5 SUÐURNESJAMENN! Theódór, þjálfari Hvað gerir Freyr gegn Tý? Komið og hvetjið Kefivíkinga til sigurs í þessum mikil- væga leik. - Eftir leik ÍBK og Týs leika ÍBK og HK í 2. deild kvenna. ABÓT Á VEXTI ÚTVECSBANKINN Hafnargötu 60 - Keflavík Verslun í sókn! NONNI M Landsbanki og Mi íslands ÆBanki allra landsmanna BUBBI Hringbraut Hólmgarði Keflavíkurflugvelli Sími2170 mnm SPARISJÓÐURINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.