Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 6. mars 198fi VIKUR-fréttir Háseti óskast á netabát er rær frá Keflavík. Upp- lýsingar gefur Hilmar í síma 3450. Mánafélagar \MÁNl/ Vetrarnámskeið verður haldið á vegum fé- lagsins og hefst í kvöld, fimmtudaginn 6. mars, með fundi í Framsóknarhúsinu kl. 20.30. Kennari verður Erling Sigurðsson. Kennt verður eingöngu um helgar. Fræðslunefnd og íþróttadeild Mána a4| Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags ■ Suðurnesja 1 verður haldinn mánudag- \inn 17. mars kl. 20.30 í húsi B ■ / félagsins, Túngötu 22, Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið! Stjórnin NAMSKEIÐ I SÖLUSÁLFRÆÐI OG SAMSKIPTATÆKNl HAGRÆÐING hf heldur námskeið í sölusál- fræði og samskiptatækni í Keflavík dagana 15. og 16. mars 1986 kl. 9-16 báða dagana ef næg þátttaka fæst. Efni: Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra við kaup og sölu. Atferlisgerðir og áhrif þeirra á kaup og sölu. Samtalstækni. Ákvarðanataka og sölumennska. Tilboðsgerð. Samningar og hin ýmsu stig þeirra. Skipulagning söluferðar. Sölubinding og sálfræðileg binding sölu. Persónuleikaþættir og samskiptagerðir, nýting þeirra til áhrifa í sölu. hátttakendur: Námskeiðið er ætlað sölufólki, innkaupastjórum, versl- unarstjórum, afgreiðslufólki og „andlitum fyrirtækja útávið". • Orðvar skrifar: —~ Leikarahæfileikar nauðsynlegir hjá Kananum Við höfum búió vió er- lenda hersetu í landinu í nær hálfa öld. Vegna mikilvægr- ar hnattstöðu landsins og fámennis, verðum við að sætta okkur við aðild að hernaðarbandalagi. En við verðum að gæta okkur á að sitja ekki uppi með ein- hvern rumpulýð, sem við- hefur einhverja nýlendu- stefnu í samskiptum við okkur. Bandaríkin hafa haft Varnarsamninginn síðan 1951. Samskipti þjóðanna hafa oft verið með ágætum á yfirborðinu. En hefur sam- búðin verið svona góð hjá þeim sem mest hafa um- gengist þá, þ.e.a.s. 1000 ís- lenska starfsmenn varnar- liðsins? Dæmi eru um hinar furðulegustu uppákomur í ráðningum og brottrekstri. Það þarf mikla leikarahæfi- leika til að vinna hjá Kan- anum, íslensku verkstjór- arnir þarna eru toppleikar- ar, annars eru þeir ekki verkstjórar lengi. Þessir menn eru í erfiðri stöðu, þeir verða að halda friðinn við sína yfirmenn, kanann, og undirmcnn sína, landann. Dagskipunin í dag getur verið í algjörri mótsögn við þá sem kom í gær. Verkstjór- inn verður að láta sem hann skilji þetta allt fullkomlega, liann má ekki gera neinar athugasemdir, enda er hon- um ekki borgað fyrir að liugsa, síðan verður hann að finna einhverja gáfulega skýringu fyrir þrælana, sem vinna upp verkið frá því í gær með heimspekilegri ró og æðruleysi. Það má ekki hamast og enn síður sofna við vinnuna. Þetta verður allt að vera mitt á milli. Eitt sinn réði sig harð- duglegur íslenskur strákur í vöruskemmu, hann var skorpumaður og kunni ekki á ameríska kerfið. Verk- stjórinn var í þessu tilfelli kani. Svo iila tókst til að stráksi lauk dagsverkinu fyrir hádegi og eigraði svo um í reiðileysi það sem eftir var dags, verkstjóranum til stórvandræða og hrellingar. En verkstjórinn var vanur maður og kunni ráð við því að þetta endurtæki sig ekki. Hann setti strákinn á lyft- ara. I rúmlega hálft ár var stráksi að flytja sömu kass- stæðuna fram og til baka um alla vörugeymsluna. Hann vissi ekki lengur hvað stæð- urnar voru búnar að fara marga hringi í skemmunni, en þá hægði hann loksins á sér. Það getur tekið tíma að kenna þessum skrælingjum að vinna. Ein deildin var í heilt sumar að færa sama malarbinginn til og frá um allan völlinn. í upphafi var hann um 50 bílhlöss, en um haustið var bingurinn kom- inn niður í 3 bílhlöss, hitt hafði troðist í svaðið við flutningana. Önnur deild á vellinum er cingöngu skipuð íslcndingum. Þarhafatopp- arnir náð svo góðum tökum á leikarahættinum, að þeir þykja amerískari en kaninn sjálfur, og er þá mikið sagt. Þar er skyida að tala ein- göngu ensku í vinnunni, nema í aksjón, þá gleyma menn sér í hita vinnunnar og tala bara venjulega íslensku. Þrátt fyrir þessa síendurtcknu yfirsjón, og eins það að taugaveiklun og magasár hrjái liðið, er deildin talin ein sú albesta í heiminum á sínu sviði. Fljótasta leiðin upp virð- ingarstigann innan hersins, er að kæra náungann nógu oft, það sýnir að kærandinn er vel á verði og húsbónda- hollur. Menn leggja oft ásig hinar erfiðustu raunir til að standa þann næsta að ein- hverju bitastæðu. Þeir fela sig i sorptunnum, vakta menn sólarhringum saman, jafnvel eru dæmi um að þeir hafi aðstoðað landann við glæpinn til þess að geta kært hann á eftir. Eitt sinn kvikn- aði í olíuofni á vinnustað, allir þustu út úr bragganum, en allt í einu hljóp einn kan- inn inn í reykhafið og kom út skömmu síðar með kæru- bókina á Islendingana í hendinni. Þjófnaður frá hernum þótti svo sjálfsagð- ur um tíma, að hann var flokkaður undir hirðusemi. A þeim vettvangi standa þjóðirnar nokkuð jafnar, og vafamál hvort hermennirnir eða landinn eru skarpari. Ameríkaninn hefur frá upphafí litið niður á okkur Islendinga, og oft ekki að ástæðulausu, en hann hefur farið afskaplega fínt í að láta það í Ijós. Það má nú vera að þetta hafí oft verið gagnkvæmt, en þegar hann las það svo í íslenskum blöð- um, að landinn væri letidýr, svikull og þjófóttur skræl- ingjalýður, ja, þá varð and- skotinn laus. Hann stein- hætti að ráða Islendinga í vinnu og sagði fjölda manns upp vinnu, án nokkurra haldbærra skýringa, -nema. Af hverju að ausa peningum í þjóð, sem er svo stolt að hún vill ekki taka við þeim? Ameríkaninn rekur engan Hjálpræðisher eða Vetrar- hjálp þarna á vellinum, held- ur fullkomna og afar mikil- væga varnarstöð í vígbún- aðarkapphlaupinu, og það fyrir útsöluprís. Orðvar Leiðbeinendur: Bjarni Ingvarsson, skipulags og vinnusálfræðingur. Nánari upplýsingar og skráning í síma 91-28480 milli kl. 13 og 17 alla virka daga til 13. mars 1986. E HAGRÆDINGhí starfsmenn stjórnun skipulag Rólegt hjá lögreglunni Síðasta vika: Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík var síðasta vika mjög róleg, t.d. var aðeins tilkynnt um fjög- ur umferðaróhöpp og var þar aðeins um eignatjón að ræða. Jafnmargar tilkynn- ingar bárust um innbrot og þjófnaði í þessari sömu viku. Það fyrsta var næst síðasta sunnudag, er brotist var inn í trillu er stóð á kambinum í Njarðvík, og úr henni stolið kompás o.fl. Það var á föstudag stolið útvarpstæki frá Birkiteig 33 í Keflavík, á laugardag var stolið fólksbílakerru fyrir utan Faxabraut 42 og hjól- koppum (heilum) af bif- reið á Vatnsnesvegi. Síðdegis á þriðjudag í síð- ustu viku kom upp eldur í nylon fiskitrolli bak við Atlantor í Keflavík og komst eldurinn í lúgu fyrir frystiklefa á húsinu. Var slökkviliðið kvatt út til að slökkva eldinn. Varð tjón óverulegt, þar sem húsið er ekki í notkun. Þá brenndist maður lítil- lega út frá gufu úr vatns- kassa á bifreið á Grinda- víkurvegi sl. sunnudag. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.