Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. apríl 1986 5 Frá Ahugafélagi um brjóstagjöf á Suðurnesjum: Taka að sér hlut- verk hjálparmæðra Aðalfundur félagsins var haldinn 22. febrúar sl. í húsi Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu 28. Fundurinn var mjög vel sóttur og komu konur úr öllum byggðarlögum á Suð- urnesjum. Einnig komu góðir gestir alla leið úr Kópavogi á fundinn. Auk venjulegra aðalfunda- starfa, voru kynnt hjálpartæki, lesið bréf frá föður, sýndar lit- skyggnur og myndband um brjóstagjöf og lesinn þáttur um stöðu brjóstagjafar á fslandi fyrir 200 árum síðan. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð, og var kaffið selt á 100 kr. Þessi kaffisala er ein af fáum tekju- leiðum félagsins, en kökurnar gáfu félagskonur og kunnum við þeim þakkir fyrir. Formaður félagsins, Berta Guðjónsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og ekki heldur Magnea Reynarsdóttir meðstjórnandi. Félagið þakkar þeim vel unnnin störf í þágu fél- agsins. Fundurinn samþykkti tillögu fundarstjóra um nýja stjórn félagsins, en hún er þannig skipuð: Formaður, Bergþóra Jóhanns- dóttir, Sandgerði, sími 7635 Varaform., Anna Lea Björns- dóttir, Njarðvík, sími 3041 Ritari, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sandgerði, sími 7674 Gjaldkeri, Eydís Eyjólfsdóttir, Keflavík, sími 1324 Meðstjórnandi, Ásdís Friðriks- dóttir, Njarðvík, sími 3160 Til vara, Helen Halldórsdóttir, j Grindavík, sími 8541 og Ragn- I heiður Ásta Magnúsdóttir, Keflavík, sími 4171. Konur úr félaginu fara í viku hverri í heimsókn á fæðingar- deildina, kynna félagið og bjóða aðstoð þeim sem vilja. Á laugardögum kl. 12 er fjölskyld- uleikfimi í leikfimissal Myllu- bakkaskóla undir stjórn Onnu Leu Björnsdóttur, leikfimis- kennara. Fyrsta mánudag hvers mánaðar er fræðslu og umræðufundur félagsins í and- dyri Heilsugæslustöðvarinnar kl.21. Næsti fundur félagsins verður mánudaginn 7. apríl og þá talar Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir um getn- aðarvarnir. Nokkrar konur úr félaginu hafa tekið að sér hlutverk hjálp- armæðra, en í þvi felst að hringja má í þær hvenær sem er, til að leita ráða eða fá upp- örvun. Einnig má hringja í stjórnendur félagsins til að fá upplýsingar. Hjálparmæður eru: Ásdís Friðriksdóttir sími 3160 Berta Guðjónsdóttir, sími 3676 Birna Sigbjörnsd., sími 3369 Eydís Eyjólfsd., sími 1324 Helen Halldórsd., simi 8541 Helga Guðmundsd., sími 3728 Málfríður Jóhannsd., sími 3985 Sigurbjörg Eiríksd., sími 7674 Bergþóra Jóhannsd., simi 7635 Hilmar Jónsson, bæjarbóka- vörður hefur tekið saman lista yfir bækur um meðgöngu, ung- börn, uppeldi og foreldra. í Bæjarbókasafni Keflavíkur kennir margra grasa, bæði nýjar og gamlar bækur. Þó harma megi hve lítið sé til af bókum á islensku um brjósta- gjöf, ber að fagna því að BK á mörk eintök af nýjustu bókunum. Kunnum við Hilmari bestu þakkir fyrir hans framtak og viljum benda foreldrum á að notfæra sér þessa þjónustu. Listann má fá á fæðingardeild- inni og hjá stjórnarkonum. Stjórnin. Nú kemur RÚNAR á Glóðina! Rúnar Marvinsson, hinn landsfrægi yfirkokkur á á Búðum á Snæfellsnesi, verður gestakokkur okkar næstu kvöld, 7.f 8.f 9.f 10. og 11. apríl. Rúnar er heims- frægur á íslandi fyrir sína frábæru sjávarrétti. Hann verður við stjórn- völinn hjá okkur næstu kvöld áður en hann heldur til Búða. Verið velkomin. Boróapantanir ( síma 1777. _ibrids Nú stendur yfir aðalsveita- keppni Bridsfélags Suður- nesja og erstaðafimm efstu sveita eftir sex umferðir þannig: 1. Sv. Sig. Steindórs ...128 2. Sv. Hjálmtýs Bald. ..125 3. Sv. Nesgarðs ..118 4. Sv. Marons Björnss. ...93 5. Sv. Björns Blöndals ...80 Sjöunda umferð verður spiluð í Grófinni n.k. mánu- dag stundvíslega kl.20. í dag, fimmtudag, verður spilaður eins kvölda tví- menningur í Fjölbrauta- skólanum kl.20. Félags- menn og nemendur F.S. eru hvattir til að fjölmenna. Veitt verða peningaverð- laun fyrir I. sætið, 3.000, 2.sætið kr. 2000, 3. sætið kr.1000. Keppnisgjald er kr. 150 á mann. Keppnisfyrirkomu- lag fer eftir fjölda þátttak- enda. Stjórnin. 4499 . ... . . 4499 Auglysing fra Þvottahúsi Keflavíkur Erum flutt í nýtt húsnæði við Grófina 17a. Opið eins og venjulega. Nýtt símanúmer: 4499. Erum með dúkaleigu. Gjörið svo vel að líta inn. Þvottahús Keflavíkur Geymlð auglýsinguna 4499 4499 Flugstöð - Atvinna Vantar verkamenn í handlang hjá múrur- um. Uppl. í símum 91-36467, 91-45393 og 91-76010. VÍK UR-FRÉTTIR - blað sem er lesið upp til agna. VEITINGAHÚSIÐ Vesturbraut 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.