Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. apríl 1986 VIKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Raðhús við Mávabraut í góðu ástandi. Möguleiki á skiptum ..................................... 2.400.000 Raðhús við Heiðarbraut ásamt bílskúr, 193ferm., glæsilegt hús ................................. 4.500.000 3ja herb. íbúð við Hringbraut, góðir greiðsluskil- málar.......................................... 1.350.000 2ja herb. íbúð við Hafnargötu með sér inng., II. hæð, laus ................................. 1.300.000 Nýtt raðhús við Heiðarholt, rúmlega fokhelt .. 2.200.000 Fasteignir i smíðum i Keflavík: Höfum ásöluskrá2jaog 3jaherb. ibúöirviö Heiö- arholt og Mávabraut. Mjög góöar ibúöir. Seljend- ur: Húsageröin hf. og Hilmar Hafsteinsson. Nán- ari uppl. á skrifstofunnl. NJARÐVÍK: 4ra herb. endaíbúð við Hjallaveg. Skipti á minni íbúð koma til greina .................1.700.000 SANDGERÐI: 4ra herb. e.h. við Ásabraut, 125 ferm. m sér inng. 1.700.000 ATH: Höfum góöan kaupanda aö nýrri eöa ný- legri 3ja herb. Ibúö strax. Mávabraut 3c, Keflavik: Raðhús með bílskýli. Húsið er í mjög góðu ástandi. Laust strax .... 2.150.000 Fagrihvammur, Bergi, Keflavík: Húsið er laust strax. Góðir greiðsluskilmálar. Engar áhvílandi skuldir. 1.300.000 Birkiteigur 24, Keflavík: Húsið er í mjög góðu á- standi. Stærð 172 ferm. með bílskúr ... 3.800.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Félagsvist Hafnamenn og aðrir Suðurnesjamenn! Hin vinsælu spilakvöld hefjast í kvöld kl. 21 í Samkomuhúsinu, Höfnum. Spilað verður næstu fjögur fimmtudags- kvöld. - Mætið stundvíslega. Stjórnin ORÐSENDING til fasteignaeigenda í Grindavík Bæjarstjórn Grindavíkur bendir húseig- endum á að láta endurmeta þærfasteignir, sem eru vanmetnar í brunamati, því auk brunabóta eru bætur úr viðlagatryggingu greiddar eftir brunamati. Grindavík, 13. mars 1986. Bæjarstjórinn í Grindavík Innfarir og skemmdar- verk Fjórir olíutankar hverfa Nú von bráðar munu fjórir tankar af tankasvæði Varnarliðsins ofan við Njarðvík hverfa sjónum manna hér syðra. Hefur Varnarliðið afhent Sölu- nefnd varnarliðseigna þátil endursölu og hafa tveir þegar verið seldir Hvali hf. í Hvalfirði, en hinir tveir verða skornir niður. Tankar þeirsemfaraupp í Hvalfjörð verða fluttir eins og þeir sem fóru fyrir nokkrum misserum, þ.a. með flutningavögnum til sjávar og síðan dregnir upp eftir, en hugmyndir fyrir- tækisins eru að breyta hval- vinnslustöðinni í loðnu- bræðslu. Er búið að flytja tanka þessa niður að Háa- leitj. Astæðan fyrir því að hinir tveir tankarnir verða ekki íluttir í heilu lagi í burtu, er að annar er orðinn ónýtur og hinn er of stór til að hægt sé að flytja hann. Því verður að skera þá báða á staðnum, en þeir hafa verið aftengdir og teknir úr notkun. - epj. Um hátíðarnar voru unn- in skemmdarverk í síma- klefanum við pósthúsið í Keflavík. Þá var einnig brotin hurð á pósthúsinu. Aðfaranótt laugardags- ins var farið inn í skúr við Vallarbraut í Njarðvík, þar sem í er stjórnstöð fyrir Kóax-myndbandakerfið í Njarðvík. Var stolið þaðan 14” myndsjá. Þá var lögreglunni til- kynnt um að farið hefði verið inn um glugga á skrif- stofu Sjúkrahússins að Sól- vallagötu 18 í Keflavík og mikið rótað þar til, en ekki er sjáanlegt að neinu hafi verið stolið. - epj. - M°la[ ísins af Iðavöllunum og til Njarðvíkur. Ramrni hf. er að hluta til fluttur inn í Innri-Njarðvík. Prentvillupúkinn Hinn illræmdi prent- villupúki hfði viðkomu í síðustu Molum þegar sagt var frá nýju tíma- riti. Stóð þar að einn að- standenda þess væri Tómas Tómasson (Tómassonar ritstjóra Faxa), en átti auðvitað að vera Tórnas Jónsson (Tómassonar ristjóra Faxa). Leiðréttist þetta hér með. Innbyrðis deilur sprengdu upp fundinn Fundur skólanefnd- arnianna Fjölbrauta- skólans og sveitarstjórn- armanna á Suðurnesj- um tók nokkuð óvana- lega stefnu á dögunum, þegar einn kennara hóf ákveðna gagnrýni á stefnu skólameistarans með stuðningi frá full- trúa Alþýðubandalags- ins í Keflavík. Varð úr þessu mikið karp, sem alls ekki átti að vera á slíkum fundi og nánast skemmdi hann. Sam- kvæmt orðum kennar- ans og fulltrúans veit skólameistari ekkert um hvað er að gerast innan skólans, og eru það stór orð. Bakarí i Rarama? Eins og kunnugt er hefur verksmiðjuhús Ramma hf. við Bakka- stíg í Njarðvik verið til sölu um all langan tíma. Nú hafa Molar hlerað að yfir standi samningar við Ragnarsbakarí um kaup á húsnæðinu og eru þá hugmyndir um að flytja verksmiðju bakar- Pólitískt hanaat Margir telja að senn séu dagar prófkjaranna taldir. Alla vega stækkar sá hópur manna sem telur að prófkjör séu ekki rétta leiðin til að raða niður á framboðs- lista, enda verða því miður stundum hat- rammar deilur í kjölfar úrslitanna. Því er spurn- ing hvort sú nafngift sem Alþýðubandalags- menn hafa gefið próf- kjörunum sé ekki nokkuð sönn, þ.e. „póli- tískt hanaat”. Kari Blómkvist Sem kunnugt er af fréttum gerðist sá ó- vanalegi atburður á dög- unum að verkalýðsfor- ingjar, sem eiga að heita í stjórnarandstöðu, færðu viðskiptaráðherra Matthíasi Bjarnasyni, blórn að gjöf fyrir vasklega frammistöðu í baráttu við bankakerfið. Þingmaður okkar Suð- urnesjamanna, Karl Steinar Guðnason, var í þessum hópi og að sögn Sandkorns þeirra DV- manna hefur hann nú af þessu tilefni hlotiðgælu- nafnið Karl Blómkvist meðal þingmanna. Enginn meðal 50 efstu Athygli hefur vakið að enginn Suðurnesja- togari er rneðal þeirra 50 efstu hvað varðar afla- verðmæti á úthaldsdagá síðasta ári. Hvað veldur er óvíst, því mörg skip annars staðar af Faxa- flóasvæðinu eru^á lista þessum sem LÍU hefur látið gera. Skuldastaða ein- stakiinga birt Bæjarstjórn Grinda- víkur hefur ákveðið að birta lista yfir skulda- stöðu einstaklinga og fyrirtækja, seni skulda gjöld frá fyrra ári. Ligg- ur listinn frammi á bæjarskriftsofunni. Ör- uggt má telja að þessi að- ferð mun vera mjög sál- ræn, þ.e. skussarnir reyni allt sem þeir geta til að komast hjá því að nafn þeirra sjáist á list- anum. Þetta hefur líka ólýðræðislegar afleið- ingar, því þeir sem ekki hafa af einhverri ástæðu ekki getað staðið í skilum, lenda nú milli tanna fólksins. Baldvin Njáls í Gerðabátana? Þó Landsbankinn sé ekki búinn að eiga Hrað- frystihús Gerðabátanna lengi, eða aðeins frá þvi að bankanum var slegið það á nauðungarupp- boði á dögunum, eru nú miklar líkur á að hann sé búinn að fá kaupanda af því. Er hér um að ræða Baldvin Njálsson í Garði, sem hefur hug á að kaupa húsið. Fógeti í bankann? Samkvæmt nýjasta tölublaði Bæjarbótar í Grindavik hefur bæjar- fógetaembættið i Grinda- vík lengi haft í hyggju að eignast betra húsnæði fyrir skrifstofur og lög- regluvarðstofu i Grinda- vík. Beinast nú sjónir einkum að húsnæði Landsbankans við Vík- urbraut, sem losnar er bankinn flytur í nýja húsið ofar við sömu götu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar, enda fjárveiting ekki tií staðar ennþá.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.