Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 3. apríl 1986 VÍKUR-fréttir r Innanhússmeistaramót Islands í sundi: r 7 Islandsmeistara- titlar hjá UMFN Innanhússmeistaramót íslands í sundi fór fram í Sundlaug Vestmannaeyja dagana 21.-23. mars sl. Átta keppendur frá UMFN tóku þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel. Alls unnu Njarðvíkingar sjö íslands- meistaratitla. Helsti árang- ur sundfólks UMFN var þessi: sek. Eðvarð sigraði einnig í 100 m bingusundi á nýju Is- landsmeti, 1:05.28 mín. Þess má geta að bringu- sundið er aukagrein hjá honum, en Eðvarð hefur æft sl. tvo mánuði sérstak; lega fyrir bringusundið. I 100 og 200 m baksundi sigr- aði Eðvarð nokkuð auð- veldlega og var við sína Eðvarð Þór Eðvarðsson setti 2 íslandsmet í Vestmannaeyjum. Eðvarð Þór Eðvarðsson sigraði í 200 m bringusundi á nýju glæsilegu Islands- meti, 2:20.72 mín., og bætti eldra metið um tæpar fjórar bestu tíma. Jóhann Björnsson sigraði í 200 m flugsundi á sínum langbesta tíma, 2:15.07 mín., og bætti tíma Jóhann Björnsson sigraði í 100 og 200 m flugsundi og stórbætti tíma sinn í 200 m. íslandsmeistaramótið í júdó: Góður árangur Suðurnesjamanna -Magnús og Sigurður á verð- launapall á Norðurlandamótinu Fyrri hluti íslandsmóts- ins fór fram laugardaginn . 1. mars sl. í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Keppt var í þyngdarflokkum karla og voru þrír Suðurnesja- menn meðal keppenda. Ómar Sigurðsson, UMFK, keppti í -78 kg. flokki og sigraði nokkuð örugglega eftir úrslitaviðureign við Halldór Hafsteinsson, Ár- manni. Magnús Hauksson, UMFK, keppti i -86 kg. flokki og var öruggur sigur- vegari, vann allar glímur sínar á ,,ippon“(10 stig). Sigurður Hauksson, UMFG, keppti í + 95 kg. flokki og sigraði eftir jafnglími við Bjarna Friðriks son, Á. Sigurði var dæmdur sigur, með dómaraúrskurði vegna meiri sóknar. Seinni hluti mótsins fór síðan fram I4. mars sl. og var þá meðal annars keppt í opnum flokki karla. Þeir Magnús Hauksson og Sig- urður Hauksson, voru meðal keppenda. Þeirunnu báðir sína riðla örugglega og komust áfram í undan- úrslit. í undanúrslitum keppti Magnús við Bjarna Friðriksson, Byrjaði Magn- ús glímuna af hörku og náði að fella Bjarna á YUGO (5 stig) en náði ekki að fylgja eftir þessari byrjun og varð að sætta sig við tap. Sigurð- ur glímdi við Kristján Valdi- marsson, Á, í undanúrslit- um vann örugglega á ,,ippon“. Glímdu þeir Sig- urður og Bjarni þvítil úrslita og var þar hörkuglíma. Sig- urður felldi Bjarna á YUGO (5 stig) en fékk dæmt á sig refsistigið CHUI (-5stig), fyrir ólöglega vörn, þegar glíman var á enda. Voru þeir því jafnir að stigum en Bjarna var dæmdur sigur, með dómaraúrskurði, vegna meiri sóknar. Sem sagt mjög góð upp- skera Suðurnesjamanna á mótinu. Þrjú gull, eitt silfur og eitt brons. Þeir Magnús og Sigurður kepptu um sl. helgi með landsliðinu á Norðurlanda- mótinu í júdó. Komust þeir báðir á verðlaunapall. Sig- urður Hauksson varð annar í opnum flokki og þriðji í-95 kg. flokki. Magnús Hauks- son varð annar í sínum þyngdarflokki, -86 kg. sinn um 8 sek. Jóhann sigr- aði einnig í 100 m flugsund- inu í mjög jafnri keppni, fékk tímann 1:00.77 mín. Annar maður í sundinu fékk tímann 1:00.88 mín. Að lokum kom svo sigur í 4x100 m fjórsundi karla og þar með sjöundi Islands- meistaratitillinn til UMFN. Boðsundsveitin synti mjög gott sund og fékk tímann 4:15.54 mín. Aðeins tæpar2 sek. frá Islandsmetinu í þessari grein. Sveitina skip- uðu þeir Eðvarð, Jóhann Björnsson, Þórður Oskars- son og Eiríkur Á. Sigurðs- Aðrir keppendur frá UMFN stóðu sig einnig vel. Heba Friðriksdóttir komst í úrslit í 100 og 200 m bak- sundi, hún varð 4. í 100 m baksundi á 1:15.70 mín. og síðan náði hún 3. sæti i 200 m á 2:42.49 mín. Ævar Jónsson, ungur og efnilegur sundmaður, komst einnig í úrslit í 100 m baksundi og varð 8. á 1:15.04 mín. Hann synti mjög vel 200 m baksund og komst í úrslit á sínum langbesta tíma, 2:37.40 mín., bætti fyrri tíma um 7 sek. Tværungar sundkonur úr UMFN, Björg Jónsdóttir og Díana Hlöðvesdóttir, tóku einnig þátt í þessu meistaramóti og stóðu sig með stakri prýði þó þær kæmust ekki í úrslit. Stúlkur sem eiga fram- tíðina fyrir sér í sundinu. Að lokum má geta þess að öll framkvæmd við mótið sjálft var til mikillar fyrirmyndar og eiga fram- kvæmdaaðilar, þ.e. SSI og sunddeild ÍBV, þekkir skilið fyrir gott og skemmtilegt Islandsmeist- aramót. - fó./pket. l-X-2 l-X-2 l-X-2 l-X-2 Úrslitin hefjast Góðir lesendur og getraunaspekingar. í dag hefjast úrslitin í getraunaleik Víkur-frétta. Keppnin um nafnbótina „Getraunaspekingur Víkur-frétta 1986“ stendur yfir í flmm vikur og þátt taka fjórir efstu spekingar vetrarins. Þeir eru RAGNAR MARINÓSSON, ÓLAFUR RÓBERTSSON, FINNBJORN AGNARSSON og Studeo-liðið, GÍSLI GUÐFINNS- SON og BJÖRN ÓLAFSSON. Þeir síðastnefndu félagar gátu ekki gert uppámilli sínfyrrí vetur hvor ætti að stilla upp röðinni, svo þeir gerðu það saman. Allir þessir keppendur voru með 7 rétta. Verðlaunin? Jú, það er búið að ákveða hluta þeirra. Aðalverðlaunin, þau sem „Getrauna- spekingur Víkur-frétta 1986“ hlýtur, er ferð á bikarúrslitaleik ensku knattspyrnunnar á Wembley sem fram fer í maí n.k. Ferðina gefur FERÐASKRIFSTOAFN VÍKINGAFERÐ- IR í KEFLAVÍK. Úrslitakeppnin verður með sama sniði og sl. 2 ár. Sá sem verður með sem flesta „rétta Ieiki“ samtals að 5 umferðum loknum, er sigurvegari og fer með Víkingaferðum til Lon- don. Sigurvegari í fyrra var Inga Birna Hákonardóttir. Hún hlaut samtals 35 rétta í úrslita- keppninni. Þátttakandinn í síðustu umferð, Einar Björnsson, fékk þrjá rétta og komst því ekki i úrslitin. Við höfum þetta ekki lengra að sinni, heldur skellum okkur í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar. Hér kemur hún: Leikir 5. apríl: Gísli ogBjörn Ragnar Olafur Finnbjörn Sheff. Wed. - Everton .. Sout’pton - Liverpool .. Birmingham - Luton ... Chelsea - Ipswich .... Coventry - Man. Utd. .. Man. City - Arsenal ... Oxford - Aston Villa Watford - Newcastle ... W.B.A. - Nott’m Forest Huddersfield - Stoke Hull - Sheff. Utd..... Shrewsbury - Charlton . l-X-2 l-X-2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (03.04.1986)
https://timarit.is/issue/390769

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (03.04.1986)

Aðgerðir: