Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 3. apríl 1986 AFGREIOSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. _ ~ ---FÖNJX KE 111: Nýtt glæsilegt skip bætist í flotann -útbúið til alhliða veiða m.a. rækjuvinnsla um borð Á skírdag bættist nýtt glæsilegt 137 tonna fiskiskip í flota Keflvíkinga, er Fönix KE 111 var hleypt af stokk- unum hjá Dráttarbraut Keflavíkur. Skipið er í eigu systurfyrirtækis Dráttar- brautarinnar, er nefnist Vör hf. Skip þetta sem nú hefur verið endurbyggt frá grunni og breytt áýmsan máta, hét áður Jón Agúst frá Garði, og brann á hafi úti í janúar 1978. Skipið var dregið til hafnar og keypti Dráttar- brautin það skömmu seinna. Stóð það úti óhreyft þar til fyrir þremur árum að það var tekið inn í hús og endurbygging hófst. I skipinu er nú 850 hest- afla Caterpillar aðalvél og 85 ha. ljósavél. Fullkomið vindukerfi frá Sigurði Sveinbjörnssyni hf. m.a. tvær 10 tonna splittvindur, tvær 6 tonna grandaravind- ur o.fl. þar á meðal 7 tonna krani. Oll siglingatæki eru af fullkomnustu gerð, aðal- lega keypt af Sónum hf. Alla raflögn í skipið ann- aðist Rafiðn hf., teikningar vegna smíðinnar annaðist Olafur J. Briem, skipaverk- fræðingur. Verkstjórar við smíðina voru þeir Þórður Magnússon, skipasmiður og Njáll Þórðarson, vél- virki. Skipið mun verða gert út á bolfiskveiðar með botn- vörpu til að byrja með, en fer síðan á rækjuveiðar með vinnslu og frystingu um borð. Skipstjóri er Omar Einarsson, stýrimaður Helgi Sigurbjörnsson og vélstjórar þeir Jóhann Eiríksson og Ingólfur Vil- hjálmsson. Aðaleigandi skipsins og Dráttarbrautarinnar er Magnús Axelsson og tókum við hann tali af þessu tilefni. „Með þá reynslu í huga sem við höfum öðlast eftir þessa smíði vil ég fullyrða að ísl- endingar eru fyllilega sam- keppnisfærir við erlenda smíði. Hvað varðar verð og gæði, væri fjármagnskostn- aður ekki svona hár liður hér“ sagði Magnús. „Svo er hin hliðin á þessu máli, hvort ekki megi segja að það sé ótrúleg bjartsýni að ætla sér að fara að gera nýtt skip út, hér á landi, þar sem segja má að þjóðfélagið sé að stórum hluta fjand- samlegt þessari atvinnu- grein, sem færir þjóðarbú- inu 75% gjaldeyristekna. Þó virðist mér þetta viðhorf gangvart útgerð, fisk- vinnslu og tengdum at- vinnugreinum vera sérstak- lega áberandi hér í Keflavík Enda hefur orðið óeðlilegur samdráttur í þessum greinum atvinnulífsins hér. Vil ég færa starfsmönn- um Dráttarbrautarinnar þakkir fyrir vel unnin störf og öðrum þeim sem unnið hafa við þetta verk. Einnig og ekki síst Verslunarbank- anum fyrir frábæra fyrir- greiðslu og skilning við þessa framkvæmd“ sagði Magnús að lokum. -epj. Ómar Einarsson skipstjóri (t.v.) og Magnús Axelsson framkv.stj. Magnús Axelsson braut kampavínsflösku á stefni skipsins áður en það hljóp af stokkunum. Fönix KE 111 rennur út úr húsi því sem báturinn var endurbyggð- ur í. Svona leit báturinn út eftir brunann, þ.e. áður en endurbygging var hafin. Nýtt og endurbætt skip hleypur af stokkunum. VÍKUR-fréttir - málgagn Suðurnesjamanna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.