Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.04.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. aprfl 1986 VIKUR-fréttir 1 1 Auglýsing um aðalskoð- un bifreiða í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu 1986 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1986 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1985 eða fyrr: a) Bifreiöir til annarra nota en fólksflutn- inga. b) Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c) Leigubifreiðirtil mannflutninga. d) Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e) Kennslubifreiðir. f) Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g) Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg af leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1983 eða fyrr. Aðalskoðun í Keflavík 1. apríl ökutæki nr. 2. apríl ökutæki nr. 3. apríl ökutæki nr. 4. apríl ökutæki nr. 7. apríl ökutæki nr. 8. apríl ökutæki nr. 9. apríl ökutæki nr. 10. apríl ökutæki nr. 11. apríl ökutæki nr. 14. apríl ökutæki nr. 15. apríl ökutæki nr. 16. apríl ökutæki nr. 17. apríl ökutæki nr. 18. apríl ökutæki nr. 21. apríl ökutæki nr. 22. apríl ökutæki nr. 23. apríl ökutæki nr. 25. apríl ökutæki nr. 28. apríl ökutæki nr. 29. apríl ökutæki nr. 30. apríl ökutæki nr. . Ö-1951 - Ö-2100 . Ö-2101 - Ö-2250 . Ö-2251 - Ö-2400 . Ö-2401 - Ö-2550 . Ö-2551 - Ö-2700 . Ö-2701 - Ö-2850 . Ö-2851 - Ö-3000 . Ö-3001 - Ö-3150 . Ö-3151 - Ö-3300 . Ö-3301 - Ö-3450 . Ö-3451 - Ö-3600 . Ö-3601 - Ö-3750 . Ö-3751 - Ö-3900 . Ö-3901 - Ö-4050 . Ö-4051 - Ö-4200 . Ö-4201 - Ö-4350 . Ö-4351 - Ö-4500 . Ö-4501 - Ö-4650 . Ö-4651 - Ö-4800 . Ö-4801 - Ö-4950 . Ö-4951 - Ö-5100 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 08.00-12.00 og 13.00-16.00 alla virka daga nema laugardaga. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bif- hjóla og á auglýsing þessi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skai vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavíkog Gullbringusýslu, 4. mars 1986. Jón Eysteinsson. VIKUR-fréttir - sterkur auglýsingamiðill Orðvar skrifar: Ekki þarf lengur að skríða fyrir bankastjórum Hin svonefndu krítar- eöa plastkort hafa heldur betur falliö í frjó- saman jaröveg hér á landi, patent sem hefur nær út- rýmt öllum innistæðu- lausum ávísunum og þeim leiöindum sem þeim fylgdu. Kortin eru einnig aö leysa peningaseölana af hólmi, en þeir eru jú á- visun á gullforöa seöla- bankans og einu löglegu gúmmftékkamir í landinu. Litið er á kortin sem eins- konar gæöastimpil á eigandann. Enginn getur nú orðið talist maöur meö mönnum, nema hann eigi eitt, heist mörg og sjald- séð kritarkort Kortlaus maöur er ekki traustvekj- andi. En þaö getur veriö sleipt á plastinu, ekki siö- ur en á ekfri gjaldmiðli, samanber vísuhending- una: Hann skriplaöi ð skötunni og steinlá í götunni. Margir eru rétt aö komast á hnén eftir jóla- byltuna. Sumir voru reyndar svo rausnarleg- ir fyrir jólin að þeir risa varla upp fyrr en um næstu jól. Kortin eru nefnilega þeirri náttúru gædd aö handhafinn þarf ekki lengur aö skríöa fyrir bankastjórum og biöja um fyrirgreiöslu, heldur öfugt. Þegar korthafinn hefur skroppiö til útianda, og tekiö út á kortið 1-2- 300 þúsund krónur, þaö er vandalaust aö lifa eins og stjómarerindreki, þó maöur eigi í raun ekki fyrir tímabils er ösin slik i mat- vöruverslunum aö allar hillur tæmast jafn óöum og fyilt er i þær, en það merkilega er aö peninga- kassarnir eru lika galtóm- frímerki á póstkort heim, allir gleypa viö kortum. Þá verður viökomandi banki aö fara á stjá og semja um skuldina viö korthafann, eöa senda hann i tugthús- iö. Ef korthafinn kemur sér ekki til útlanda af sjálfsdáðum, þá sendir krítarkortafyrirtækiö hon- um farmiða í formi happ- drættisvinnings, og gefur honum í skyn meö endur- gjaldslausri ferðatrygg- ingu, aö sletta nú vel úr klaufunum. Þaö er hægt að kaupa nánast allt milll himins og jarðar út á kortin, farseðla, hóteiþjónustu, matvöru og jafnvel brennivín af leigubilstjórum. Ekkert alvörufyrirtæki lætur þaö spyrjast, aö það taki ekki við korti sem greiðslu, enda þýddi þaö minnst 40% samdrátt í viöskipt- um. Fyrstu daga úttektar- ir aö kvöldi, allir versla í plasti. Persónuskilríkja er afar sjaldan krafist hériendis, og eru „30% kjarabætum- ar hjá Hagkaup ekkert á móti krítarkorti nágrann- ans. Þess veröur vart langt aö bíöa að eitthvað enn sjálfvirkara patent komi í staö krítarkortanna eins og gróskan er núna i öllu viöskiptalífi. Orövar ✓ Guðmundur Vigfússon, Sandgerði: H.S. er eina fyrirtækið sem sent hefur menn til þjófaleitar hjá mér í Víkur-fréttum 2. mars ritar Júlíus Jónsson nokkr- ar skýringar vegna greinar- stúfs er ég átti í sama blaði 6. mars. Hann nefnirþarað hann skilji ekki vel útreikn- ing minn vegna útsendra reikninga Hitaveitu Suður- nesja í feb. ’85 og feb. ’86. Engin furða, því annar var 1660 kr., hinn 2.135 kr. Að sjálfsögðu er sú hækk- un 28.6% og bið ég Júlíus velvirðingar á þessum mis- tökum mínum. Ég er Júlíusi þakklátur fyrir þessa grein að flestu leyti. Það er eitt, hann virðist eitthvað vantrúaður á að ég fari með rétt mál gagn- vart götuljósum er ég nefndi. Mér fannst fara nokkuð vel á því, minnug- ur þess að HS er eina fyrir- tækið sem ég hef átt ein- hver viðskipti við og á- stæður hefur séð til að senda menn til þjófaleitar hjá mér (og ekki bara mér, heldur öllum Suðurnesja- búum, og borið fólk í byggðum Suðurnesja þjóf- sökum í fjölmiðlum og jafnvel nefnt þar ákveðnar tölur). Og minnugur þess að HS er eina fyrirtækið sem hefur látið mig greiða dráttarvexti af reikning sem ég þó greiddi langt fyrir eindaga. Það er nefni- lega þannig í mínum huga að HS var byggðum hér óskabarn, sem virðist að ýmsu leyti hafa þróast í vandræðabarn, sem fallið hefur í flottræfilshátt og bruðl. Vandræðabarn sern t.d. í krafti einokunar lætur fólk borga sama verð fyrir bæði 68° heitt vatn og 80°. Ég vona samt þegar ég ber saman vinsamlegar skýringar Júlíusar og áður hrokafullar greinar Ingólfs Aðalsteinssonar, að þetta horfi allt til bóta, og vona að Júlíus virði méráhyggj- ur mínar til vorkunnar, því ég vil Suðurnesjabyggð- um allt hið besta og veg þessarar byggðar sem mestan. En ég vildi líka að innan þessara byggða ríkti jafnrétti, þar sem sameig- inlegir hagsmunir liggja í sama götuslóða. Athuga- semd frá Lions og Rotary Forráðamenn Lions- klúbbsins Óðins í Keflavík, Lionsklúbbs Keflavíkur og Rotaryklúbbs Keflavíkur hafa haft samband við blaðið vegna lesendabréfs um reglulega matarfundi í einum klúbb á Keflavíkur- flugvelli. Segja þeir að þetta eigi ekki við um umrædda klúbba.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.