Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 11

Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 11
10 Fimmtudagur 10. apríl 1986 VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. apríl 1986 11 Rut Jónsdóttir Halldóra Magnúsdóttir er 19 ára, fædd 19. júní 1966. Hún er Keflvíkingur í húö og hár og stundar nú nám í Fósturskóla íslands. Halldóra hefur mikinn áhuga á upp- eldismálum og vill gjarnan starfa á því sviöi í framtíðinni. Áhugamál önnur en sem tengjast náminu eru íþróttir. Hún leikur körfuknattleik meö 1 .deildarliöi UMFN en stundar einnig likamsrækt og sund. Foreldrar Halldóru eru Einhild- ur Pálmadóttir og Magnús Jónsson. Halldóra er 171 cm á hæð. Sigríður Sigurðardóttir er tvítug, fædd l.desember 1965. Hún er Keflvíkingur og starfar hjá Samvinnutrygg- ingum í Keflavík. Sigríður segist kunna ágætlega við starfið en hafi þó áhuga á að reyna eitthvað annað. (frítíma sinum tekur Sirrý oft upp lóðin og styrkirkroppinn í likamsrækt. Henni finnst líka gaman að ferðast en gef- ur sér einnig tíma til að sauma ýmislegt sér til ánægju. Foreldrar Sigríðar eru Ágúst- ína Albertsdóttir og Sigurður Arason. Sigríður er 169 cm á hæð. Gróa Björk Hjörieifsdóttir er 19 ára, fædd í Fteykjavík 12. desember 1966 en býr nú í Keflavík. Hún starfarsem einka ritari hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Gróa á sér mörg áhugamál s.s. Ijósmyndun, ferðalög, tungumál og líkams- rækt. Næsta haust stefnir hún að því að Ijúka verslunarprófi i Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Foreldrar Gróu eru Guðbjög Guðmundsdóttir og Hjörleifur Magnússon. Gróa er 171 cm á hæð. Hlin Hólm er 19 ára, fædd 10. október 1966. Hún er borin og barn- fædd í Keflavík. Hlín er nem- andi í Fjölbrautaskóla Suður- nesja og stefnir á stúdentspróf á tveimur brautum; eölisfræði- og náttúrufræðibraut. Hún er óráðin með framtiðina en seg- ist geta hugsað sér að fara í nám á erlendri grund. Hlín hef- ur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og æfir körfuknatt- leik með 1. deildarliði (BK. Annar frítími hennar fer meðal annars í lestur góðra bóka. Foreldrar Hlínar eru Brynja Árnadóttir og Helgi Hólm. Hlín er 171 cm á hæð. er 17 ára, fædd 3. ágúst 1968. Hun er Njarðvíkingur. Rut er nemi í hárgreiðslu og sem stendur vinnur hún á hár- greiðslustofunni Desiree i Reykjavík en hluti af náminu er að starfa á stofu og læra hand- bragð meistara í faginu. Hún á eitt ár eftir í sveinspróf og stefnir svo að því að starfa við iðn sína í framtíðinni. Iþróttir hvers konar eru áhugamál hennar. Hún fer oft á skíði í Bláfjöllin en stundar einnig sund, skokk og líkamsrækt. Foreldrar Rutar eru Jóna B. Georgsdóttir og Jóhann Ólafs- son. Rut er 166 cm á hæð. Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir er 21 árs, fædd 30. desember 1964. Hún er Keflvíkingur. Kolbrún starfar nú við af- greiðslu í Apoteki Keflavikur en stefnir að þvi að Ijúka stúd- entsprófi. Hún getur einnig vel hugsað sér að fara í frönsku- nám eða nám tengdu ferða- málum. Kolbrún er mikil íþróttamanneskja og stundar likamsrækt og skokk og hefur einnig áhuga á fatasaum. Foreldrar Kolbrúnar eru Hrefna M. Sigurðardóttir og Gunnar Jónsson. Kolbrún er 171 cm á hæð. í LJÓSUM í PERLUNNI Stúlkurnar hafa fengið sér fallegan lit á kroppinn i Sólbaðsstofunni Perlunni, Hafnargötu 32, Keflavík. STÚDÍÓMYNDIR í NÝMYND Andlitsmyndir af stúlkunum tók Sólveig Þórðardóttir í NÝMYND, Hafnargötu 26, Keflavik. Hér sjáum við hana munda vélina á Sig- ríði Sigurðardóttur. - Allar aðrar myndir af stúlkunum hefur Ijós- myndari Víkur-frétta, Páll Ketilsson, tekið. HEILBRIGÐI OG FEGURÐ Heilbrigð sál í hraustum líkama, segir máltækið. Við tökum undir það og bætum við að heilbrigði og fegurð fara saman. A myndinni er hluti stúlknanna í leikfimi hjá Birnu Magnúsdóttur. ÞÁTTTAKENDUR í UNGFRÚ SUÐURNES Næst komandi laugardagskvöld verður fulltrúi Suður- nesja í Fegurðarsamkeppni Islands valinn en keppni þessi verður á Veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík. Þátttakendur eru sjö. Þær eru Halldóra Magnúsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Gróa Björk Hjörleifsdóttir, Hlín Hólm, Rut Jónsdóttir, Guðný Ingadóttir og Kol- brún Jenný Gunnarsdóttir. Stutt kynning á stúlkunum fylgir myndunum hér í opnunni. Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð fyrir keppnina. í henni eru þrír fulltrúar frá Veitingahúsinu Broadway og tveir frá Suðurnesjum. Verðlaunin sem „Ungfrú Suðurnes 1986“ hlýtur að launum eru glæsileg. Peningaverðlaun og ferð til Italíu sem ferðaskrifstofan Terra gefur, og fleira. Annað og þriðja sætið hljóta einnig vegleg verðlaun og allar stúlkurnar fá viðurkenningarvott fyrir þátttökuna. Stúlkurnar hafa æft sig af kostgæfni fyrir keppnina undanfarnar vikur, m.a. framkomu, undir leiðsögn Sóleyjar Jóhannsdóttur, stundað líkamsrækt og Ieik- fími undir handleiðslu Birnu Magnúsdóttur, farið í Ijósaböð og fleira. Allt auðvitað til að líta vel út. Heil- brigði og fegurð fara vel saman. Umsjónamaður keppninnar er Agústa Jónsdóttir og hún hefur ásamt Oskari Arsælssyni og fleirum lagt til mikla undirbúningsvinnu svo keppnin geti farið fram. Auk þess sem getið er mun Hársnyrtistofan Edilon í Keflavík sjá um hárgreiðslu sem hún og gerði fyrir myndatökurnar og Snyrtistofan Dana sá um förðun fyrir myndatökur og mun einnig gera fyrir lokakvöldið. Kynnir kvöldsins verður Kjartan Már Kjartansson og mun hann kynna stúlkurnar þegar þær koma fram. Það verður því miður að tilkynnast að nú þegar er upp- selt á keppnina. Þegar þetta komst á skotspóna að keppin væri í undirbúningi tók fólk við sér og tryggði sér miða í tíma. En svona meiri háttar viðburður verð- ur að sjálfsögu festur á myndband sem Suðurnesja- menn geta síðan leigt út. Agóðinn af þeirri leigu mun renna óskertur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Mikil vinna liggur að baki keppni þessari og allt hefur verið gert til að heppnast megi sem best. Matreiðslumeistari kvöldsins er Gunnar Friðriksson. Hann mun ásamt fólki sínu framreiða dýrindis veitingar, mat og drykk gestum til handa. En þið lesendur góðir hafið hér þátttakendur í keppn- inni um titilinn „Ungfrú Suðurnes 1986“. Ein þessara stúlkna verður útnefnd næsta laugardagskvöld. - pket. Guðný Ingadóttir er 18 ára, fædd 14. júlí 1967. Hún er Keflvíkingur og stundar nám á málabraut I Menntaskól- anum í Reykjavík. Guðný stefnir á stúdentspróf en hygg- ur siðan jafnvel á nám erlendis. Þess á milli sem Guðnýstund- ar nám sitt af kappi gefur hún sér tíma fyrir áhugamál sín sem tengjast flest íþróttum að nám- inu undanskildu, en það er skokk, leikfimi og aerobic. Foreldrar Guðnýjar eru Krist- rún Pétursdóttir og Ingi Hjör- leifsson. Guðný er 168 cm á hæð.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.