Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 20
yfÍKUR
fyUUií
Fimmtudagur 10. apríl 1986
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717.
Finnbogi Björnsson
„Fyrst og
fremst
traustsyfir-
lýsing við
okkur H-
listamenn
og sveitar-
stjórann“
- segir Finnbogi
Björnsson, sem endur-
kjörinn var í 1. sæti
H-listans í Garði
„Ég er mjög ánægður
með úrslit prófkjörsins og
þá ekki síður þátttökuna í
því“ sagði Finnbogi
Björnsson er blaðamaður
spurði hvort hann væri
ánægður með úrslitin úr
prófkjöri H-listans í Garði
um helgina.
„Skoða ég nú þessi úrslit
fyrst og fremst sem trausts-
yfirlýsingu til okkar H-lista
manna og að stuðnings-
menn listans séu tiltölulega
ánægðir með þau störf sem
við fulltrúarnir höfum innt
af hendi og sveitarstjórinn
á síðasta kjörtímabili.
Vænti ég þess fastlega að
íbúarnir í Garðinum finni
það, að það sé festa í stjórn-
arháttum hjá hreppnum.
Við höfum úrvalsmann sem
sveitarstjóra, þar sem Ellert
er, og vænti ég þess að fólk-
ið kjósi okkur til áfram-
haldandi forystu.“
A ttir þú von á þessu?
„Þegar maður er búinn
að taka þátt í jafnmörgum
prófkjörum og ég er búinn
að gera, þá getur maður bú-
ist við öllu og hef ég kosið
að mynda mér aldrei neina
skoðun á því hvernig próf-
kjör kynnu að fara“ sagði
Finnbogi að lokum.
Spumingin:
Gerir þú verð-
samanburð?
Guðmundur Jóhannesson:
„Já, éggeri það svosann-
arlega og fylgist alltaf með
verðkönnunum“.
Jónasína Þórðardóttir:
„Já, mér finnst verðlagið
vera mjög mismunandi.
Svo fylgist ég dálítið með
verðkönnunum“.
Nýja flugstöðin:
Mun nota eins mikið heitt
vatn og öll Grindavík
Raforkuþörfín eins mikil og í Sandgerði
Á föstudaginn í síðustu
viku var haldinn aðalfund-
ur Hitaveitu Suðurnesja, en
fyrirtækið á 10 ára afmæli á
þessu ári. Á fundinum kom
m.a. fram, að á síðasta ári
urðu þau merku tímamót,
að í fyrsta sinn frá stofnun
þess varð hagnaður af
rekstrinum. Nam hann 85,7
milljónum, sem rann til
jöfnunar á tapi fyrri ára
sem samtals nemur á verð-
lagi ársins 1985, 834,7
milljónir kr.
Fram kom einnig að á
síðasta ári var gengið frá
samningum um orkusölu
og tengingu flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli, bæði
varðandi heitt vatn* og raf-
magn. Flugstöðin verður
mjög stór notandi. Reikn-
að er með að mesta magn af
heitu vatni verði svipað og
notað er í Grindavík (30
1/sek.) og aflþörfin í raf-
magni er áætluð 1,4 MW,
eða svipað og í Sandgerði.
Umhverfis flugstöðina er
síðan áætlað að rísi talsverð
byggð sem væntanlega þarf
umtalsvert vatn og raf-
Mikið um
bensín-
þjófnaði
Að undanförnu hefur
magn.
Arið 1985 varð 3,5%
aukning á sölu héits vatns
til almennings á Suðurnesj-
um, en raforkusalan stóð
því sem næst í stað, en í ljósi
staðreynda um flugstöðvar-
svæðið og laxeldisfyrir-
tækja má ljóst vera að stór-
aukning verður á næstu
árum. - epj.
borið mikið á þjófnaði á
bensíni úr bifreiðum og var
lögreglunni í Keflavík t.d.
tilkynnt um fjögur slík til-
felli í síðustu viku.
Þa var rafgeymi stolið úr
bifreið í Keflavík aðfara-
nótt fimmtudagsins í síð-
ustu viku. - epj.
Ingvar Bjarnason:
„Já, ég versla þar sem
mér þykir hagstæðast“.
Helga Sigurðardóttir:
„Nei, reyndar ekki og
hugsa lítið um verðkann-
anir“.
H-listinn, Garði:
4 efstu sætin óbreytt
Unnar Már féll úr 5. sæti í 8.
Um síðustu helgi fór
fram prófkjör H-listans
í Gerðahreppi. Þátttak-
endur urðu alls 248, þar
af tveir seðlar ógildir.
Fjórir efstu menn á
núverandi lista fengu
stuðning til áframhald-
andi setu en sá sem var í
5. sæti, Unnar Már
Magnússon, féll niður í
næst neðsta sæti.
í 1. sæti lenti Finn-
bogi Björnsson með 141
atkvæði í það sæti en 209
alls. I öðru sæti er Sig-
urður Ingvarsson með
121 atkvæði í fyrstu tvö
sætin en 196 alls. I 3.
sæti Ingimundur Þ.
Guðnason með 100
atkvæði í fyrstu þrjú
sætin en 164 alls. 4. er
Karl Njálsson með 122
atkvæði í fyrstu fjögur
sætin en 150 alls. 5. varð
Jón Hjálmarsson með
147 atkvæði í fyrstu
fimm sætin. 6. varð
Dagný Hildisdóttir, 7.
Kristjana Kjartansdótt-
ir, 8. Unnar Már Magn-
ússon og 9. Guðbjörg
Sigurðardóttir.
Var kjörið bindandi
fyrir þrjú efstu sætin.
epj.