Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 03.07.1986, Qupperneq 1
Þjónustumiðstöð við Hólmgarð o • „Viljum koma til móts við íbúana í þessum byggðarkjarna“ segir Jónas Ragnarsson „Við erum enn og aftur að leggja áherslu á að halda ijár- magninu í heimabyggð og einnig að auka þjónustuna við fjöl- marga viðskiptavini okkar. Bygging svona þjónustumið- stöðvar getur haft jákvæð áhrif fyrir þennan byggðarkjarna, því með aukinni þjónustu stíga fasteignir í verði“ sagði Jónas. „Þessi byggðarkjarni hefur verið útundan í versl- un og þjónustu þrátt fyrir að vera sá þéttbýlasti í Keflavík. Með opnun Nonna og Bubba í Hólm- garði vildum við koma til móts við þetta fólk og nú höfum við ákveðið að gera enn betur“ sagði Jónas Ragnarsson, annar eigenda N & B. Þeir bræður Jónas og Hannes Ragnarssynir hafa keypt 850 ferm. hús- næði í Hólmgarði af Húsa- gerðinni hf. undir matvöru- verslun sína sem þá fer úr 250 ferm. í 850 ferm. pláss. Verslunin mun fara í nýja viðbyggingu sem fram- kvæmdir standa nú við og verslun arhúsnæðið í Hólmgarði mun síðan verða fyrsta þjónustumið- stöðin í Keflavík því á öðr- um 800 fermetrum sem Húsagerðin á óráðstafað munu aðrar verslanir og þjónustufyrirtæki verða til staðar. Sagði Jónas að lík- lega yrði þarna fiskbúð, bakarí, söluturn, hársnyrti- stofa og í athugun væri með bankaútibú. Enn væri þó ekki búið að ráðstafa öllu húsnæðinu og þeir sem áhuga hafa á að fá pláss geta snúið sér til forráða- manna N & B eða Húsa- gerðarinnar. Auk reksturs verslana Nonna og Bubba á tveimur stöðum í Keflavík reka þeir bræður heilverslunina Impex h.f. og sagði Jónas að umfang hennar hafi aukist mikið á undanförn- um mánuðum og selur Impex nú til 230 verslana um land allt. Verktaki að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar í Hólmgarði er Húsagerðin hf. Hafa framkvæmdir að undanförnu gengið vel og er stefnt að opnun þjón- ustumiðstöðvarinnar um næstu áramót. KEFLAVIKURHOFN: FÓR MEÐ DRÁTTARVÉL FRAM AF BAKKANUM OG NIÐUR Á BRYGGJU V atnsleysustrandar- hreppur: Ellefu umsækj- endur um stöðu sveitarstjóra Á lagardag rann út umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra í Vatnsleysustrandar- hreppi. Alls bárust 11 umsóknir og að sögn Ómars Jónssonar odd- vita Vatnsleysustrand- arhrepps óskuðu sumir umsækjenda nafnleynd- ar. Ekki vildi Ómar gefa upp á þessu stigi hverjir umsækjendur væru, en Ijóst er af þessu að ekk- ert annað sveitarfélag kemst með tærnar þar sem Vatnsleysustrand- arhreppur þefur hælana, hvað vinsældir varðar um stöðu sveitarstjóra. Og er það ekki eins- dæmi nú, því oft á tiðum hefur fjöldi umsókna um þessa stöðu verið hvað mestur í Vatnsleysu- strandarhreppi. - epj. Um áttaleytið að morgni miðvikudagsins í síðustu viku fór dráttarvél með sláttuvél fram af bakkan- um móti Járn og Skip við Víkurbraut í Keflavik. Hafnaði dráttarvélin niður á bryggju. Stjórnandi vélarinnar sat í vélinni allan tímann og slapp án teljandi meiðsla en aðalskemmdir á vélinni urðu á hjólastellinu að sögn Jóns B. Olsen, yfirverk- stjóta Keflavíkurbæjar, en dráttarvélin er í eigu bæjarins. Er óhappið varð var verið að slá grasið á bakk- anum og fór vélin aftur á bak niður, en talið er að hún hafi farið of framarlega á bakkann. Annars staðar í blaðinu birtist viðtal við stjórnanda dráttarvélar- innar, Guðmund Pálma- Svona lítur bakkinn út frá höfninni, en óhappið varð vinstra- megin við stigann. son. -epj. Fiskverkunarhús Guðbergs Ingólfssonar, Garði: Slegin Útvegsbankan- um á nauðungaruppboði irnar á sex milljónir, en til að slá út bankann hafði að sögn Jóns Ey- steinssonar þurft að bjóða um tuttugu millj. kr. Er blaðinu kunnugt um að fyrirtækið Sær, sem er í eigu sona Guð- bergs, hafi sýnt áhuga fyrir kaupum á eignun- um af bankanum, nú eftir uppboðið. - epj. Á mánudag fór fram nauðungaruppboð á húseignum í eigu Fisk- verkunar Guðbergs Ingólfssonar í Garði. Samtals voru kröfur upp á um þrjátíu millj- ónir, en stærsti kröfu- hafi var Útvegsbanki Íslands. Enda fór svo að bank- anum voru slegnar eign-

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.