Víkurfréttir - 03.07.1986, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 3. júlí 1986
VÍKUR-fréttir
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. júlí 1986 11
í '\^v
I
„Ég hef tekið út
mína refsingu66
-segir Sigurður Björgvinson, knattspymumaður
I
Fáir Kejlvíkingar hafa
verið jafn mikið í sviðsljós-
inu undanfarið og knatt-
spymumaðurinn Sigurður
Björgvinsson. Hann var á
dögunum dœmdur í bann
frá öllum íþróttum það
sem eftir er ársirts, en
stuttu síðar var bann þetta
dœmt ógilt og Sigurði því
heimilt að stunda sínar
íþróttir að vild Aður en
þetta leiðindamál kom upp
starfaði Sigurður mikið í
kringum fótboltann og
gerði sjálfur mikið af því
að dœma leiki. En skyldu
viðhorf hans eitthvað hafa
breytst í þessum málum?
Hvað hefur hann að segja
um bannið og hvert er álit
hans á dómarastéttinni?
Þessu svarar hann og
mörgu fleiru í við-
talinu sem hér fer á eftir en
til að lesendum sé málið
skýrara þá fengum við
hann fyrst til að lýsa að-
dragandanum að öllum
þessum ósköpum.
„Þetta var þannig að
við vorum að spila æf-
ingaleik gegn Breiðabliki
inni í Kópavogi. Ég var
„senter" í leiknum og í
fyrri hálfleik var ég spark-
aður gróflega niður eftir
að hafa komist einn inn
fyrir. Ég brást vondur við
og heimtaði að mannin-
um yrði vísað af leikvelli
en dómarinn vildi ekki
samþykkja það.
í síðari hálfleik skora
ég svo mark og við það
verða þeir ennþá grófari
og voru sífellt að sparka
aftan í lappimar á mér.
Þá er það sem ég kalla á
Gunna Odds sem lék á
miðjunni og bið hann að
senda boltann ekki í lapp-
imar á mér heldur fram
fyrir, því þeir séu alltaf
sparkandi aftan í mig.
Þá flautar dómarinn,
kallar á Hólmbert og bið-
ur hann að taka mig út af
því annars myndi hann
reka mig af leikvelli því ég
væri að hvetja samheija
mína til að sparka í and-
stæðingana, sem var alger
vitleysa.
Þá fer Gunni og reynir
að tala um fyrir honum
en hann stóð fast á
sínu og sagðist ekki hefja
leikinn fyrr en ég væri
kominn út af. Þá er það
sem ég slengi fætinum í
afturendann á honum.“
Var ástæða lil að æsa
sig svo mikið?
„Þetta var alls ekki gert
í neinum æsingi. Ég var
auðvitað svekktur og vildi
á þennan hátt reyna að
svekkja dómarann. Hann
var búinn að standa sig
mjög illa og ég vildi gera
svona hálfgert grín að
honum með þessu. Þetta
var náttúrlega vanhugsað
af minni hálfu og ég sá
strax eftir þessu. Um leið
og leikurinn var búinn þá
fór ég til hans og bað
hann afsökunar. Hann
tók því og ég bjóst ekki
við að hann myndi gera
neitt veður út af þessu.
Svo veit ég ekkert fyrr en
þremur dögum seinna að
þá er hann búinn að kæra
mig.“
Hvernig fór með þá
kæru?
„Hún var send til Aga-
nefndar KSÍ en þeir vildu
ekkert með þetta mál
hafa, svo þá var þetta
kært til héraðsdómstóls-
ins í Kópavogi. Þeir
fundu ekkert í lögum KSÍ
til að dæma mig eftir,
enda engin lög til um æf-
ingaleiki.' Þeir velktust
með þetta í tvo mánuði og
á þeim tíma tók ég út
mánaðar leikjabann hjá
Sigurður Björgvinsson á fullu í leik gegn ÍBV á þessu tímabili.
ÍBK, sem refsingu fyrir
þetta. Þá missti ég m.a. út
8 æfingaleiki og var þess
vegna_ varamaður í fyrsta
leik Islandsmótsins. Að
áliti knattspymuráðs tók
ég þama út mína refs-
ingu.
Á þessum tíma var
málið sent til dómstóls
KSI og frá þeim aftur til
baka. Þá dæmdu þeir hjá
héraðsdómstólnum í mál-
inu eftir einhverjum ISI-
reglum og þá var það sem
þetta hálfs árs bann kom
til.“
En svo er þarna viku-
bann inní þessu líka, er
það ekki?
)VJú, það kom til vegna
þess að hvorki ég né
nokkur frá knattspymu-
ráðinu gat komist til að
vera viðstaddur dómstól-
inn þegar taka átti málið
fyrir. Kristján Ingi form.
knattspymuráðs hringdi
því í þá þann dag og bað
um frestun, en hún var
ekki tekin til greina. Eftir
þetta var settur lögfræð-
ingur í málið og mér al-
gerlega haldið fyrir utan
jjetta því knattspymuráð
leit svo á að ég væri búinn
að taka út mína refs-
ingu.“
Var ekki ýmislegt
gruggugt varðandi boð-
anir og annað þess hátt-
ar?
TEXTI:
Garðar K.
Vilhjálmsson.
MYNDIR:
Páll Ketilsson
„Jú, það er alveg óhætt
að segja það. Til dæmis
var ég boðaður til dóm-
stólsins með aðeins fimm
daga fyrirvara í stað viku,
svo löglegt sé. Nú, dóm-
urinn um vikubannið er
tímasettur fimm tímum
áður en dómstóllinn kom
saman og aðra formgalla
má einnig fmna. Það
rotnasta af þessu öllu
finnst mér þó það þegar
þeir dæmdu mig í hálfs
árs bannið. Það var gert á
hádegi á föstudegi og mér
barst skeyti um það kl.
13.15 sama dag að ég væri
kominn í hálfs árs bann
frá öllum íþróttum. Aftur
á móti þegar bannið var
fellt úr gildi virtist ekki
liggja jafn mikið á því þá
kom dómurinn saman á
fimmtudegi á hádegi en
ég fékk ekki tilkynningu
um ógildingu fyrr en á
mánudegi. Það kostaði
mig þriðja leikinn í banni,
sem í raun var ekkert
bann.“
Hvernig heldur þú að
það fari með leikinn gegn
Víði?
„Það er mjög erfitt að
segja um það. Mér fmnst
þetta móralskt séð mjög
lélegt vegna þess að þetta
eru kannski mannleg mis-
tök á báða bóga. Hver
svo sem niðurstaðan
verður þá á hún eftir að
verða mjög krítísk. Þetta
verður annað )rIónsmál“,
það er alveg á hreinu."
Hefur þú lært eitthvað
af þessu?
)rJá, ég hef náttúrlega
gert það. Ég hef löngum
verið mikill skapmaður
en í þessu tilviki missti ég
ekki stjórn á skapi mínu
þó þetta hafi vissulega
verið vanhugsað hjá
mér.“
En hefurþetta skemmt
mikið fyrir þér sem
knatlspyrnumanni?
„Já, alveg örugglega.
Bæði út á við og inn á við
ef svo má segja. Fólk
kemur héma til mín og
spyr hvort ég hafi slasað
manninn illa, systkini
mín og móðir hafa verið
spurð hvers konar villi-
maður ég sé eiginlega og
svona mætti lengi telja.
Svo er það hitt að áhugi
minn og virðing fyrir
knattspymunni og dóm-
urunum hefur minnkað
til muna. Ég er hættur að
dæma, en áður en þetta
gerðist var það mitt helsta
áhugamál.“
Hvers vegna hættirðu
að dæma?
, Ég vil ekki taka þátt í
félagsskap eins og hann er
innan dómarastéttarinn-
ar. Það er alltaf að koma
betur og betur í ljós
hvernig ákveðnir menn
þama misnota vald sitt til
þess að misbjóða mönn-
um. Nýjasta dæmið er
leikbannið sem Viðar
Halldórsson var dæmdur
í fyrir það eitta að gera að
gamni sínu við dómara
löngu eftir að leik var lok-
ið. _
Ég vil ekki reyna að
réttlæta mitt brot með
þessu en ég tel mig vera
búinn að taka út mína
refsingu. Aftur á móti
hefur mannorð mitt sem
knattspymumaður beðið
hnekki. Ég er búinn að
leika í fyrstu deild i ellefu
ár. Þetta er í fyrsta sinn
sem ég er dæmdur í bann
og ég hef aldrei fengið
rautt spjald í deildarleik,
samt er ég 7. leikjahæsti
maðurinn í allri deildinni
á öllu landinu. I yfir 170
deildaraleikjum hef ég
aldrei hlotið bann og
þetta er því mjög súrt að
skemma þetta svona, því
eins og staðan er í dag, þá
er ég alger „villimaður“.
Siggi í dauðafæri í leiknum umdeilda gegn Víðismönnum í Garði.
Nafn: Sigurður Björgvins-
son.
Gælunafn: Siggi.
Fæðingardagur: 22. mars
1959.
Heimili: Hringbmt 64
Hæð: 180 cm.
Skónúmen Gönguskór
8 l/2en fótboltaskór7l/2.
Starf: Lagermaður.
Óskastarf: Að geta unnið
sjálfsætt.
Bíll: Enginn.
Óskabíll: Enginn sérstak-
ur.
Sérkenni: Hávær á fót-
boltavellinum.
Áhugamál: Fótbolti, hand
bolti og svo vom það
dómaramálin.
Heimilishagir: Engin
böm en á unnustu,
Margréti Þórarinsdóttur.
Ertu sportidíót: Já.
Hefur þig einhvern tíma
dreymt um að verða blaða-
maður: Nei.
Hver fmnst þér fallegasta
kona í heimi: Unnur
Steinsson.
Hver er að þínu mati fræg-
asti Suðumesjamaðurinn:
Guðni Kjartansson.
Hver er þinn uppáhalds
bæjarfulltrúi: Eigum við
ekki að segja „gömlu fót-
boltajaxlarnir“.
Ertu hlynntur eða
andvígur bæjarstjórnar-
meirihlutanum: Hlynntur.
Uppáhalds blað/tímarit:
íþróttablaðið.
Uppáhalds útvarps/sjón-
varpsþáttur: íþróttir.
Uppáhalds matur: Nauta-
lundir.
Uppáhaldslitur: Blár.
Framtíðaráform: Fara út í
þjálfun.
Mottó (lífsspeki): Gera
það sem ég hef ánægju af
en ekki hanga í einhverju
sem mér finnst hundleið-
inlegt.
VERÐÖESLA
-góð vöm gegn
veiðhækkunum
Ef bornar eru saman tölur
í fyrri dálknum sem eru frá
5. maí og þær í síðari dálkn-
um sem eru frá 28. júní,
kemur í Ijós að í flestum til-
fellum hefur orðið þó nokkur
árangur af verðgæslu þess-
ari.
Vörutegundir. Sparkaup. 5/5 28/6 Nonni og Bubbi Hðlmgarði. 5/5 28/6 Sp.akaup 5/5 28/6 Hagkrup [f|c 5/5 28/6 “i
Ora gr.baunir 1/2 ds. ... 3S.?5 35.25 31.00 3o.oo 3o.5o 3o.5o 29.4o 29.4o
Sól haframjöl, 475 gr. 41,00 41.85 44.00 45.9o 39.4o 39.4o 38.9o 38.9o
River rice hrísgrjon 454 gr 38.15 33.3o 36.9o 36.9o 34.65 34.65 33.3o 29.5o
Papco WC paoDÍr. ? nl. 38.5o 35.9o SSfið- 37.00 3o.9o X h?f*9ÖPSP 31.90
Pillsburvs best hveiti. S Ihs. 83.00 82.6o 83.9o 33.9o 74.5o 74.50 77.9o 71.5o
Dansukker púðursvkur. 1/2 kp 23.85 23.55 24.5o 24.5o 22.35 22.25 22.00 19.Qo
Kartöflur, 2.kg Þykkvabæjar 97.30 97.5o 97.2o 89.7o 97.oo 97.00 93.00 93.oo
Þykkvabæjar franskar 1500 gr. 223.00 2o7.5o 208.00 229.00 197.00 197.00 2o7.5o w.50
Cheerios 198 gr 69.00 67.oo 68.7o 68.7o 60.9o 60.9o 6 o.7o 60.7o
Cocoa puffs 340 gr 144.00 139.oo 143.7o 143.7o 127.5o 127.oo l?7.1o 127.10
Appelsínur 1 kg. 94.00 97.oo 96.5o 87.00 69.00 75.00 64.9o 7 F . 4 0
Ljóma smjörlíki 1/2 kg. 48.9o 48.9o 46.80 46.80 46.00 46.00 45.5o 45.5o
Milda þvottaduft 700 gr 69.00 7o.3o 72.00 72.00 X 61.5o 64.5o 64.5o
Lux handsápa, lítil 19.4o 17.1o 17.9o 17.9o 16.7o 16.4o 16.9o 16.9o
Colgate fluor tannkr. 5o ml. 52.9o 47.6o 46.5o X 45.45 44.65 46.9o 45.9o
Vals tómatsósa 800 gr. 73.90 72.8o 77.3o X X 68.3o 68.3o 67.2o 67.2o
Egils djús,0,98 gr 84.00 84.00 88.00 87.75 8I.00 8I.00 83.00 83.1o
Svali, sykurlaus 1/4 1. 13.50 13.5o 15.2o I4.00 12.5o 12.5o 12.5o- 12.50
Kjútlingar 1 kg, Isfugl. 3o7.00 3o7.oo 228.00 228.00 29o.oo 29o.oo 269.oo 269.oo
VIKUR-FRETTIR
Málgagn
Suðumesjamanna
Könnun þessi var gerö at Verkalýfis- og s|ómannatélagl Keflavfkur og ná-
grennls, Verkakvennafélagl Keflavlkur og Njarfivfkur, Verslunarmanna-
félagl Sufiurnesja og Ifinsvelnafélagl Sufiumesja.
Sveitarstjórastaðan
í Sandgerði
Sjö vilja
í stólinn
Áður en umsóknarfrest-
ur rann út um stöðu sveitar-
stjóra í Miðneshreppi
höfðu sjö umsóknir borist.
Þar af óskuðu fimm nafn-
leyndar.
Að sögn Ólafs Gunn-
laugssonar, oddvita Mið-
neshrepps, verður trúlega
ekki ráðið í stöðuna fyrr en í
næstu viku, en þessa dag-
ana er verið að skoða um-
sóknirnar nánar. - epj.
Gjald-
eyiis
þjónusta
n
SPARISJÓÐURINN
f KEFLAVÍK