Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Side 19

Víkurfréttir - 03.07.1986, Side 19
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. júlí 1986 19 Danskur fimleikahópur í heimsókn r Heldur sýningu í Iþróttahúsinu í kvöld Nóg hefur verið að gera hjá Fimleikafélagi Keflavíkur undanfarið. Félagið tók þátt í 17. júní hátíðarhöldunum. Þar tóku 47 stúlkur þátt í sýningu á íþróttavellin- um og einnig sýndi hópur stúlkna á setn- ingu norræna vinabæja- mótsins sem fram fór 24. júní sl. Félagið á nú von á gestum frá Helsingör í Danmörku. Þetta er 20 manna fimleikahópur sem ætlar að halda sýn- ingu fyrir Suðurnesja- menn. Allt áhugafólk um fimleika er hvatt til Yfirborganir á Sjúkrahúsinu Sú missögn varð í síðasta tölublaði þegar rætt var um nýgerða sérkjarasamninga bæjarstarfsmanna í Kefla- vík að sagt var frá að sjúkraliðar væru mikið yfir- borgaðir. Hið rétta er að þeir eru óánægðir með það hvað aðrar starfsstéttir á sjúkra- húsinu hafa miklar yfir- borganir. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á mistökum þessum. Ef þú auglýsir í Víkur-fréttum getur þú verið viss um að það ber árangur. þess að mæta og sjá þessa sýningu í kvöld, 3. júlí kl. 20 í íþróttahús- inu við Sunnubraut. Þar er margt forvitmlegt að sjá. Fimleikafélag Keflavíkur Halda mætti að Svandís Jónsdóttir væri að leika flugvél á þessari mynd. Fjöldi skrautlegra stúlkna úr Fimleikafélagi Keflavíkur sýndi á 17. júní. Tólf ný fyrirtæki Samkvæmt tilkynningum í nýlegu Lögbirtingablaði hafa eftirtalin fyrirtæki verið stofnuð núna síðustu mánuði á Suðumesjum. Mörg þessi fyrirtæki hafa þegar hafið starfsemi sína en ekki hlotið kynningu hér í blaðinu: Skaga-videó s.f., Garði, hefur verið sett á stofn að Skagabraut 21, Garði, af þeim Þómýju Jóhannsdótt- ur og Olafi Olafssyni, til reksturs myndbandaleigu. Vídeóbraut s.f., Grinda- vík, er verslun sem þau Ing- unn Jónsdóttir, Braut s.f. (Gtrnnar Ari Harðarson) og Hörður Arason, öll í Grinda- vík, hafa sett á stofn að Vík- urbraut 31. Paloma, Grindavík, er verslun sem Erla Delberts hefur sett á stofn að Víkur- braut 62 þar í bæ. Skeifan, Grindavík, hefur Kristinn Garðarsson sett á stofn sem sölutum að Víkur- braut 62 í Grindavík. Bílabragginn, Grindavík, hefur Oskar Jón Hreinsson sett á stofn að Víkurbraut 2 b i Grindavík og annast það viðgerðar- og viðhaldsþjón- ustu. Braut s.f., Grindavík, er verslunarfyrirtæki að Víkur- braut 31, Grindavík, stofn- sett af sömu aðilum og Vídeóbraut s.f. Söluskálinn Vík, Grindavík er verslun með sölu á tóbaki, gosdrykkjum, sælgæti o.fl. og er stofnsett af Helgu Emilsdóttur í Grindavik. Forskot s.f., Keflavík, hafa þeir Jóhannes Kjartans- son og Haukur Ingi Hauks- son sett á stofn til að fram- leiða myndbönd. HT Verkpallar, Keflavík, er einkafyrirtæki Hannesar Einarssonar til að annast leigustarfsemi að Grófmni 13 b, Keflavík. Handtak, Keflavík, er i eigu sama aðila og HT Verk- pallar og staðsett á sama stað en um er að rasða verktaka- fyrirtæki. Vélamiðstöð Suðumesja s.f., Njarðvík, hafa þau Vig- dís G. Sigurjónsdóttir og Haukur M. Guðmundsson stofnsett að Kirkjubraut 3 í Njarðvík til að leigja út vélar, bíla og tæki, með manni eða án manns eftir atvikum. Bílbót sf., Njarðvík, hafa þeir Olafur Sigurjónsson og Halldór Ingi Sigurjónsson í Keflavík sett á stofn að Bola- fæti 3 í Njarðvík til alhliða bifreiðaviðgerðarþjónustu. epj. Starfsmaður óskast Hef verið beðinn að ráða skrifstofumann fyrir einn af viðskiptavinum mínum. Um er að ræða umsvifamikið og vaxandi fyrirtæki í Keflavík. Um framtíðarstarf er að ræða. Leitað er að: manni með haldgóða bókhaldsþekk- ingu, manni sem á gott með að umgangastog stjórna fólki. í boði er: mjög góð vinnuaðstaða hjá vaxandi fyrirtæki, góð iaun fyrir réttan mann. Upplýsingar á skrifstofu, ekki í síma. Bókhaldsþjónustan ---- = SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGU R ATVINNA Óskum eftir að ráða vant fiskvinnslufólk við flökun og snyrtingu. Upplýsingar í síma 4103. ÍSVER HF. Brekkustíg 40 - Njarðvík ATVINNA Starfsfólk óskast í pökkun og snyrtingu. Bónusvinna. Akstur til og frá vinnustað. Upplýsingar í síma 4666. BRYNJÓLFUR HF. Vangreidd fasteignagjöld Hér með er skorað á eigendur fasteigna í Miðneshreppi, sem enn skulda fasteigna- gjöldin, að greiða þau fyrir 7/8 ’86 á skrif- stofu hreppsins. Ógreiddar skuldir verða þá innheimtar með uppboðsaðgerðum samkvæmt heim- ild í lögum um sölu lögveða án undan- gengins lögtaks no. 49 frá 1951. Sveitarstjóri Miðneshrepps BÓKARI Óskum eftir að ráða bókara. Reynsla við tölvuvinnslu æskileg. Upplýsingar í síma 4103. ÍSVER HF. Brekkustíg 40 - Njarðvík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.