Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  275. tölublað  103. árgangur  NAFNSPJÖLD Í HÖNNUNARLEIK FIMMUNNAR RÚNTAR Á ROLLS ROYCE GAF SJÁLFRI SÉR BÓK Í ÁTTRÆÐIS- AFMÆLISGJÖF JÓSEF KEYPTI 1971-ÁRGERÐ 6 UNDIR REGNBOGANUM 26OSCAR BJARNASON 10 AFP Brussel Mikil gæsla er á götum úti.  Umfangsmiklar lögregluaðgerðir voru í gangi í gærkvöldi í Brussel. Sextán voru handteknir í 19 hús- leitum og til skotárása kom í einni handtökunni. Áfram er hæsta viðbúnaðarstig í Brussel og verða skólar lokaðir í dag og almenningssamgöngur liggja niðri. Þá gengur Salah Ab- deslam enn laus, síðasti maðurinn sem tók þátt í þeim árásum, en á blaðamannafundi saksóknara á tólfta tímanum í gærkvöldi kom fram að Abdeslam hefði komist undan lögreglu. »15 Handtökur og skot- árásir í Brussel Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef áhyggjur vegna fjárlaga- frumvarpsins sem liggur fyrir,“ seg- ir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, í samtali við Morgun- blaðið. Gert er ráð fyrir að rekstrar- gjöld sjúkrahússins á næsta ári verði nánast sléttir 50 milljarðar kr. For- stjórinn segir að þegar horft sé fram í tímann lítist sér ekki á blikuna. Bæði skorti fé til sóknar og óbreytts rekstrar. Þegar líðandi ár er gert upp mun rekstur Landspítalans standa á pari við fjárlög, sem er sambland af áhrif- um verkfalla og sífelldrar endur- skoðunar á starfseminni. Þegar horft er til næsta árs mun staðan hins vegar þrengjast og Páll segir að óbreytt fjárlagafrumvarp ársins 2016 dugi væntanlega ekki sjúkra- húsinu í þau verkefni sem því ber að sinna. Þjóðin sé að eldast og slíkt kalli á meiri fjárframlög til heilbrigð- isþjónustu, auk þess sem fjármuni til að sinna viðhaldi 100 húsa spítalans vanti. En fleira kemur til, að sögn for- stjórans, sem bendir á að launabæt- ur, meðal annars vegna læknasamn- inga á þessu ári, séu vanreiknaðar. Í fjórða lagi sé ekki gert ráð fyrir nægu fé til upptöku nýjustu sér- hæfðra lyfja, svokallaðra S-lyfja. Einnig þurfi fé til að vinna á biðlist- um í ákveðnum flokkum aðgerða. Páll segir starfsemi sjúkrahússins í sífellri endurskoðun og þar sé í raun aðeins veitt bráðaþjónusta. „Ég tel mér ekki heimilt og hef ekki í hyggju að skera niður nauðsynlega þjónustu, sem við getum flokkað undir grunnþætti í samfélaginu. Ég höfða því til Alþingis að taka sig taki og fjármagna spítalann á fullnægj- andi hátt,“ segir Páll og bendir á að framlög til tryggingaflokka Sjúkra- trygginga Íslands séu aukin sjálf- krafa um 1% á hverju ári, með tilliti til öldrunar og fleiri þátta. Eðlilegt sé að fjárveitingar til Landspítalans aukist á sömu forsendum. Fé skortir í reksturinn  Landspítali í vanda  Fjárlög tryggja ekki óbreyttan rekstur  Hef ekki í hyggju að skera niður nauðsynlega grunnþjónustu, segir Páll Matthíasson Morgunblaðið/Eggert Landspítali Reksturinn er þröngur. Um 400 manns mynduðu tilkomumikinn ljósa- taum sem sjá mátti í Esjunni á laugardags- kvöldið. Allt bar þetta fólk ljós á höfði og kom það sér fyrir með um fjögurra metra millibili al- veg frá bílastæðum upp að svonefndum Steini sem er ofarlega í hlíðum fjallsins. Þannig mynd- aðist þessi fallega röð sem náðist vel á mynd úr dróna sem Ragnar Th. Sigurðsson stýrði yfir svæðið. Tilgangur þessarar fjallgöngu var að vekja athygli á starfsemi Ljóssins – endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabba- meinsgreinda. „Þetta var stórbrotið að sjá og táknrænt fyrir starfsemi okkar og þjónustu, sem um 300 manns nýta sér í hverjum mánuði,“ sagði Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Stórbrotinn ljósataumur niður Esjuhlíðar Vöktu athygli á Ljósinu með táknrænni athöfn í borgarfjallinu  Verkefnalýs- ing vegna und- irbúnings deili- skipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi er nú til kynningar á vef Kópavogs- bæjar. Fram- kvæmdir gætu í fyrsta lagi orðið árið 2017. Á annan tug þúsunda ferðamanna hafa farið niður í Þrí- hnúkagíg. Síðastliðið sumar var það fjórða sem boðið var upp á ferðir niður í gíginn. Íslendingar eru í minnihluta þeirra en þeim hefur þó fjölgað hlutfallslega, sérstaklega á haustin og vorin. »12 Þúsundir ferða- manna í Þríhnúkagíg Þríhnúkagígur er tilkomumikill.  Fari starfsmenn Rio Tinto Alcan á Íslandi í verkfall og slökkt verði á öllum 480 kerum álversins í Straumsvík er meiriháttar mál að kveikja aftur á þeim. Ekki er sjálfgefið að yfir- höfuð verði kveikt á þeim aftur, segir Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi. „Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það og að reyna að ná samning- um,“ segir hann. Verkfall starfs- manna hefst 2. desember verði ekki búið að skrifa undir nýjan kjarasamning. Næsti fundur í deil- unni er á morgun. »6 Ekki sjálfgefið að kveikt verði aftur Álverið í Straumsvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.