Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 4

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Kanarí Frá kr. 225.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 225.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 257.900 m.v. 2 fullorðna í herb. 21. desember í 14 nætur Gloria Palace Jólaferð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef ekkert óvænt gerist tilkynnum við með vorinu að bygging álversins verði að veruleika,“ segir Ingvar Unnsteinn Skúlason hjá Klöppum Development ehf. Sem kunnugt er áforma forsvarsmenn fyrirtækisins, sem eru í samstarfi við Kínverja, að reisa 120 þúsund tonna álver við Hafursstaði í Skagabyggð. Fulltrúar Klappa, sveitarfélaga nyrðra og verkfræðingar fóru til Kína í síðasta mánuði til að kynna sér álframleiðslu þar og glöggva sig almennt á málavöxtu. Þá hefur verið óskað eftir því við fjárlaganefnd Al- þingis að allt að 70 milljónum króna verði varið til rannsókna og grein- ingar á innviðum og samfélagi á Norðurlandi vestra. Ingvar Unnsteinn segir að áætlun að mati á umhverfisáhrifum álvers- ins liggi nú fyrir. Ágætur gangur hafi verið í viðræðum um orkuöflun. Landsnet sé tilbúið til viðræðna við sveitarfélögin svo skýra megi flutn- ingsþörf raforku og þar með stað- setningu háspennulína. Þá sé áhugi fjárfesta skýr. Aðkoma þeirra verði þó ekki staðfest fyrr en öllu undir- búningsstarfi sé lokið og það verði væntanlega í maí eða júní á næsta ári. Kostnaður við byggingu fyrsta áfanga álversins er áætlaður um 70 milljarðar króna. Framkvæmdir eiga samkvæmt þessu, að sögn Ingvars, að geta farið af stað á árinu 2017. Þeim eigi að ljúka árið 2019. Þá er reiknað með að orkufyrirtækin verði tilbúin með raf- magn fyrir álverið. Áætlað er að til starfsemi þess þurfi alls 206 MW af orku frá virkjunum á Norðurlandi og hugsanlega víðar. Tölvumynd/Ark-þing Iðja Svona sjá menn fyrir sér að álverið, sem áformað er að reisa á Hafursstöðum á Skaga nyrðra, gæti litið út. Tilkynna framkvæmdir í vor  Undirbúningur álvers á Hafursstöðum á Skaga vel á veg kominn  Sendinefnd fór nýverið til Kína  Áhugi kínverskra fjárfesta er skýr  Kostnaðurinn er áætlaður um 70 milljarðar króna Hlýri sem mældur var á Siglu- firði fyrir helgina mældist 136 sentimetra langur og 30 kíló að þyngd, slægður. Eflaust hefur fiskurinn vigtað um 32-35 kíló ó- slægður. Umfjöllun um hlýrann birtist á skoger.123.is. Að jafnaði er hlýri um fjögur til átta kíló. Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK kom með ferlíkið að landi. Hlýri er botnfiskur sem finnst allt niður á 700 metra dýpi. Hann vill helst sand eða leirbotn, lifir í köldum sjó og finnst allt í kring- um Ísland, þó helst norðan og austan til í enn kaldari sjó. Stærsti hlýri sem skráður er í gagnagrunn Hafrannsóknastofn- unar var 161 sentimetrar. Hann veiddist árið 1993 norðan við Grímsey. 136 sentimetra hlýri Ljósmynd/Guðmundur Gauti Sveinsson Topptvenna Tryggvi Sveinsson frá Hafrannsóknastofnun með ferlíkið.  Tómas Þor- valdsson GK kom með ferlíki Skammdegið hellist nú yfir og sólargangur verður æ skemmri. Þótt kalt hafi verið í borg- inni um helgina var samt ágætt útivistarveður og margir nýttu það tækifæri. Fátt er kannski jafn notalegt og að skreppa í sund á köldum dögum, að minnsta kosti fannst krökkunum í Seltjarnarneslauginni gaman að leika sér í rennibrautinni. Fullorðnir eru hins vegar meira fyrir að flatmaga í heitu pottunum og fylgjast til dæmis með sólarlaginu, þegar himinninn log- ar í fallegri birtu sem er sambland af bláum lit og rauðum. Dagurinn æ skemmri og vetrarmyrkrið hellist yfir Morgunblaðið/Golli Rautt og blátt í sólarlaginu á Seltjarnarnesi Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu var kölluð til í austurborginni í fyrrinótt vegna ofurölvi farþega leigubifreiðar sem gat ekki greitt fargjaldið. Farþeginn, ung kona, var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands síns. Um svipað leyti var bifreið stöðv- uð á Bústaðavegi eftir hraðamæl- ingu en ökumaður reyndist aka á 101 km/klst hraða. Í ljós kom að hann var 17 ára, grunaður um ölv- un við akstur. Málið var tilkynnt Barnavernd og móður piltsins. Farþega leigubíls stungið í steininn Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt. Í fyrra skiptið var maður í Hafnarfirði handtek- inn, grunaður um líkamsárás. Hann var ölvaður og vistaður í fanga- geymslum. Seinna um nóttina var maður handtekinn við veitingahús í mið- borginni, sömuleiðis grunaður um líkamsárás og var vistaður í fanga- geymslu fyrir rannsókn málsins. Tvær líkamsárásir til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.