Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
✝ Ólafur Helgifæddist 22.
september 1966 á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Hann lést 9. nóv-
ember 2015.
Hann var uppal-
inn í Ásgarði á
Hauganesi í Dalvík-
urbyggð.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urður Traustason útgerð-
armaður á Hauganesi, fæddur 4.
júlí 1905 í Steinkoti á Árskógs-
strönd, dáinn 17. desember
1988, og Nanna Jónína Stein-
dórsdóttir húsmóðir, fædd 1.
mars 1923, í Syðri Brekku í Arn-
arneshreppi, dáin 28. apríl 2001.
Systkini Ólafs Helga eru; 1)
1964, maki Svala Dröfn Árna-
dóttir.
Ólafur Helgi var í sambúð
með Aðalheiði Björk Matthías-
dóttur frá Akureyri, þau slitu
samvistum, og eignaðist með
henni soninn Kristófer, f. 2.
október 1987, maki Hertha Rós
Sigursveinsdóttir, fædd 19. nóv-
ember 1987. Ólafur á einnig tvö
barnabörn; Rebekku Rós, f.
2008, og Fjalar Óla, f. 2014,
Kristófersbörn.
Þann 4. júlí 2005 giftist Ólaf-
ur Helgi Birnu Maríu Möller
sjúkraliða, f. 27. maí 1969 í Hrís-
ey. Foreldrar hennar eru Nanna
Björnsdóttir, fædd 30. desember
1949, og Birgir Sigurjónsson,
fæddur 28. maí 1951.
Ólafur og Birna eignuðust
þrjú börn. Þau eru Ísak, fæddur
29. maí 1994, Alvilda Ösp, fædd
26. júlí 1996, og Heiðrún Nanna,
fædd 24. apríl 2002.
Ólafur Helgi verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju í
dag, 23. nóvember 2015, klukk-
an 13.30.
Anna Guðrún, bú-
sett á Akureyri,
fædd 15. febrúar
1947, maki Bjarni
Hilmir Hjaltason.
2) Hilmir, búsettur
á Hauganesi, fædd-
ur 9. júní 1949,
maki Kristrún Júl-
íana Sigurðar-
dóttir. 3) Stefanía
Lára, búsett á Ak-
ureyri, fædd 26.
júní 1952. 4) Jón Gunnlaugur,
búsettur á Hauganesi, fæddur
17. desember 1956, maki Anna
Sólveig Jónasdóttir. 4) Steindór
Haukur, búsettur á Akureyri,
fæddur 15. desember 1960,
maki Soffía Guðrún Ragn-
arsdóttir. 5) Trausti Þór, búsett-
ur á Akureyri, fæddur 6. mars
Átta ár eru langur tími, samt
var Óli með sjúkdóminn í átta ár
sem oft virtist heil eilífð. Áttan,
talan 8,á hlið er í raun infinity –
óendanleikinn.
Það er svo margt sem kemur
upp í huga minn á þessum tíma-
mótum, þakklæti – gleði – sorg og
svo ótal margt annað
Þakklæti fyrir að hafa kynnst
Óla mínum og öllum sem honum
fylgdu.
Gleði yfir þeim árum sem við
áttum saman, börnum okkar og
barnabörnum sem fæddust heil-
brigð.
Sorg yfir því að þurfa að kveðj-
ast alltof fljótt.
Við erum búin að reyna svo
margt á síðastliðnum árum – sú
lífsreynsla endist mér út ævina.
Þetta hefðum við aldrei getað
nema með svo ómetanlega mikl-
um og góðum stuðningi frá okkar
yndislegu fjölskyldu og vinum,
fagteyminu sem við bjuggum til í
kringum Óla Helga – ekkert okk-
ar kemst ósnortið í gegnum lífið
og við öll sem vorum svo heppin
að kynnast honum Óla gleymum
honum ekki.
Þú varst minn vetrareldur.
Þú varst mín hvíta lilja,
bæn af mínum bænum
og brot af mínum vilja.
Við elskuðum hvort annað,
en urðum þó að skilja.
(Davíð Stefánsson.)
Ástarkveðja. Þín,
Birna.
Eftir allan þennan tíma í erfiði
og sorg ertu frelsaður, pabbi minn.
Til að róa hug minn og hjarta trúi
ég því að nú sért þú búinn að ná
heilsu og sért eins og þú varst áð-
ur. Eins og við öll viljum muna þig,
sem káta, duglega manninn sem
lét ekki neitt verða sér ómögulegt.
Öll verkefni er hægt að leysa – já
pabbi, það var greinilega þitt
mottó. Þið mamma voruð dugleg
að ferðast með okkur krakkana og
þegar ég skoða gamlar myndir er
augljóslega hægt að sjá alla þína
þolinmæði gagnvart okkur. En
það var ekki bara þolinmæði, held-
ur einnig gleði og hamingja sem
skein frá þér þegar þú brostir
hlýja brosinu þínu. Svo má ekki
gleyma hvað þú varst mikill grín-
isti og yljaði hlátur þinn okkur öll-
um um hjartarætur og ekki síst
eftir að þú varðst sjúklingur. Þú
varst einn af þessum baráttu-
mönnum sem berjast í gegnum
allt og er ótrúlegt hvað þú náðir að
rífa þig upp úr miklu, þrátt fyrir
þungar byrðar. Þú varst fyrir-
myndarmaður og vona ég að ég
hafi sagt þér nógu oft hversu stolt
ég er af þér. Stolt af þér fyrir þann
mann sem þú varst og verður allt-
af í minningu okkar allra. Ég elska
þig um alla tíð og tíma. Koss upp
til þín, við sjáumst aftur seinna.
Þín dóttir,
Alvilda.
Nú er komið að leiðarlokum.
Það eru margar góðar stundir
sem koma upp í huga minn þegar
ég hugsa um pabba. Hann kenndi
mér margt og margt sem hann
átti eftir að kenna mér.
Pabbi var maður sem gerði allt
sjálfur og kunni allt, hann er mín
fyrirmynd. Hann var svo hlýr og
alltaf gott að tala við hann, aldrei
nein vandamál, bara lausnir. Við
munum aldrei gleyma gleði hans
yfir fyrsta barnabarninu sem
kom stuttu eftir að hann veiktist.
Við munum passa að minning
hans lifi og barnabörnin þekki afa
Óla.
Í veikindum pabba sá maður
hvað hann var vinmargur og
hvernig fjölskyldan stóð á bak við
hann eins og klettur. Það er ómet-
anlegt og er þakklæti efst í huga.
Kristofer og fjölskylda.
Óli móðurbróðir okkar hefur
kvatt okkur allt of ungur, aðeins
49 ára að aldri.
Sterkasta myndin sem kemur
upp í hugann þegar maður hugsar
um Óla frænda er hann sitjandi
við eldhúsborðið á æskuheimilinu
í Ásgarði, með kaffi í mjólkurglasi
þar sem hann ræddi menn og
málefni í hlýju eldhúsinu, alls
óhræddur við að tjá sínar sterku
skoðanir. Það var alltaf líf og fjör í
kringum Óla enda hress og
skemmtilegur húmoristi. Hann
var hlýr og góður í gegn og fólki
leið vel í návist hans, jafnvel litlu
frænkum hans sem hann lyfti
stundum upp á eyrunum enda
óhemju stríðinn eins og fleiri í
fjölskyldunni.
Húmorinn og létta lundin hafa
án efa hjálpað Óla í þeim óbæri-
lega erfiðu veikindum sem hafa
hrjáð hann undanfarin ár. Það er
kaldranaleg andstæða við lífið og
fjörið sem einkenndi Óla frænda
hér áður að horfa upp á sívaxandi
lömunina sem fylgir MND-sjúk-
dómnum. Það er erfitt að horfa
upp á svo sterkan og sjálfstæðan
mann lokast inni í eigin líkama og
geta ekkert að gert.
Óli var hins vegar svo heppinn
að eiga góða fjölskyldu og vini
sem hafa annast hann með virð-
ingu og væntumþykju. Hann átti
líka því láni að fagna að eiga ynd-
islega eiginkonu sem hefur sann-
arlega staðið með honum í gegn-
um súrt og sætt og hann getur
verið innilega stoltur af börnun-
um og barnabörnunum.
Elsku Birna, Kristófer og fjöl-
skylda, Ísak, Alvilda og Heiðrún
Nanna, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Við kveðjum yndislegan
frænda með sorg í hjarta en
minningin um hann mun lifa með
okkur.
Nanna Sigrún og Jóhanna
Berglind.
Elsku besti Óli frændi. Þá er
komið að kveðjustund, stund sem
ég hefði viljað hafa mikið seinna í
lífinu. Þó svo að hvíldin sé þér
kærkomin eftir erfið veikindi og
þú laus úr viðjum líkamans, er
kveðjustundin sár.
Ég hef átt svo margar ómet-
anlegar stundir með þér í gegn-
um árin. Stundir sem ég minnist
með hlýju. Ég man eftir þér sem
skemmtilegum og uppátækja-
sömum ungum manni, passlega
kærulausum (að móður minni,
stóru systur þinni, fannst alla-
vega), en svo sem ábyrgum, dug-
legum og góðum föður seinna
meir með allt á hreinu. Öll jólin í
Ásgarði, þar sem þú og Trausti
slóguð Íslandsmet í hæg-upp-
vaski, bara til að pirra litlu
frænku ykkar sem gat ekki beðið
eftir að komast í jólapakkana.
Alla leikina og allan ærslagang-
inn svo að mömmu þótti stundum
alveg nóg um. Veiðiferðir á trill-
unni Nönnu, sem ég hélt auðvitað
að héti í höfuðið á mér. Þegar þú
leyfðir mér að keyra litla svarta
bílinn úti á Nesi, löngu áður en
bílpróf var í sjónmáli og þegar þú
leyfðir mér að stinga hausnum
upp um topplúguna og keyrðir
svo „rosa hratt“. Allar æfinga-
rakstursferðirnar í rauða bílnum
mörgum árum seinna, þegar ég
svo loks hafði náð bílprófsaldri.
Þann heiður sem þið Birna veitt-
uð mér þegar ég var skírnarvott-
ur hjá yngstu dóttur ykkar, Heið-
rúnu Nönnu. Þegar þú komst í
heimsókn til mín á Fálkagötuna á
meðan þú varst í stoppi í Reykja-
víkurhöfn. Öll skiptin þegar ég
kom til þín upp á sjúkrahúsið í
Reykjavík. Þegar við leigðum
stóra leigubílinn til að koma þér
til Nönnu Sigrúnar og Helga til
að horfa á eitthvert miður gott
fótboltalið reyna að vinna annað
mun betra (án þess að nefna nein
nöfn). Það var sannkallaður heið-
ur að hafa átt þig sem frænda.
Elsku Birna, Kristófer og
Hertha, Ísak, Alvilda Ösp, Heið-
rún Nanna og barnabörn. Megi
minning um yndislegan eigin-
mann, föður og afa lifa.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín frænka,
Nanna Ýr Arnardóttir.
Óli, móðurbróðir minn og vin-
ur, er látinn einungis 49 ára að
aldri. Við Óli vorum jafnaldrar og
bundumst strax frá fyrstu árum
sterkum vináttuböndum. Óli var
einstakur vinur, hress og
skemmtilegur og hafði sterkar
skoðanir á málefnum. Óli var
hamhleypa til allra verka og það
var ekkert verið að tvínóna við
hlutina, heldur settur undir sig
hausinn og gengið í verkin af
miklum eldmóði.
Undanfarna daga hafa hrann-
ast upp í hugann minningar og
þar á meðal um allar samvistirnar
með Óla á heimili hans og ömmu
og afa í Ásgarði á Hauganesi og
heima á Akureyri. Á Hauganesi
snerist lífið um sjóinn og sem
krakki sóttist ég mjög í að dvelja
hjá ömmu og afa því hvað var
meira spennandi en að fara á sjó-
inn með Óla, veiða og vera á
bryggjunni þegar bátur Sigga afa
kom að landi og fylgjast með að-
gerð. Við Óli unnum okkur oft inn
pening við að gella í skemmunni.
Eftirminnilegur er túrinn á Víði
Trausta en ætli við Óli höfum ekki
verið níu eða tíu ára og höfðum
fengið leyfi hjá afa til fara með
sem „hásetar“ ásamt hinum körl-
unum. Í þessari sjóferð rann upp
fyrir mér að ég væri líklega ekk-
ert gríðarlegt sjómannsefni. Það
var annað en móðurbróðir minn;
það lá strax fyrir þá að hann
myndi leggja sjómennskuna fyrir
sig sem og hann gerði. Hann var
með þetta í blóðinu, vissi allt um
báta og aflabrögð og kunni sko að
tala við karlana á bátunum.
Við Óli réðumst í skipasmíðar á
þessum árum. Smíðin fór fram í
stofunni heima í Kambagerði en
stofan var fyrstu árin ókláruð og
lokuð af og því tilvalin til skipa-
smíða. Þar skyldi nú smíðaður al-
vöru bátur og gert út frá Hauga-
nesi. Dregin var upp skissa og
smíðaður kjölur og stýri og var þá
bara byrðingurinn eftir. Ekki
man ég hvað stoppaði verkið og
aldrei lukum við smíðinni en hug-
myndin var góð og býsna stórtæk
í anda Óla.
Einnig er minnisstætt sveita-
ball í Árskógi en þangað laumuð-
um við Óli okkur inn, þá helst til
ungir að árum og minnir mig að
það hafi verið eitthvað annað en
vatn á flöskunni sem tekin var
með.
Óli var lánsamur þegar hann
kynntist henni Birnu sinni. Óli
var mikill pabbi og börnin bera
þess merki, vel gerðir og yndis-
legir einstaklingar og má sjá Óla í
þeim öllum.
Óli greindist með MND-sjúk-
dóminn, þá 41 árs, og líf fjölskyld-
unnar breyttist á svipstundu. Óli
barðist hatramlega við þennan
ólæknandi sjúkdóm í átta ár og
varð þá að lúta í lægra haldi. Í
veikindum Óla kom svo sannar-
lega í ljós hversu einstaka mann-
eskju Birna hefur að geyma en
hún tókst á við erfiðleikana af
miklu hugrekki og æðruleysi. Í
veikindum sínum horfði Óli mikið
á uppáhaldsliðið sitt Liverpool og
stytti það honum stundir og var
ætíð stutt í bros þegar gantast
var við hann um liðið hans.
Oft verður mér hugsað til þess
hversu ósanngjarnt lífið getur
verið og það er virkilega sárt að
hugsa til þess að Óli sé ekki leng-
ur meðal okkar en nú hefur hann
fengið frið frá sjúkdóminum.
Minningin um einstakan vin lifir
um ókomin ár.
Elsku Birna, Ísak, Alvilda,
Heiðrún og Kristófer, mínar ein-
lægustu samúðarkveðjur.
Hjalti Már
Bjarnason.
Ólafur var dugandi eiginmað-
ur, faðir og sjómaður. Hann var
vinmargur og kær bróðir í frí-
múrarareglunni á Akureyri. Allt-
of snemma tóku veikindi hans yf-
irhöndina sem síðan leiddu hann
til andláts.
Harmafregn í hlustum dynur,
horfinn okkar góði vinur,
genginn burtu guðs á fund.
Harmi lostin hjörtu tifa,
hlýjar minningarnar lifa,
lýsa og létta sorgarstund.
Tíminn mælir æviárin,
enginn telur sorgartárin,
æviskeið sitt enginn veit.
Regluspor í vitund vaka,
völdin minningarnar taka,
Þökkin ríkir hrein og heit.
(Hörður Zóphaníasson.)
Far þú í friði, kæri vinur og
bróðir. Það er okkar bræðranna
einlæg ósk að hinn hæsti höfuð-
smiður haldi sinni verndarhendi
yfir fjölskyldu þinni og ástvinum
um ókomna tíð.
Ólafur Ásgeirsson
Ólafur Helgi
Sigurðsson
✝ Leifur ErlingNúpdal Karls-
son fæddist í
Reykjavík 10. apríl
1935. Hann lést 3.
nóvember 2015.
Foreldrar hans
voru Ólafur Karl
Núpdal Eiríksson,
f. í Reykjavík 19.
maí 1912, d. 21.
mars 1941, og
Bjarnfríður Þóra
Sigursteinsdóttir, f. á Akranesi
3. september 1912, d. 24. mars
1980.
Eiginkona Leifs var Ingibjörg
Þórarinsdóttir Hafberg, f. 1938.
Dóttir Leifs er
Hrefna Ósk Núpdal
Leifsdóttir, f. 29.
nóvember 1974,
maki hennar er Ró-
bert Ólafur Ró-
bertsson, f. 19. nóv-
ember 1979.
Barnabörn Leifs
eru Laura Núpdal
Róbertsdóttir, f. 14.
janúar 1994, Eygló
Núpdal Róberts-
dóttir, f. 25. október 2005, Erla
Núpdal Róbertsdóttir, f. 16.
febrúar 2007.
Útför Leifs fór fram í kyrr-
þey.
Elsku pabbi minn. Það er erf-
itt að koma öllu í orð, sem fer um
huga minn, er ég sit hér og minn-
ist þín. Nú er allt svo breytt,
margar minningar vakna og mik-
ill söknuður fylgir. Ég er svo
þakklát fyrir þann dýrmæta tíma
sem við áttum saman, þú kenndir
mér svo margt og ég er svo lík
þér á margan hátt og ég er stolt
af því. Þær voru ófáar stundirnar
sem við gátum talað saman í fleiri
tíma um allt og ekkert og hlegið
saman, það sem hlátur þinn
gladdi mig mikið, elsku pabbi
minn.
Allar fallegu minningarnar
mínar um þig geymi ég í hjarta
mínu, orð fá því ekki lýst hvað ég
sakna þín mikið, þú lifir áfram í
mér og barnabörnum þínum,
þeim Lauru, Eygló og Erlu, og
berum við allar nafn þitt, Núpdal,
með stolti.
En nú er komið að kveðju-
stund, hjartað mitt grætur og ég
bið Guð að vaka yfir þér og okkur
öllum sem þig syrgjum. Hvíl þú í
friði, elsku pabbi minn. Ég elska
þig og kveð þig nú, þar til við hitt-
umst á ný. Þín dóttir,
Hrefna Núpdal.
Leifur Erling
Núpdal Karlsson
Kveðja til þín,
elsku litla syss. Sitj-
um hér tvær systur
að reyna að setja
saman minningarorð um Eyrúnu
syss. Erum með pínu rautt í glasi
og Björgvin á fóninum, annað er
ekki viðeigandi því hann var
uppáhalds. Tárin eru ekki langt
undan, þessi elska kvaddi alltof
fljótt eins og Valdís okkar, sem
fór fyrir tæpum tveimur árum.
Eyrún greindist með krabba-
mein 17. nóvember 2014 og hún
er nú farin frá okkur þann 7. nóv-
ember 2015. Það voru tveir menn
í hennar lífi, synir hennar, þeir
Davíð og Darri, sem hún var
endalaust stolt af og elskaði út af
lífinu. Eyrún var sannkallaður
gleðigjafi og hafði skemmtilegan
húmor og alltaf til í pínu sprell.
Spilakvöldin eða matarboðin
voru alltaf skemmtileg, hún elsk-
aði góðan mat, helst kótilettur í
Eyrún Anna
Gunnarsdóttir
✝ Eyrún AnnaGunnarsdóttir
fæddist 1960. Hún
lést 7. nóvember
2015.
Útför Eyrúnar
fór fram 19. nóv-
ember 2015.
raspi með grænum
baunum og tilheyr-
andi, það var mikið
hlegið, svo var tekið
í spil og spilað fram
á nótt og það
skrýtna var að hún
vann alltaf, enda
mikil keppnismann-
eskja. Það er á
hreinu að það verð-
ur kótilettukvöld
fljótlega með litlu
fjölskyldunni og Eyrún verður í
heiðurssæti. Við elskum þig svo
mikið, elskan.
Eyrún var falleg og yndisleg í
alla staði með fallega sál og vildi
öllum vel, bæði mönnum og dýr-
um. Elsku Eyrún okkar, takk
fyrir árin okkar sem voru alltof
fá, þau voru okkur ómetanleg.
Jenný og Heiðdís munu halda ut-
an um gullmolana þína og við
systur á hliðarlínunni. Takk,
elsku Baldur, fyrir að vera til, þú
ert búinn að vera ómetanlegur í
þessu stríði.
Við vitum að Valdís hefur tekið
vel á móti þér og biðjum Guð og
alla englana að umvefja ykkur.
Farðu í friði fallegi engill. Við
sjáumst svo síðar.
Ásta og Jóna.
Elskulegur bróðir minn og mágur,
KRISTJÁN BJÖRN HINRIK
SUMARLIÐASON,
sjómaður,
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu hinn 18. nóvember
síðastliðinn.
Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 26.
nóvember kl. 13:00.
.
Rúrik Sumarliðason Guðlaug Björnsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar