Morgunblaðið - 23.11.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 23.11.2015, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10. Eftir hádegi er félagsvist, útskurðarhópur 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13. Sérstök athygli er vakin á tölvufærninámskeiðinu sem byrjar einnig kl. 13. Þar eru enn nokkur sæti laus og einstakt tækifæri til að bæta leikni sína á hin ýmsu snjalltæki. Boðinn Bingó og myndlist kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað og prjónaklúbbur með Drífu kl. 13. Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, upplestur á annarri hæð kl. 14. Furugerði 1 Handavinna með leiðbeinanda frá kl. 8-16, harðangur og klaustur, perlusaumur, kortagerð og almenn handavinna. Morgun- matur kl. 8.10-9.10. Framhaldssaga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Kaffi kl. 14.30-15.30. Kvöldmatur kl. 18-19. Nánari upplýsingar í síma 411-2740. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8 og 15. stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl. 9.10. kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11. Karlaleikfimi kl. 11.40. Botsía kl. 12.20. Gerðuberg Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Handavinnustofa kl. 9-16. Línudans kl. 13. Kóræfing Gerðubergsskórs kl. 14.30, nýir söngfuglar velkomnir. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, brids kl. 13, handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, léttar aerobic æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir. Hæðagarður 31 Við Hringborðið kl. 8.50. Glerlist kl. 9. Leikfimi á RÚV kl. 9.45. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnám- skeið hjá Margréti Zóphaníasd. kl. 12.30. Félagsvist kl. 13.15. Handa- vinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Skapandi skrif kl. 16. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, frá Grafarvogskikju og inni í Egilshöll. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum, athugið auka- tími en allir velkomnir, félagsvist frá kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum frá kl. 13, tölvufærninámskeið í samvinnu við Rima- skóla kl. 14, kóræfing Korpusystkin kl. 16 í Borgum og styrktarleikfimi með Nils kl. 17 í Borgum í dag. Laugarból Nýtt í Ármanni: Leikfimi fyrir 50+ og eldri borgara. Leik- fimi kl. 11 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Fjölbreyttar æfingar. Allir velkomnir. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Í dag kl. 13.30. verður upplestur í salnum á Skólabraut. Gunnhildur Hrólfsdóttir les upp úr bók sinni ,,Þær þráðinn spunnu". Allir hjartanlega velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba gold námskeið kl. 10.30. LeiðbeinandiTanya Dimitrova. Danskennsla kl. 17, nýtt námskeið, kennari Lizý Steinsdóttir . Námskeið um Svíþjóð, land og þjóð hefst 30. nóvember. Umsjón með námskeiðinu hefur Guðrún Ágústsdóttir sem bjóð um árabil í Svíþjóð. Skráning í s. 588-2111/ feb@feb.is Vesturgata 7 Tréútskurður kl. 9.15, Lúðvík. Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, upplestur framhalds- sögu kl. 12.30, frjáls spilamennska, stóladans og bókband kl. 13. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bókhald BÓKHALD Vanur bókari getur tekið að sér bókhald, VSK, uppgjör, launabók- hald, skattskýrslur og stofnun FT. Sanngjarnt verð og góð þjónusta. bokhaldarinn@vortex.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Húsaviðhald og fleira Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD ✝ Ólafía Rut B.Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1956. Hún lést á heimili sínu í Sønderborg í Danmörku 9. októ- ber 2015. Rut var elst af þremur börnum þeirra Kristínar Ingibjargar Frið- riksdóttur, f. 1929, og Friðriks Aðalsteins Guðna- sonar, f. 1931, d. 1988. Systkini Rutar eru Arnar Gylfi B. Frið- riksson, f. 1958, og Íris Elfa B. Friðriksdóttir, f. 1960. Rut ólst upp á Laugaveg- inum í Reykjavík með for- eldrum sínum og síðar á Kleppsveginum. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi árið 1971 og námi við einkaritaraskólann stuttu síðar. Eftirlifandi eiginmaður Rut- ar er Guðmundur Bjarni Guð- mundsson, f. 1958. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Geir, f. 1977, kona hans er Joanne Vivian Rinta, f. 1974. Börn þeirra eru Victor Máni, f. 2009, og Kristín Lilja, f. 2013. 2) Viðar Örn, f. 1979. Börn hans eru Aron Ingi, f. 2004, og Nökkvi Þór, f. 2010. 3) Atli Ívar, f. 1983, kvæntur Hrafnhildi Haldorsen, f. 1985. Þau eiga soninn Fáfni Frey, f. 2015. 4) Sindri Már, f. 1991. Rut vann lengi við skrifstofu- störf og ýmis verslunarstörf, meðfram því að sinna heimili og börnum. Síðar, eftir flutning þeirra hjóna til Danmerkur ár- ið 2003, lauk hún sjúkraliða- prófi og sinnti umönn- unarstörfum á meðan hún gat. Útför Rutar fór fram frá Sct. Marie Kirke í Sønderborg, Dan- mörku, 15. október 2015. Rut var kona sem tekið var eftir hvar sem hún kom, svo glæsileg og brosmild, með þægi- lega nærveru. Hún sinnti hlut- verki sínu sem eiginkona og móðir af einstakri natni og hlýju. Hlutverki sem var hornsteinninn í hennar lífi. Hún var jákvæð í eðli sínu og vönduð manneskja. Hún hafði ríka réttlætiskennd og var mikill dýravinur. Rut var fagurkeri og mikil smekkmann- eskja. Bar hún og heimili hennar þess glögg merki. Rut var ein- stök hannyrða- og handverks- kona, handlagin og útsjónarsöm. Hún var aldrei með neitt hálfkák í því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún hafði mjög glöggt auga fyrir litum og formi og nýtti þann hæfileika í öllu því sem hún gerði. Það lá djúpt í eðli hennar að hlúa að og byggja upp allt í kringum sig. Heimilið, fjölskyld- an, vinirnir, vinnan og vinnu- félagarnir; allir í kringum hana nutu þess í ríkum mæli. Hún var dul um sínar innstu tilfinningar en sannur vinur vina sinna. Að eiga hana að sem vin var ánægjulegt, gefandi og upp- byggjandi. Eftir að hún greindist með þann sjúkdóm er dró hana til dauða, svo alltof snemma, sýndi hún hve sterk og einstök hún var. Hún tók þessum veik- indum með þvílíkum styrk og yf- irvegun sem ég hef aldrei áður kynnst. Hún undirbjó sig og okkur öll undir það sem koma skyldi. Hún útskýrði svo vel fyr- ir mér hvernig hún leit á lífið og dauðann. Gerði það á þann hátt að ég efast ekki um að hún hafði rétt um framhaldið. Hún var svo dugleg í þessum miklu veikind- um. Kvart og kvein var ekki hennar háttur. Fegurð hennar og útgeislun magnaðist. Eðlisþættir hennar komu svo sterkir fram á síðustu dögum hennar. Umhyggjan fyrir fjöl- skyldunni sinni. Ákveðin í að nota hvern dag, sjá fegurðina í lífinu. Vera sínum styrkur. Að láta okkur vita og finna, hve mik- ið hún elskaði okkur öll. Það er einstök gæfa sem fylgir mér um ókomna tíð að hafa átt vináttu Rutar. Vináttu- bönd sem ristu djúpt, því þegar þú býrð fjarri fósturjörðinni, þá er vægi góðra vina ómetanlegt. Guðrún S. Þorleifsdóttir. Hvað er það sem þú vilt spyrja um, Atli minn? Pabbi þinn sagði mér að þú þyrftir að spyrja mig að einhverju. Það er ekkert, mamma, var mitt svar. Mamma horfði á mig hugsi stundarkorn en virti svo svarið, því hún vissi hver spurningin var og ég vissi hvert svarið yrði. Þannig þekkt- um við hvort annað. Í staðinn tók ég utan um höndina á henni og sagði það sem ég segi aldrei við neinn: „Mamma, ég elska þig.“ Mamma sagði það sama við mig og svo sátum við í hljóði, hönd í hönd, þar til ég stóð upp og kyssti hana á kinnina og kvaddi. Mamma sagði svo á leið minni út að nú ætlaði hún að safna kröft- um og að við myndum sjást fljót- lega. Við vissum þó bæði að þetta væri síðasta skiptið sem við myndum tala og vera saman. Svona var hún mamma mín hlý og góð manneskja, alltaf að hugsa um hvernig öllum öðrum liði. Jafnvel á þessum tíma, þeg- ar allir vissu í hvað stefndi, reyndi hún að senda mig áhyggjulausan heim. En ég hafði áhyggjur; var ég að fara of snemma til Íslands? Fjórum dögum seinna deyr mamma og mér þykir ákaflega leitt að hafa ekki verið hjá henni á lokastund- inni. En í hvert skipti sem ég hugsa um hana sé ég hana fyrir mér glaða og brosandi og ég veit að núna líður henni vel. Eitt sinn hélt ég að allir yrðu hræddir rétt fyrir dauðann, en mamma var það ekki. Hún sagðist vita ná- kvæmlega hvert hún væri að fara. Hún reyndi að útskýra það fyrir mér, en ég þarf lengri tíma til að skilja það. Á meðan hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Mamma hafði oft á orði hversu meðfærilegur ég hafi ver- ið sem barn og nýtti hún sér það óspart og dró mig með sér í allar saumabúðir bæjarins. Þar eyddi ég ófáum tímunum og beið með- an mamma skoðaði allt sem hana langaði í. „Hvort á ég að taka þennan lit eða kannski passar þessi betur.“ Þessum spurning- um svaraði ég og endaði sá litur sem ég valdi iðurlega í körfunni. Í dag þegar ég sé saumaskapinn hennar mömmu hellast yfir mig þessar minningar sem eru mér ákaflega kærar. Mér þykir sérstaklega vænt um ferðina sem við fórum til Þýskalands árið 2010. Þá ætluð- um við Hrafnhildur að keyra til Suður-Þýskalands og enda ferð- ina á U2-tónleikum. Mamma og pabbi slógust í för með okkur og var sú ferð alveg einstaklega skemmtileg. Ég man enn hversu glöð mamma var á tónleikunum, brosandi út að eyrum. Vænst þykir mér þó um að mamma hafi náð að hitta Fáfni Frey áður en hún kvaddi. Þó að hún hafi verið orðin veikburða gat hún haldið á honum, kysst hann og sagt mér að hann væri fullkominn. Það er mér mikil huggun. Þetta ár er búið að vera ljúfsárt; gleðin og stoltið sem sonur minn, frumburðurinn, fyll- ir mig hvern dag og svo sorgin og söknuðurinn sem fylgir frá- falli mömmu. Ég hef alltaf verið stoltur af þér, elsku mamma; betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Ég gleymi því stundum að þú ert ekki lengur hérna og stingurinn er alltaf jafn sár þegar veruleik- inn rennur upp fyrir mér. Allar yndislegu minningarnar sem ég á af þér og okkur saman eru mér svo mikils virði og eiga eftir að fylgja mér uns ég er sjálfur all- ur. Þinn sonur, Atli Ívar. Í örfáum orðum langar mig að minnast systur minnar. Margt rifjast upp þegar horft er til baka. Æskuminningar í bland við aðrar yngri minningar. Á uppvaxtarárunum var hún alltaf í forystu hjá okkur systk- inum og alltaf til staðar ef eitt- hvað bjátaði á. Við systkinin vor- um náin í uppvextinum, mamma vann vaktavinnu og pössuðum við þá hvert upp á annað þegar hún var í vinnu. Ýmis prakkara- strik koma upp í hugann frá þessum tíma þegar horft er til baka. Ung kynntist hún Guðmundi Bjarna Guðmundssyni og flutti að heiman. Þau reistu sér sitt fyrsta heimili í Skipasundinu og ekki leið á löngu þar til þau eign- uðust frumburðinn, Bjarna Geir, og tæpum tveim árum síðar Við- ar Örn; nokkru síðar kom Atli Ívar og síðastur Sindri Már. Þau bjuggu framan af við Sundin en fluttu síðan í Seljahverfið þar sem drengirnir ólust að mestu upp. Fyrir tólf árum ákváðu þau Guðmundur að söðla um og flytja til Sønderborgar í Dan- mörku og líkaði þeim vel að búa þar. Rut var mikill fagurkeri og bar allt heimili hennar þess merki. Hún var alla tíð mjög dugleg, ósérhlífin, mjög vinnu- söm og ákveðin. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá sjómannskon- unni með fjóra gífurlega kröft- uga gaura og nokkra hunda. Engu að síður var hún alltaf til í að aðstoða og vera til staðar fyr- ir okkur hin. Eitt það skemmtilegasta við systur mína var hvað hún hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Það eru ófáar sögurnar sem hún sagði okkur af sér og átti hún til að skreyta þær sögur vel og gera þær ansi líflegar og skemmtileg- ar. Fyrir tæplega tveimur árum greindist hún með þann sjúkdóm sem að lokum bar hana ofurliði. Hún kvaddi þennan heim 9. október á heimili sínu í Sønder- borg. Hún tók baráttunni við krabbameinið með sama æðru- leysinu og henni einni var lagið og gamansemin var aldrei langt undan. Oftast sagði hún, það am- ar ekkert að mér, ég hef það fínt, þó önnur væri raunin. Hún sagði mér á dánarbeð- inum að ég skyldi ekkert óttast um hana, hún vissi hvert hún væri að fara og við myndum hitt- ast síðar. Í allri hennar baráttu við krabbann var hún sterkari en allir hennar nánustu og var meira að hughreysta en að fá hughreystingu. Hennar er og verður sárt saknað. Við í fjölskyldu minni þökkum allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina og biðjum góðan guð að styrkja Guðmund, strákana og fjölskyld- ur þeirra. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Nú hvílir þú, kæra systir, í fal- legum litlum kirkjugarði í fjar- lægri borg. Hvíl í friði. Arnar Friðriksson. Ólafía Rut Bærings Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.