Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Þegar ég var lítil sá ég einu sinni voldugan regnboga rétt við túnfótinn heima og hljóp og hljóp og reyndi að komast undir hann – en hann rann alltaf á undan mér, skömmin sú arna. Og þegar ég fór að rifja upp minn- ingar frá gamalli tíð þá fannst mér svo erfitt að höndla þær, þær vildu hlaupa frá mér og láta sig hverfa í grámósku gleymskunnar. Þess vegna líki ég minningum mínum við regn- bogann sem enginn kemst undir,“ segir Steinunn Mar- teinsdóttir, myndlistarkona, en hún gaf ný- lega út bókina Undir Regnbog- ann, sem fjallar um ævi og verk henn- ar. „Ég ákvað fyrir svona tveimur ár- um að í afmælisgjöf á áttræðisafmæl- inu mínu gæfi ég sjálfri mér bók um verk mín og ævi. Núna er bókin kom- in en ég verð ekki áttræð fyrr en í byrjun næsta árs.“ Steinunn segist þó hvergi vera hætt þótt búið sé að skrásetja í sér- stakt verk ævi hennar og störf. Lista- maðurinn fer aldrei á eftirlaun, hann vinnur að verkum sínum meðan lík- ami og sál leyfa. „Það væri hægt að hugsa til þess að undirbúa framhald sem kæmi út þegar ég verð hundrað ára,“ segir hún og hlær. Kærleikur ofar listinni Ljóst ætti að vera öllum sem opna bókina um Steinunni að fjölskyldan og vinir eru henni kær. Bókin hefur þann skemmtilega stíl að flétta sam- an list hennar og fjölskyldulíf og gef- ur lesandanum þannig vísbendingu um það sem er Steinunni kært. „Í byrjun bókarinnar fjalla ég um fólkið sem að mér stóð og hafði áhrif á mig unga – afa, foreldra, fóstru og bestu vinkonu. En að öðru leyti fjallar bókin mest um leið mína inn í mynd- listina, um verk mín og listamanna- basl ýmislegt – og ég reyni að láta myndefnið fylgja frásögninni svo þau varpi ljósi hvort á annað.“ Steinunn neitar því þó ekki að listin komi á eftir kærleikanum og fjöl- skyldu. „Ég hefi reynt að sætta þessi tvö tilverusvið sem best ég gat, en væri ég neydd til að velja á milli þeirra mundi ég setja kærleika ofar list, þótt margir rómantískir listvinir myndu telja það höfuðsynd.“ Þannig tileinkar Steinunn heilan kafla vináttu þeirra Vilborgar Harð- ardóttur en þær kynntust þriggja ára í sandkassanum í Mæðragarðinum og lýsir Steinunn því í bókinni að hún hafi eytt þar löngum stundum sem barn að moka og byggja sandkastala og hús. Skemmtilegri voru þó dag- arnir þegar Vilborg var þar líka, að sögn Steinunnar, en hún rekur vel vináttu þeirra frá þeim tíma þegar þær kynntust og þar til Vilborg kvaddi þennan heim. Heimilið og listin Á löngum ferli sínum hefur Stein- unn komið víða við og frá mörgu er að segja. Þannig er sýning hennar á Kjarvalsstöðum árið 1975 örugglega ein af þeim eftirminnilegri. Þessu neitar Steinunn ekki en segir vendi- punkta ferils sína aðra. „Ég gæti nefnt tvo farsæla vendi- punkta á ferli mínum. Annars vegar þegar ég flutti upp á Hulduhóla og hafði þessi miklu fjöll og önnur nátt- úruundur allt í kringum mig – þá fór ég að leyfa mér að láta áhrif frá ís- lenskri náttúru að flæða inn í verk mín. Hins vegar nefni ég þann tíma þegar tók aftur til að mála af alvöru. Þá opnuðust fyrir mér gáttir nýrra möguleika og vinnugleðin rauk upp úr öllu valdi.“ Heimili listakonunar er einstakt og ekki nema von að hún nefni það sem vendipunkt á ferli sínum. Hulduhólar eru gamall bóndabær, sem stendur hátt, með útsýni yfir Reykjavík og sundin, Snæfellsjökul og Esjuna. Steinunn og eiginmaður hennar end- urbyggðu fjós og hlöðu sem vinnu- stofur og íbúð og tengdamóðir henn- ar bjó í gamla íbúðarhúsinu. Eftir öll árin í borginni segir Steinunn í bók sinni að gott hafi verið að komast í moldina og náttúruna utan borgar- markanna. Kjarvalsstaðir 1975 Þrátt fyrir áherslu á fjölskyldu og vini verður ekki hjá því komist að spyrja Steinunni um listina. Undir Regnbogann fjallar ekki síst um feril Steinunnar sem listamanns. Leirinn er þar í aðahlutverki, til að byrja með í það minnsta. „Já, það er rétt en ég var í almennu myndlistarnámi í Vestur-Berlín á ár- unum 1957-1960 og hafði áhuga á ýmsum greinum myndlistar. Ég var í málaradeild fyrst, svo grafík og málmsmíði en svo kynntist ég ker- amikdeildinni og heillaðist strax af leirnum og einbeitti mér að leirlist- inni það sem eftir var námstímans. Það spillti heldur ekki fyrir að það leit út fyrir að vera „praktískara“ afkom- unnar vegna að fást við keramik en t.d. abstraktmálverk sem ég hafði fengist við um skeið.“ Líkt og hún mótaði leirinn má segja að hann hafi mótað feril hennar og sýndi það sig kannski best í sýn- ingu hennar á Kjarvalsstöðum árið 1975, þar sem viðtökur voru á ýmsan hátt. „Sýningin gekk mjög vel en gagn- rýni var mjög misjöfn – bæði hrós og skammir. Ýmsum þótti það ekki við hæfi að ég skyldi ekki einbeita mér að því að búa til nytjahluti úr leir heldur verk sem stóðu nær skúlptúr, um leið geðjaðist ekki öllum að því hvernig ég þræddi ótroðnar slóðir í meðhöndlun efnisins, enda voru vinnubrögð mín ólík þeirri skandinavísku hönnunar- hefð sem þá var ríkjandi á Íslandi,“ segir Steinunn. En hafði gagnrýnin áhrif á listakonuna? „Auðvitað reyna listamenn að halda sínu striki, hvað sem mótbyr líður. En vitaskuld getur maður ekki þvertekið fyrir það að álit og viðbrögð annarra hafi einhver áhrif á það sem maður gerir.“ Þrátt fyrir misjafnar móttökur gekk sýningin mjög vel og sendi Steinunn tvö verk af henni á alþjóð- lega sýningu í keramikbænum Val- lauris í Frakklandi þar sem þau unnu til verðlauna. Fólkið og listin sem eru henni kær Kjarvalsstaðir Sýning Steinunnar árið 1975 á Kjarvalsstöðum.  Undir Regnbogann nefnist nýútkomin bók um ævi og störf listakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur  Steinunn segir frá fjölskyldu sinni og vinum, ástríðunni fyrir leirlist- inni og kynnum sínum af myndlistinni á efri árum List Steinunn sendi tvo muni sýningarinnar 1975 á sýningu í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.