Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 28

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Hvað ef Guð væri meðalvor, venjulegur sóði meðhor?“ spurði einsmell-ungurinn Joan Osborne í frægu lagi sínu á miðjum tíunda áratugnum. Í belgísku gamanmynd- inni Glænýja testamentinu er þeirri spurningu svarað svo um munar, þar sem Guð er sýndur sem hálfgert rustamenni, sem býr í íbúð í hinni gráu Brussel. Skaparinn er langt í frá algóður og alsjáandi. Heimaskrifstofa hans er full af skjölum um örlög hvers einasta einstaklings, og þar situr Guð alla daga með sígarettuna í munnvikinu og skemmtir sér við að gera mannfólkinu lífið eins leitt og hugsast getur, til dæmis með því að gera það að náttúrulögmáli að ristað brauð með sultu sem dettur á gólfið lendi alltaf með sultuna niður. Hið neikvæða fas Guðs bitnar nokkuð á fjölskyldulífinu í íbúðinni í Brussel, þar sem hann býr með konu sinni og dóttur. Kona Guðs er kúguð af manni sínum og má varla ryksuga né horfa á hafnabolta, uppáhaldsíþróttina sína. Dóttir Guðs, hin 12 ára gamla Ea, er ekki sátt við lífið með hinum hrjúfa föður sínum og ákveður að taka í taumana. Hún flýr til mann- heima og leitar þar að sex nýjum postulum sem muni hjálpa henni að skrifa glænýtt testament og breyta þannig heiminum í stað þar sem góðmennska frekar en þórðargleði Guðs ræður ríkjum. Guð er hins vegar ekki par sáttur við uppátæki dóttur sinnar og fer á eftir Eu. Glænýja testamentið er kolsvört kómedía um tilgang lífsins, og það hvað mannfólkið myndi gera ef það vissi skapadægur sitt. Húmorinn fer um víðan völl, allt frá ítarlegum lýs- ingum á því hvernig hin endalausu „lögmál“ Guðs koma niður á mann- fólkinu niður í absúrd ástarsamband konu og górillu, sem uppgötva fyrir tilviljun að þau eru sálufélagar. Leikarar myndarinnar standa sig með mikilli prýði, þó að flestir þeirra séu lítið þekktir meðal ís- lenskra áhorfenda, fyrir utan stór- leikkonuna Catherine Deneuve, sem leikur Martine, óánægða eiginkonu sem tekur málin í sínar hendur. Á engan er þó hallað þó að belgíska gamanleikaranum Benoit Poelv- oorde sé sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína sem Guð. Í með- förum hans verður skaparinn að belgískum og bitrum bastarði, án þess þó að hann verði að algjöru skrímsli. Helsti galli myndarinnar er sá að hún dettur ögn niður á lokakaflan- um, enda erfitt að tvinna saman alla þá margslungnu þræði sem í henni eru og binda lokahnút á þá svo vel sé. Engu að síður nær myndin að halda þokkalega velli út í gegn. Glænýja testamentið er því ágæt- is gamanmynd sem nær sífellt að koma áhorfendum þægilega á óvart en vekur jafnframt spurningar sem hægt er að pæla í löngu eftir að myndinni lýkur. Dýrslegt eðli Martine (Catherine Deneuve) sést hér í tygjum við sálufélaga sinn, myndarlega górillu, í belgísku gamanmyndinni Glænýja testamentið. Hvað ef Guð byggi í Brussel? Bíó Paradís Glænýja testamentið bbbbn Leikstjóri: Jaco van Dormael. Handrit: Jaco Van Dormael, Thomas Gunzig. Að- alhlutverk: Pilip Groyne, Benoit Poelv- oorde, Francois Damiens, Yolande Mor- eau og Catherine Deneuve. Belgía 2015, 106 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Þegar hrottaleg morð benda til að raðmorðingi gangi laus ákveður rannsóknarlögreglumaðurinn Joe Merriweather að kalla til sjáand- ann og fyrrverandi lögreglumanninn John Clancy. IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20, Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20, Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 Solace The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Steve Jobs Opinská mynd um snillinginn Steve Jobs, stofnanda Apple og frumkvöðul stafrænu byltingarinnar. Metacritic 82/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Smárabíó 20.00 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse  16Þrír skátar, á lokakvöldi úti- legunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sín- um frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar ör- lög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.40 Klovn Forever 14 Casper flytur til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Háskólabíó 20.00, 22.20 Burnt 12 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísar- borgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 17.30 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 22.40 Black Mass 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sb. Kringlunni 20.00, Sicario 16 Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 The Intern Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 17.30 Hanaslagur Tótó er ungur hani á búgarði sem dreymir um að verða stór og sterkur bardagahani. IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 16.50 Smárabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Þrestir 12 Háskólabíó 17.30 Bíó Paradís 18.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Á stríðsárunum fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Bíó Paradís 18.00 Glænýja testamentið Morgunblaðið bbbbn Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 22.00 The Program David Walsh sannfærðist al- gjörlega um að Lance Arms- trong hefði notað lyf til að auka getu sína eftir að hann vann Tour De France í fyrsta skipti. Metacritic 61/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Macbeth Bíó Paradís 20.00 Valley of Love Isabelle og Gérard hittast á sérkennilegum forsendum í Dauðadal Kaliforníuríkis, en þau hafa ekki séð hvort ann- að í mörg ár. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 18.00 Bönnuð innan 18 ára Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 20.00 Fúsi Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Katniss Everdeen er nú orðin leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól, þó að hún viti enn ekki alveg hverjum á að treysta fullkomlega. Metacritic 75/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 19.00, 20.00, 22.30 Smárabíó 16.00, 17.00, 17.00, 20.00, 20.00, 21.00, 22.50, 22.50 Háskólabíó 18.00, 20.00, 21.00 Sambíóin Keflavík 19.00, 22.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.40 The Hunger Games: Mockingjay 2 12 James Bond, uppgötvar dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð Spectre. Morgnblaðið bbbbn Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.00, 23.10 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 18.00, 20.00, 23.00 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 SPECTRE 12 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.