Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 32

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 32
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2015  Styrktartónleikar Hollvinasamtaka Reykjalundar verða haldnir í Grafar- vogskirkju annað kvöld kl. 20 í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Kynnir kvöldsins er Þorsteinn Guð- mundsson leikari. Á tónleikunum koma m.a. fram Ragnar Bjarnason, Valgerður Guðnadóttir, Þór Breið- fjörð, Karlakór Reykjavíkur, Þórunn Lárusardóttir, Páll Óskar og Monika Abendroth, Gunnar Þórðarson, Bubbi Morthens, Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Styrktartónleikar í Grafarvogskirkju Erindi um konkret- ljóð og dadaisma  Tvö erindi um framúrstefnuljóð, prenttilraunir og bókverk á 20. öld verða flutt í fyrirlestrasal Þjóðar- bókhlöðu á morgun, þriðjudag, kl. 12.05 í tengslum við sýninguna „dadadieterdúr – samruni orðlistar og myndlistar“. Úlfhildur Dagsdóttir verður með erindi um konkretljóð Óskars Árna Óskarssonar og Sjón en Ólafur Engilbertsson fjallar um dada- isma og útgáfur Medúsu og Smekk- leysu. Efnt er til fyrirlestranna í sam- vinnu við Rannsóknastofu um framúrstefnu við HÍ. Dadaisminn spratt fram í Sviss ár- ið 1915. „Dada var sprenging í mynd- list, bókmenntum og fleiri list- greinum. Fyrri heimsstyrjöldin var í algleymingi og öllum viðteknum hefðum var ögrað, handa- hófskenndur texti varð að ljóði, úr- klippur og rusl að list,“ segir m.a. í kynningarefni um sýninguna. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð tókst botnliði Olís-deildar karla í handknattleik, Vík- ingum, að vinna FH-inga á heimavelli sínum í gær- kvöldi á sannfærandi hátt, 30:27. Víkingar reka þó áfram lestina í deildinni en heldur virðist vera að síga á ógæfuhliðina hjá FH-ingum. Valur komst á sigurbraut á ný með sigri á Gróttu, 25:24, á Seltjarnarnesi. »4 Botnliðið lagði FH-inga „Við fögnuðum vel og lengi og vorum í raun að fagna árangri tímabilsins í heild,“ sagði Guðbjörg Gunnars- dóttir, landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, sem varð bikarmeistari með Lilleström í Noregi um helgina en lið- ið varð fyrir nokkru einnig norskur meistari. Guðbjörg hefur ákveðið að róa á önnur mið fyrir næsta keppnis- tímabil. »1 Guðbjörg kvaddi með sigri í bikarkeppninni „Það er frábært að hafa náð að landa bikarmeistaratitlinum og vinna tvö- falt. Það er ekki hægt að biðja um miklu meira. Við erum reyndar búnir að klúðra okkar málum í Evrópudeild- inni, en ég held að uppskera tímabils- ins sé vel viðunandi,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson en hann og Matthías Vilhjálmsson urðu norskir bikar- meistarar með Rosenborg í gær. »1 Það er ekki hægt að biðja um mikið meira Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það verður rosalega gaman að spila með Sinfóníuhljómsveitinni. Ég er mjög spenntur og það er gaman að koma heim,“ segir Bald- vin Oddsson trompetleikari, sem hefur gert garðinn frægan bæði innan og utan landsteinanna fyrir hæfileika sína með trompetinn. Baldvin spilar einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands 3. desember nk. en það er ekki í fyrsta sinn sem hann stígur á svið með hljómsveit- inni. Þrátt fyrir ungan aldur hélt Bald- vin einn á vit ævintýranna í Banda- ríkjunum fyrir sex árum, þá 15 ára gamall. Þar lagði hann stund á framhaldsnám, fyrst við Interlochen Arts Academy í Michigan, síðan við San Francisco Conservatory of Mu- sic í samnefndri borg og loks hjá Stephen Burns í Chicago. Nú er hann á lokaári sínu við Manhattan School of Music í New York. „Þetta er mikil vinna og maður má aldrei gefast upp,“ segir Baldvin um góðan árangur sinn. „Það stoppar mig ekkert“ Það hafa margir komið að tónlist- armenntun Baldvins í gegnum tíð- ina og allir lagt sitt af mörkum. Faðir Baldvins, Oddur Björnsson, hefur verið honum vel innan handar í tónlistarnáminu frá upphafi. „Pabbi passaði upp á að við æfðum okkur alltaf. Svo kom áhuginn seinna meir og svo verður hljóð- færaleikurinn partur af manni,“ segir Baldvin en spilamennskan sé ákveðið sport á sama tíma og þetta sé tónlist. Baldvin fékk inngöngu í tónlistar- skóla í San Francisco þegar hann var nýorðinn 17 ára og varð þannig yngsti nemandi skólans í 150 ára sögu hans. Nú stefnir hann á að vinna sér stöðu í sinfóníuhljómsveit og hefur þegar hafið prufuspil fyrir ýmsar hljómsveitir. „Flestir fá ekki stöðu fyrr en 24-25 ára en það stoppar mig ekkert,“ segir Baldvin, spenntur fyrir framhaldinu. Skapar sinn eigin persónuleika „Ég tek sitt lítið frá hverjum sem hentar mér og þannig verð ég að persónuleika,“ segir Baldvin en hann hafi verið heppinn með kenn- ara í gegnum tíðina. Hver og einn hafi fært honum eitthvað sem bæti hann sem tónlistarmann. Baldvin hefur sjálfur tekið að sér að kenna nemendum í Bandaríkjun- um. „Ég rukka fólk ekki fyrir það, ég er bara að gefa til baka. Það hafa margir verið mjög góðir við mig.“ „Maður má aldrei gefast upp“  Baldvin Odds- son trompetleikari spilar með Sinfó Einleikari Baldvin Oddsson kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu 3. desember nk. Hann hefur áður leikið með sveitinni. Baldvin er fjórði ættliður málm- blásara í beinan karllegg. Fyrir eru faðir hans, Oddur Björnsson básúnuleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands síðastliðin 30 ár, og afi hans, Björn R. Ein- arsson hljómsveitarstjóri og básúnuleikari. Hann var einn af stofnendum sinfóníuhljóm- sveitarinnar og lék með henni í 45 ár. Þá var langafi hans, Einar Jórmann Jónsson, söngmaður og básúnuleikari. Baldvin er að eigin sögn „flugfreyjubarn“ og hefur nýtt flugþjónustu flugfélagsins Ice- landair óspart í gegnum tíðina en móðir hans er Ásta Kristín Gunnarsdóttir, flugfreyja og hjúkrunarfræðingur. „Ég hefði ekki getað gert allt sem ég geri án Icelandair,“ seg- ir hann og bætir við að flugvél- arnar séu í raun eins og heimili hans í skýjunum. Fjórði ætt- liður málm- blásara TÓNLISTARÁHUGI LANGT AFTUR Í ÆTTIR VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1.Snérist Abdeslam hugur? 2. Vill láta reka Bigga löggu 3.Fórnarlambið reyndist … 4. Fjórar stúlkur sprengdu sig … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Norðvestan 13-20 m/s norðaustantil en annars 8-13 m/s. Él um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Frost 0 til 8 stig, kaldast til landsins. Á miðvikudag Fremur hæg breytileg átt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 15-23 m/s og víða skúrir og síðar él, hvassast syðst en hægari og bjart með köflum fyrir austan. Kólnandi veður fyrst norðvestantil. VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.