Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Page 9

Víkurfréttir - 28.08.1986, Page 9
VfKUR-fréttir Fimmtudagur 28. ágúst 1986 9 Rósa Guðna snyrtifræðingur Jón G. Briem, lögfræðingur og ásamt unnusta sínum. Asbjörn Jónsson ásamt eiginkonum uppstillt í nýja plássinu. ÚTSALA Rýmingar- sala á morgun, föstudag og laugar- dag vegna breytinga. 30-50% afsláttur DUUS-HÚSGÖGN Hafnargötu 90 - Sími 2009 Séð niður innganginn í nýja versfunarhúsnæði Skóbúðarinnar. Glæsilegt verslunarhúsnæði vígt á 40 ára afmæli Skóbúðarinnar Glæsilegt verslunarhús- næði að Hafnargötu 35 í Keflavík var formlega vígt sl. laugardag. Það er í eigu þeirra Erlu Sigurbergsdótt- ur og Jóns Þorsteinssonar sem eru eigendur Skóbúð- arinnar í Keflavík. Nýja húsnæðið sem er á tveim hæðum hefur aðeins verið í byggingu í u.þ.b. eitt ár. Það er nýtískulegt og skemmtilega „útfært“ ef svo má segja eins og bæjar- búar hafa séð sem þangað hafa komið. I húsnæðinu hafa 7 fyrirtæki aðsetur: Skóbúðin í Keflavík, Lítt’inn hjá Óla, Hár- greiðslustofan Lilja Braga, Lögfræðiskrifstofa Jóns G. Briem, Snyrti- og nudd- stofa Rósu Guðna og loks Tannréttingastofa sem bráðlega opnar þarna. Arkitekt að húsinu var Guðmundur Gunnarsson en aðal byggingarverktaki var Húsanes. Skóbúðin í Keflavík er með elstu verslunum í Keflavík. Hún hóf rekstur árið 1945, eða fyrir rúmum 40 árum. Núverandi eig- endur hafa rekið hana sl. 25 ár og má því með sanni segja að þetta hafi verið gleðileg tímamót hjá þeim Jóni og Erlu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á reisugildinu sl. laugardag en þá heim- sótti fjöldi manns þau hjón til að samfagna þeim við þetta tækifæri. -pket. FYRIRTÆKI TIL SÖLU Til leigu er byggingafyrirtæki á Suður- nesjum. Fyrirtækið sem er í fullum rekstri er með stórt verkstæði (300 ferm.) búið nýlegum tækjum. Steypumót gætu fylgt. Nánari upplýsingar veittar í síma 92:2974 milli kl.20.00-22.00 virka dagatil 3.sept. n.k. _____VEITINGAHÚSIN_ GLAUMBERG og SJÁVARGULLIÐ ATVINNA í BOÐI 1. FJÁRMÁLASTJÓRI: I starfinu felst fjármálastjórn og yfir stjórn með öllu skrifstofuhaldi. Reynsla og þekking áskilin. Meðallar umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál. 2. SKRIFSTOFUSTARF: í starfinu felst öll almenn skrifstofu- vinna, launaútreikningur o.fl. Vinnu- tími frá kl. 8-12, virka daga. Starfs- reynsla áskilin. í framtíðinni gæti orðið um heilsdags starf að ræða. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir ásamt upplýsingum sem umsækjendur telja nauðsynlegt að fram komi sendist Veitingahúsinu Glaumbergi, Vesturbraut 17, pósthólf 128, 230 Keflavík, fyrir 5. september. Hjónin Erla Sigurbergsdóttir og Jón Þorsteinsson, eigendur Skó- búðarinnar. Með þeim á myndinni er Bryndís dóttir þeirra. J

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.