Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 08.01.1987, Síða 6

Víkurfréttir - 08.01.1987, Síða 6
6 Fimmtudagur 8. janúar 1987 VÍKUR-fréttir orövar- Skíðaferðir - Bláfjöll í janúar og febrúar Laugardaga og sunnudaga kl. 10.30 frá Keflavík. Farið frá Sparkaup og íþrótta- húsinu í Keflavík. Ferðir frá Grindavík, Sandgerði og Garði laugardaga kl. 10, ef panta fimm eðafleiri. Pantanir í síma 4444 fyrir kl. 9.30 laugar- dagsmorgun. Lesið inn á símsvarann kl. 8.30 alla daga, sími 1111. STEINDÓR SIGURÐSSON Ferðaþjónusta Sufíumesja Iðnaðarhúsnæði óskast Óska eftir 200-300 ferm. iðnaðarhúsnæði til leigu. Lágmarkslofthæð 4 metrar. Upp- lýsingar gefur Hannes Ragnarsson í síma 4344. Skynsöm og óspillt láglaunastétt Ekki er það séríslenskt fyrirbæri að fólk bregði sér úr landi í verslunarerind- um. Sú viðleitni manna, að fá sem mest fyrir aurana sína viðgengst í öllum lönd- um heims. Viðast hvar er þetta ekki meira mál en að skreppa upp á Akranes eða austur fyrir fjall, tekur kannski hálfan eða heilan dag, og kostar sáralítið. Hér á íslandi gegnir allt öðru máli. Það er ntikið og dýrt ferðalag, sem aust- firðingar og norðlendingar leggja i tii næsta kaupstað- ar erlendis, alla leið til Glasgow. Venjulegt fólk fer ekki í slíka innkaupatúra nema örsjaldan á ævinni, og kannski er það ástæðan fyrir því að það er sérstak- ur stíll yfir landanum þessa 3 daga sem búðarrápið stendur. Þar gílda nefni- lega lögmálin: Því meira sem þú eyðir, því meiri er ÍBÚÐIR FYRIR UNGA FÓLKIÐ AÐ BREKKUSTlG 33 í NJARÐVÍK Aðeins tvær íbúðir óseldar: Ein 2ja herb. íbúð 70 m2 ....... kr. 1.700 þús. Ein 3ja herb. íbúð 86 m2 ....... kr. 1.900 þús. ATH.: Allar íbúðir Dæmi um hugsanleg greiðslukjör: 2ja herb. íbúð 70 m2 Við undirritun kaupsamn. 200 þús. Með húsnæðisláni ... 1.350 þús. Með mánaðarl. greiðslum á 12 mán. (12.500) .. 150 þús. Samtals 1.700 þús. með sér þvottahúsi. Dæmi um hugsanleg greiðslukjön 3ja herb. íbúð 90 m2 Við undirritun kaupsamn. 200 þús. Með húnæðisláni .... 1.350 þús. Með mánaðarl. greiðslum á 17 mán (20.588) ... 350 þús. Samtals 1.900.000 BYGGINGARAÐILI: Hilmar Hafsteinsson Sími 1303 SÖLUAÐILI: Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Sími 1420 gróðlnn, og því meira sem þú drekkur, því betri eru áhrifin. Skotar skilja manna best drykkjulögmál- ið, en kaupæðið er núorðið óskiljanlegt, þess vegna taka þeir við aurunum og krítarkortunum svo til möglunarlaust. Eitthvað er nú bogið við verðlagningu á Islandi, ef 100 þúsund kr. verðmæti fást fvrir 20 þúsund kr. er- lendis, sama er hvort keypt- ur er fatnaður, bilar eða brennivín. Enn furðulegra er, að ferðamaður fær refja- laust gjaldeyri fyrir 80 þús- und kr., en má ekki, strangt til tekið, koma heim með meiri verðmæti en sem nemur 7 þúsund kr. Tollverðir eru upp til liópa skynsöm og óspillt láglaunastétt, sem lítur óhýru auga verslunareig- endur, sem koma mánaðar- lega í gegnum tollinn með 10-15 ferðatöskur. Aftur á móti skilja þeir vel fátækt barnafólk, sem hefur það framtak annað hvert ár, að fimmfalda kaupmátt barnalifeyrisins. Þeir arg- ast því ekki í fólki sem kemur slituppgefið með 2-3 ferðatöskur, þó vita þeir að lagalega séð er það 2-3 töskum of mikið. Og hver láir tollverði að líta á það sem efnahagsbrot og óráðsíu, að fara til útlanda með alla vasa útíroðna af peningum og eyða þeim öllum í sukk og svinarí? Kaupa kannski ekkert annað en fötin sem þeir standa í við heimkomuna, kassa af bjór og brennivíns- fiösku í Frihöfninni, til að slá á timburmennina. Sam- kvæmt tollalöggjöfinni eru þetta einu farþegarnir, sem koma með löglega mikinn varning með sér inn í landið. Sem sagt löglegir en siðlausir ferðamenn. Eða er það tollalöggjöfin, sem er svo siðlaus, að hún geriri venjulega íslenska ferða- menn upp til hópa að afbrotalýð, ef tollverðir liefðu ekki vit fyrir löggjaf- annm. ORÐVAR :getraunir: „Árið skilaði vel af sér“ „Þetta ár skilaði vel af sér, rúmlega þrjú hundruð þúsundum. Eg er mjög ánægður með það“, segir næsti spekingur okkar, Halldór Rúnar Þorkelsson, starfsmaður hjá Brynjólfi hf. í Njarðvík. Halldór er einn af svokölluðum „atvinnu-tippurum" á Suðurnesjum, tekur þetta alvarlega, enda árangurinn eftir því. „Eg fékk tvo stóra vinninga á sl. ári, 72 þús. í október og 231 þús. á annan í jólum, bæði skiptin fyrir 11 rétta, síðan slatta af smávinningum. Eg er með fast kerfi, 9 gula seðla á viku, kerfi sem ég bý til sjálfur. Maður pælir mikið í þessu, er með fullan skáp af bókum um þetta og svo hef ég búið til mikið af kerfum og margir hafa fengið þau lánuð hjá mér. Dellukarl? Já, það er óhætt að segja það. Ég hef mikinn áhuga á ensku knattspyrnunni og mitt uppáhaldslið er Derby County. Það er núna við toppinni2. deild. Égbyrj- aði að halda með þeim þegar Bryan Cough var við stjórn- völinn, sá frægi kappi, þannig að ég hef taugar með karli og hans liði núna, Nottingham Forest“, sagði Halldór Rúnar Þorkelsson, sem hélt uppteknum hætti í 1. leikviku á þessu ári, - var með 10 rétta. Já, þeir geta það þessir atvinnumenn. Heildarspá Halldórs: Aston Villa - Chelsea .... 1 C. Palace - Nott’m Forest 2 Everton - Southampton . . 1 Grimsby - Stoke ........ 1 Ipswich - Birmingham .. X Man. Utd. - Man. City .. X Portsmouth - Blackburn . 1 Q.P.R. - Leicester ..... X Reading - Arsenal ...... 1 Sheff. Wed. - Derby .... 1 Shrewsbury - Hull...... X Wimbledon - Sunderland . 2 Rúnar með fjóra rétta Síðasti spekingur okkar, Rúnar Georgsson, var með 4 rétta. Það urðu hræringar á toppnum síðustu vikurnar á liðnu ári. Olafur Thordersen skaust í efsta sætið með 8 rétta, á eftir koma þeir Sigurður J. Sigurðsson, Indriði Jó- hannsson og Ævar Már Finnsson, allir með 7 rétta.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.