Víkurfréttir - 01.10.1987, Qupperneq 5
VÍKUR
juUli
Fimmtudagur 1. október 1987 5
Kunnir Lionsmenn pakka perum áður en þær eru seldar. F.v.: Börkur Eiríksson, Hilmar Pélurs'son',
Jón H. Jónsson, Guðlaugur Arnaldsson, Tómas Tómasson, Haukur Magnússon, Marteinn Árnason.
Ljósm.: pket
Baldur KE 97.
Ljósm. pket.
BALDUR KE 97:
Á fjórða þúsund
lifandi lúður
Frá því að dragnótaveiðar
hófust 15. júlí í sumar hefur
dragnótabáturinn Baldur KE
97 komið með að landi á
fjórða þúsund stykki af lif-
andi lúðum, sem gómaðar eru
fyrir lúðueldið hjá íslandslaxi
h.f., Grindavík.
Að sögn Kristjáns Ingi-
bergssonar, skipstjóra, er
dragnótin besta veiðarfærið
til að ná lúðunni óskaddaðri
og lifandi. Um borð í bátnum
er hún sett í plastkör, sem sjó
er dælt viðstöðulaust í með
sérstakri dælu. Þegar bátur-
inn kemur að landi eru körin
hífð upp á vörubílspall og
þeim síðan ekið að Islands-
laxi, þar sem lúðunni er síðan
sleppt í sérstök eldisker.
Sértímar - karla og kvenna
Blandaðir tímar
Frjálsir tímar
Leiðbeinandi: Björk Birgisdóttir Olsen
PERLAN
Hafnargötu 32
Keflavík
Simi 14455
ÞREKMIÐSTÖÐ - SÓLBAÐSSTOFA
PERUSALA
LIONSMANNA
Á morgun, föstudag, eftir
kl. 17, munu Lionsmenn í
Keflavík ganga i hús og
bjóða ljósperur til sölu.
Perusala þessi hefur verið
árviss í meira en 20 ár. Öllum
ágóða er varið til líknarmála
og hafa mörg félög notið
stuðnings Lionsklúbbs
Keflavíkur á undanförnum
árum, s.s. Sjúkrahús Kefla-
víkur, Garðvangur og Hlé-
vangur, Þroskahjálp, ein-
staklingar á sjúkrahúsum og
elliheimilum á Suðurnesjum,
Iþróttafélag fadaðra, Heyrn-
leysingjaskóli íslands, Sjálfs-
björg, Landssamb. hjarta-
sjúklinga, Endurhæfingar-
stöðin á Reykjalundi, nokk-
ur fötluð börn og unglingar á
Suðurnesjum o.m.fl.
Allt söfnunarfé rennur til
hjálpar- og liknarstarfa, og
að mestu leyti á Suðurnesj-
um.
Það er von Lionsmanna að
Suðurnesjabúar taki vel á
móti þeim, en verðið á peru-
pakkanum er að þessu sinni
600 kr.
Formaður Lionsklúbbs
Keflavíkur er Sigurður Þor-
kelsson og formaður fjáröfl-
unarnefndar er Ellert Eiríks-
son, en auk hans sitja þeir
Magnús Haraldsson og
Hinrik Albertsson í nefnd-
ínm.
fr V K
SPORTBUÐ ÓSKARS
VIÐ VATNSNESTORG - SÍMI 14922
Húseigendur
Tökum að okkur alla almenna trésmíðavinnu
t.d. viðgerðir og parketlögn. - Upplýsingar í
símum 12871, 46690 og 68586.
Erobikk
Innritun í
ný námskeið
er hafin.