Víkurfréttir - 01.10.1987, Síða 12
mm
12
Fimmtudagur 1. október 1987
| jþttUi
Vatnsleysustrandarhreppur:
Slitlag lagt á
1 km í haust
Nú standa yfir fram-
kvæmdir við að lyfta upp um
einum kílómetra af gamla
Keflavíkurveginum, þar sem
hann liggur um Vatnsleysu-
strönd. Að sögn Vilhjálms
Grímssonar, sveitarstjóra
Vatnsleysustrandarhrepps, er
það sýsluvegasjóður sem
stendur að framkvæmdum
þessum.
Verður veginum lyft upp
um 30-40 sentimetra að með-
altali og síðan, ef veður leyfa,
á að leggja slitlag á þennan
kafla síðar í haust. Umrædd-
ur kafli liggur frá þeim stað
sem núverandi slitlag endar
innan við Nesbú og inn eftir
ströndinni.
iGUjU
SKEMMDARVERK
Bilflðkin horfin og undirbúningur fyrir slitlag hafinn.
Ljósm.: epj.
Menn sem áttu leið hjá
dæluskúr, sem stendur við
vatnstankinn ofan Eyja-
byggðar í Keflavík, í síðustu
viku veittu því athygli að
þrjár rúður í skúrnum.
Þá var brotin rúða í útihurð
verslunarinnar Rafbæjar að
Hafnargötu 18 í Keflavík. En
að undanförnu hefur nokkuð
Gott framtak
skemmdarverk höfðu verið
unnin þar. Var búið að brjóta
verið um skemmdarverk af
þessu tagi í Keflavík.
Við Brekkustíg í Njarðvík | flök af stórvirkumvörubílum
hafa til skamms tíma verið I í eigu Vilhjálms Eyjólfssonar,
- Raðauglýsingar - Ýmislegt
KEFLVÍKINGAR
REYKNESINGAR
Hádegisverðarfundur verður með þing-
mönnum Framsóknarflokksins í Reykja-
neskjördæmi á Glóðinni laugardaginn 3.
október kl. 12. Hádegisverður kr. 600. -
Framsóknarmenn - fjölmennið!
Framsóknarfélögin í Keflavík
Keflvíkingar
athugið
Hjá okkur verða fundir um bæjarmál í vet-
ur 1. og 3. mánudag hvers mánaðar kl.
20.30 í Framsóknarhúsinu. Alltaf heitt á
könnunni. - Allir velkomnir
Framsóknarfélögin
Bæjarbúar,
Keflavík
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins verða
með fasta viðtalstíma í vetur 1. og 3. mánu-
dag hvers mánaðar í Framsóknarhúsinu
kl. 20.30-22.30.
Drífa og Magnús
Útgerðarmenn
Skipstjórar
Óskum eftir línubátum í viðskipti.
Beitinga- og klefaaðstaða á staðnum.
Uppl. í símum 14462, 13362 og 13883.
Firmakeppni
UMFK
í knattspyrnu
verður haldin helgina 10. og 11. október í
íþtóttahúsi Keflavíkur.
Þátttaka tilkynnist í síma 14472, 12635
Gísli, og 12324 Gunnar, fyrir fimmtudags-
kvöld 8. okt.
UMFK
Meirapróf
Námskeið til undirbúnings meiraprófs
verður haldið í Keflavík ef næg þátttaka
fæst. Innritun er hafin.
Væntanlegir þátttakendur hafi samband
við Bifreiðaeftirlitið sem fyrst, eigi síðar en
fimmtudaginn 15. október n.k.
Bifreiðaeftirlit ríkisins
Keflavík
Innri-Njarðvík. Þessi flök
hafa verið þymir í augum
ými'ssa umhverfissinna og
birtist t.d. mynd af þeim hér í
blaðinu í sumar, þegar gerð
var úttekt á þessum málum í
Njarðvík í samráði við heil-
brigðisfulltrúa.
Þó eigandi flakanna hafi
ekki séð ástæðu til að íjar-
lægja þau ótilkvaddur hefur
eigandi húss þess, sem þau
stóðu við, gert það og meira
en það. Umræddur aðili,
Halldór Brynjólfsson, hefur
nú síðustu vikumar unnið af
miklum dugnaði við að
hreinsa í kringum húsið og
gera það hið snyrtilegasta á
allan hátt.
Afmæli
70 ára verður n.k. laugar-
dag 3. okt., frú Svanhvít Sig-
urjónsdóttir, Sólvallagötu 28
Keflavík. Hún og maður
hennar, Vikar Arnason, ætla
að taka á móti gestum á
Glóðinni, efri sal, milli kl. 16
og 19 á afmælisdaginn.
Kirkjudagur
í Garði
Kiwanisklúbburinn Hof í
Garði stendur fyrir sérstökum
kirkjudegi n.k. sunnudag kl. 14
í Utskálakirkju. Kiwanismenn
hvetja Garðmenn og aðra Suð-
urnesjabúa til að fjölmenna á
messu.