Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 05.11.1987, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 05.11.1987, Qupperneq 1
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs, fyrstu 8 mánuði ársins: 20 mnlj. kr. halli Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjúkra- hússins, upplýsti stjórn SK um það nýverið, að sam- kvæmt rekstrarskýrslum fyrstu 8 mánuði ársins væri TRÉ-X, Keflavík: Lágmarks- laun 60 þús. á mánuði Eftir að vinnutíma í tré- smiðju Þorvaldar Olafs- sonar hf. í Keflavík var breytt frá hefðbundnum vinnutíma í vaktavinnu hefur ásókn í störf í verk- smiðjunni stóraukist og er nú svo komið að atvinnu- umsóknir berast daglega að sögn Þorvaldar Olafs- sonar. „Þetta hefur komið sér vel fyrir fyrirtækið og einnig starfsfólkið,“ sagði Þorvaldur í samtali við Víkurfréttir. Við breytinguna á vinnutíma hafa laun starfsfólks hækkað og lægstu laun, sem greidd eru í verksmiðjunni, eru nú um 60 þús. kr. á mán- uði. Sjá frásögn á bls. 7. hallinn orðinn 20.655.000, þar af vextir 7 milljónir kr- V e g n a þ e s s a u r ð u snarpar umræður á síðasta fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur. Lýsti Ingólfur Fals- son m.a. yflr áhvggjum sín- um vegna þessm Hannes Einarsson bæjarfulltrúi taldi að halli þessi væri upp- söfnun undanfarinna ára og það án þess að sveitar- stjórnarmenn á Suðurnesj- EDLUR í LEIFS- STÖB „Þetta er að verða allsherjar dýra- og blómagarður, þessi flugstöð", sagði starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í samtali við Víkur-fréttir, en fyrir stuttu komu til landsins tvær stórar trjáplöntur, sem settar voru upp í stöðinni. I trjánum leyndust óvenjulegir og óhuggulegir fulltrúar úr dýraríki Ameríku, litlar, Ijósgrænar eðlur, um 10 cm langar með hala. Hefur ein þeirra náðst og verið skilað til flugmálastjórnar, sem kom henni til byggingareftirlits flugstöðvarinnar. Starfs- maður eftirlitsins vildi ekki segja frá afdrifum eðlunnar, sem blaðamaður vildi ná Ijósmynd af. Trjáplönturnar tvær sem staðsettar eru á annarri hæð flug- stöðvarinnar, eru innfluttar frá Florida og kostuðu samtals um eina milljón króna. Bannað er samkvæmt lögum að flytja inn pottaplöntur frá Bandaríkjunum, en talið er að undanþága hafi verið veitt fyrir þessum plöntum. Ekki náðist í yfirmenn hjá flugmálastjórn til að tjá sig um þessi mál. - Sjá nánar á bls. 4 um hefðu almenna vitn- eskju um málið. Ingólfur Falsson vildi ekki meðganga það, að sveitarstjórnarmenn liefðu ekki vitað í hvað stefndi, þar sem reikningarnir hefðu legið frammi á opn- um aðalfundum frá því á árinu 1982. Endurtók Ing- óifur áhyggjur sínar og taldi að hér væri um hrika- legt mál að ræða. Litlar eðlur komu með þessu tre, sem kostaði tæpa hálfa milljón. Ljósm.: pket. Hótuðu lögreglunni líkamsárás Lögreglan í Keflavík þurfti um síðustu helgi að hafa afskipti af varnarliðs- mönnum, sem létu ófriðlega á einni af íbúða- götum bæjarins. Um var að ræða fimm aðila og brúk- uðu þeir munn við lögregl- una auk þess sem þeir hótuðu lögreglumönnun- um líkamsárásum og lim- lestingum Voru þeir handteknir á staðnum og fluttir á lög- reglustöðina, en þangað sótti herlögreglan þá og flutti í handjárnum upp á Keflavíkurflugvöll. Aukin afskipti lögregl- unnar í Keflavík af varnar- liðsmönnuni hefur orðið mikil að undanförnu. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu virðast úti- vistarreglur varnarliðs- manna vera frekar í lausu lofti, því þó þeim sé bannað að fara út af vellinum eftir ákveðinn tíma, er ekkert eftirlit með þeim sem fara út fyrir þann tíma, þ.e. kl. 23.30. Virðist því sem hér sé á ferðinni mikið og aukið vandamál sem taka þarf nú þegar föstum tökum. Dvalheimili aldraðra Suðurnesjum: Hættir Keflavíkurbær samstarfinu? Á undanförnum bæjar- stjórnarfundum í Kefla- vík hefur borið á óánægju allra bæjarfulltrúa varð- andi samstarfið um rekst- ur dvalarheimila á Suð- urnesjum. Hefur óánægja þessi magnast eftir að fleiri sveitarfélög á Suður- nesjum hafa lýst skoðun sinni varðandi viðbygg- ingu við Hlévang í Kefla- vík. í umræðum bæjarfull- trúa á síðasta bæjarstjórn- arfundi kom þetta mjög glögglega í ljós, eins og sést á eftirfarandi tilvitn- unum: Garðar Oddgeirsson og Ingólfur Falsson: „Kanna verður hvort við séum ekki betur settir einir og sér“. Hannes Einarsson: „Vafasamar forsendur að vera lengur í þessu sam- starfi. Verðum því að taka þessi mál til endurskoð- unar, ef ekki verður byggt viðbótar elliheimili hér í Keflavík“. Guðfinnur Sigurvins- son: „Með ólíkindum, þessi mótspyrna sem for- maður DS og fulltrúi okkar hefur þurft að þola í stjórn DS. Er ég því orðinn ansi þreyttur á því hvernigþessi mál ganga“. Garðar Oddgeirsson: „Vera okkar í DS er tíma- skekkja, gamla fólkið vill vera í sinni heimabyggð“.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.