Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 4
\)ikuh 4 Fimmtudagur 5. nóvember 1987 frUUt LEIFSSTÖÐ ENN í SVIÐSLJÖSINU: EDLUR FYLGDU MED MILLJÓN KRÓNA TRJÁM „Þetta er að verða allsherjar dýra- og blómagarður, þessi flugstöð. Ég veit ekki hvað kemur næst. En það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva, vatnið kemur sjálfkrafa í stórrigningum í gegnum þakið“, sagði starfs- maður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í samtali við Víkur- fréttir, eftir nýjustu atburði í stöðinni. Fyrir nokkrunr dögum komu til landsins frá Florida í Banda- rikjunum tv:cr stórar trjáplönt- ur, sem staðsettar voru á el'ri hæðinni í flugstöðinni. Ekki einungis kostuðu plönturnar tvær um eina milljón króna sam- tals, heldur komu með þeim óboðnir, óvenjulegirogóhuggu- legir gestir úr dýrariki Ameríku, en það voru litlareðlur. Þær lágu í dvala í ferðinni yt'ir hafið en vöknuðu til lífsins i dýrustu byggingu landsins, Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessiskriðdýr sem við Íslendingar þekkjum aðeins úr bíómyndum, eru Ijós- græn að lil, um 10 cm með lang- an hala. Hefur þegar ein eðia náðst, en vitað er um (leiri ein- hvers staðar i byggingunni sem sást til. Starfsmaður í hreinsun- ardeild náði eðlunni lifandi og kom henni til tollgæslunnar, sem flutti hana í plastpoka til skrifstofu flugvallarstjóra. Víkur-fréttir reyndu að ná sambandi við Pétur Guðmunds- son flugvallarstjóra og Ásgeir Einarsson, en þeir eiga báðir sæti í byggingarnefnd flugstöðv- arinnar, en án árangurs. Guð- mundur Gunnlaugsson á skrif- stofunni, vísaði á Verkfræði- stofu Stanleys Pálssonar, sem er með byggingareftirlit í stöðinni, en sagðijafnframt: „Þettaeralls ekki Ijótt dýr, eðlur þykja meira að segja vinsæl húsdýr í Florida. Þær gera sitt gagn með því aðéta skordýr", sagði Guðmundur og lannst þetta ekki mikið mál. Þegar starfsmaður í bygging- areftirlitinu var spurður urn eðl- una vísaði hann á flugmála- stjórn. „Ég vil ekkert um málið segja, þú verður að spyrja Ás- geir", sagði hann þegar hann var spurður hvert hann hefði farið með dýrið, sem blaðamanni langaði til að ná Ijósmynd af. Ekki á hverjum degi sem eru eðlur á íslandi. Þegar heílbrígðisfulltrúi Suð- urnesja, Magnús Guðjónsson, var spurðtir hvort hann víssi urn afdrif eðlunnar, kom hann af Ijöllum og sagðist ekkert vita um málið. Trjáplönturnar tvær liafa ekki einungis vakið hneykslun starfsmanna fyrir hvað þær kosta, heldur tilvera þeirra í llugstöðinni. „Það eru komin innllutt blónt og tré um allt hús fyrir milljónir króna. Þau eiga víst að gefa súrefni frá sér til að létta á andrúmsloftinu, en það gerist ekki nema i raunverulegu umhverfi plantna", sagði enn annar starfsmaður i stöðinni, og bætti við: „Þetta er sannkallað bruðl á bruðl ofan í þessu húsi - allt svo yfirþyrmandi. En þetta fáið þið unga fóikið að borga i framtiðinni". Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér er allur innflutningur á pottaplöntum bannaður frá Bandarikjunum og ætti þá að ná yfir trjáplönt- urnar. Ekki fékkst staðfest hvort undanþága hefði verið veilt. Af trjánum fellur mikið lauf og er annað þeirra staðsett við hliðina á afgreiðsiu Landsbank- ans milt í norðurenda hússins. Þurfti að setja plast í loftið í af- greiðslunni því laufin hafa fallið skart af trénu, en viða i bygging- unni eru ekki ioftplötur í af- greiðslum, heldur opið beint upp. „Við vorum farnir að telja laul' með seðlunum, því þetta hrundi hér yiir allt í miklu magni", sögðu starfsstúlkurnar í Landsbankanum. Eins og fyrr segir náðist ekki í yfirmenn tlugmálastjórnar til að tjá sig um málið, þrátt fyrir ítrekáðar tilraunir. Annað fimm hundruð þús. kr. „eðlutréð", við afgreiðslu Lundsbankans. 1 í. Sparisjóðurinn með ný, falleg tékkhefti Kæru bæjarbúar! Þann 14. nóvember næstkomandi verður hin árlega tombóla Myllu- bakkaskóla. Að þessu sinni mun ágóðinn renna til D-álmu sjúkrahússins. Við væntum þess að þið takið börnunum jafn vel og undanfarin ár, þegar þau banka upp á. Nemendur og kennarar Myllubakkaskóla Fjölbraut gefin bátavél Fjölbrautaskóla Suður- nesja hefur borist að gjöf Wickman bátavél að verð- mæti um 500 þúsund krónur. Hefur henni verið komið fyrir í vélstjórasal. Gefendur eru útgerðar- menn frá Hellissandi, feðg- arnir Kristján Guðmunds- son og sonur hans, Guð- mundur. A fundi skóla- nefndar FS var nýlega sam- þykkt að lýsa þakklæti til gefenda fyrir hina glæsilegu gjöf. Var ákveðið að bjóða feðgunum suður þegar vélin verður formlega tekin í notk- un. Sparisjóðurinn hefurtekið í notkun ný tékkhefti sem eru að mörgu leyti frábrugðin þeim eldri. Stærsta þáttinn í útliti heftanna á Sigurjón R. Vikarsson en hann hannaði þau og Heimir Stígsson tók myndina sem notuð er í grunninn. Síðan eru heftin unnin í Grágás h.f. Keflavík. „Hefti þessi eru faglega unnin af heimamönnum frá upphafi til enda og þeim sem nálægt þeirri vinnu komu til sóma,“ sagði Grétar Grét- arsson, fulltrúi í Sparisjóðn- um, í samtali við Víkurfrétt- ir. Sagði hann að leitað hefði verið til ýmissa aðila með hönnun heftisins, m.a. aðila utan svæðisins, en niðurstað- an orðið þessi. Er mynd heftisins mjög táknræn fyrir Suðurnes, brimalda og sjáv- arfuglinn. Samhliða þessum nýju heftum eru nú öll hefti merkt hverjum afgreiðslustað fyrir sig, þ.e. sér hefti eru fyrir Keflavík, Njarðvík, Garð og Grindavík. Þá er nú hægt að fá nafnaáritun á hvert eyðu- blað tékkareikningsins fyrir sig. Einnig er samfara breyt- ingum þessum tekið upp nýtt tékkareikningsform sem nefnt hefur verið Sérreikn- ingur. Ber sá reikningur hærri vexti en almennur tékkareikningur og er ætlað- ur einstaklingum. Samhliða því hækka launalán upp í 250 þúsund krónur og einstakl- ingum boðið upp á allt að 50 þúsund króna yfirdrátt. „Með þessu komum við til móts við þarfir einstaklings- ins í dag,“ sagði Grétar. Að auki hefur yfirlitið nú verið sett fremst í heftin og þar geta menn skráð færslur sínar og borið saman. Er þetta fyrsta skiptið sem það form er notað hjá Spari- sjóðnum en þekkist annars staðar. SPARISJOÐURINN KEFLAVÍK "V I H. REIKN. NR. GEGN TÉKKA ÞESSUM FAl KRONUR <\\^ REHUR FYRlfí TOLVUSKRIfT - HÉR FYRIH NEOAN MA HVOPKt SKP.IFA NÉ STIMFi.A Sýnishorn af hinum fallegu og skemmtilegu tékkaevðublöðum sem Sparisjóðurinn hefur nú tekið í notkun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.