Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 7
mw jtUUi Fimmtudagur 5. nóvember 1987 ■ésÉSmma Trésmiöja Þorvaldar Ólafssonar hf. - Tré-X - Keflavík: 60 þús. kr. lágmarkslaun - eftir að vaktavinnu- fyrirkomulag var tekið upp í verksmiðjunni „Ég held að þetta hafi tvímælalaust verið rétt spor hjá okkur og til góðs fyrir verksmiðjuna og einnig starfsfólkið. Laun hafa hækkað við þessa breytingu og nú er svo komið að við fáum atvinnuumsóknir daglega,“ sagði Þorvaldur Olafs- son í TRÉ-X í samtali við Víkurfréttir er hann var spurður um þær breytingar sem gerðar voru á vinnutíma í trésmiðj- haust. Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri TRE-X unm nu Tekið var upp vaktavinnu- fyrirkomulag í stað hefð- bundins vinnutíma frá 8 til 18. Er nú unnið á vöktum fímm daga vikunnar og er morgunvakt frá kl. 7 til 15 og kvöldvakt frá kl. 15 til 23. Er unnið á morgunvakt aðra vikuna og á kvöldvakt þá næstu. Strax við þessa breytingu, sem gerð var vegna vaxandi verkefna hjá fyrirtækinu, var bætt við 10 manns og starfa því nú 36 manns hjá Tré- smiðju Þorvaldar Olafsson- ar, TRÉ-X í Keflavík. Er áætlað að sú tala fari upp í fimmtíu á næsta ári. Sagði Þorvaldur að enn gæti hann bætt við iðnaðarmönnum, smiðum við fagstörf. Að- spurður um launamál starfs- fólks sagði Þorvaldur að laun hafí hækkað yfír línuna og væri nú svo komið að lág- markslaun á mánuði væru um 60 þús. kr. Aður en breyting var gerð á vinnutíma gekk illa að fá fólk til starfa í verksmiðjunni en eftir breytinguna yfir í vaktavinnufyrirkomulag hafí þróunin breyst til betri vegar. „Við fáum atvinnu- umsóknir daglega. Þettafólk sem við höfum ráðið að und- anförnu er mikið til fólk sem hefur verið í vinnu á hefð- bundnum vinnutíma og vilj- að breyta yfir í vaktavinnu. Þannig fæst meiri frítími á milli og einnig hærri laun,“ sagði Þorvaldur. Trésmiðja Þorvaldar Ol- afssonar er nú með í gangi mörg stórverkefni fyrir opin- bera aðila, félagasamtök, verktaka og fleiri á höfuð- borgarsvæðinu og einnig úti á landi. Ur verksmiðjunni. Ljósm.rpket. SPARISJODURI ^ aiKS t" 250.0 Yfirdráttarheimild allt að kr. 50.000 Föst innlánsviðskipti við Sparisjóðinn opna ýmsar leiðir. Þú átt kost á yfirdráttarheimila allt að 50.000 kr. og launaláni allt að 250.000 kr. samkvæmt reglum Sparisjóðsins. Sparisjóðurinn hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða yfirfráttar- heimild á tékkareikn- ing, allt að 50.000 kr. Áskilið er þó að við- rið stöðug, er að velja um yfirdráttar- heimild frá kr. 10.000-50.000. Sparisjóðurinn býður nú hærri launalán en þekkst hafa. í boði eru allt að 250.000 kr. - til allt að 18 mánaða, skv. nánari reglum spari- sjóðsins og án milli- göngu sparisjóðsstjóra. Sparisjóðurinn leggur áherslu á skjóta lipra afgreiöslu. samband upplýsingar um þessai nýjungar. • •

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.