Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 05.11.1987, Side 8

Víkurfréttir - 05.11.1987, Side 8
8 Fimmtudagur 5. nóvember 1987 vimn julUt molar Veðið langt umfram matsverð Kaupverð það sem Akur- eyringarnir greiddu fyrir tog- arann Dagstjörnuna KE-3 á dögunum var 111% yfir matsverði skipsins. Skipið var metið á 85.6 milljónir en seld- ist á 180 milljónir, skv. upp- lýsingum Fiskifrétta. Annað Suðurnesjaskip, Þórkatla II., sem seld var til Hornafjarðar, var seld á 62% yfir matsverði eða 84 milljónir kr. Má því segja að kvóti Dagstjörnunnar hafi verið seldur á 94 milljónir en kvóti Þórkötlu II. á 32 millj. króna. Véiar í stað beitingamanna Að sögn Fiskifrétta hefur ...Útvegsmannafélag Suðurnesja sýnt nýrri innlendri beitinga- vél mikinn áhuga. Mun félagið styðja við bakið á framleið- anda vélarinnar, svo vélin komist í gagnið sem fyrst. „því skortur á beitingamönnum hefur hamlað því mjög að menn- kæmust á línu”, segir blaðið. Með tilkomu vélarinn- ar er hægt að spara 5-6 beit- ingamenn, beitingaskúrar eru óþarfir svo og balar, Þá er keyrsla á bjóðum úr sögunni og einig sigling í land eftir nýjum bjóðum. Harka hjá Sjóefnavinnslunni Mikil harka var við inn- ganginn á fund Sjóefnavinnsl- unnar sem haldinn var í Glaumbergi á laugardag. M.a. var Ijósmyndara Víkurfrétta vísað frá. Þá urðu sumir sveitv arstjórnarmenn að sanna rétt sinn til setu og það þóþeir hafi lengi tekið þátt í því starfi, en sem kunnugt ereigasveitarfél- ögin á Suðurnesjum öll hlut í fyrirtækinu. Varengum hleypt inn nema hluthöfum eða þeim sem höfðu fullgild timboð hluthafa. Hefðti blaðamenn eða aðrir viijað sýna söniu hörku er hætt við að aðgerðir Sjóefnavinnsiunnar hefðu litt dugað, því meðal blaðamanna leynast hluthafar. Rausnarlegir Njarðvíkingar Það kom björgunarsveitar- niönnum úr Eldey í Höfnum sannarlega á óvart hvað Ytri- Njarðvikurbúar tóku vel á móti þeim er þeir voru með fjáröflunina á dögununt. Varð niðurstaðan sú að í Ytri-Njarð- vík safnaðist hálf milljón króna, sem er mjög góð upp- hæð. Til samanburðar má geta að í Reykjavík allri safnaðist aðeins sjö sinnum hærri tala, þrjár og hálf milijón... ...slappir Keflvíkingar Þó Eldeyjarmenn séu í skýj- unum yfir móttöku Njarðvík- inga, er ckki sömu sögu að segja varðandi Ægismenn úr Garði sem fengu Keflavík í sinn hlut. Eftirað hafa selt urn 700 merki fyrir framan ríkið réðust þeir bjartsýnir á húsin en niðurstaðan varð lcleg, því í allri Keflavík að ríkinu undan- skyldu seldust aðeins 400 merki. Varð niðurstaða Garð- manna því aðeins á þriðja hundrað þúsund en höfðu vænst a.m.k. hálfrar milljónar. Skrítin tilviljun! Úthlutað hefur verið íbúð- um í húsnæði því, sem verið er að byggja fyrir aldraða að Kirkjuvegi 11 í Keflavík. Af níutíu umsækjendum fengu 19 úthlutað. Hitt vekur mikla at- hygli sú skrítna tilviljun að af níu bæjarfulltrúum gátu þrír komið foreldrum sínum að, frarn yfir aðra sem ekki áttu þess kost að kornast að. Fengu eðlu í kaupbæti Á timum aðhalds í ríkis- rekstri og aukinnar skatt- heimlu á almcnning vekur það furðu margra að ausið skuli um milljón krónum í tvö tré fyrir Leifsstöð. Og það sem meira er þá lella þau svo mikið laufað bygginginereinn sannkallaður Iaufskógur. Að auki hefur nú komið i Ijós að í kaupbæti fengu Leifsstöðvar- menn eðlur sem leyndust í trjánum. Það er ekki að spyrja að því með þá Leifs- stöðvarmenn, þeir kunna lagið á því að eyða meiri peningum en þeir afla... Frumhlaup Hreggviðs Það ríkir lítil kátína í her- búðum þingmanna Suður- nesja og áhugamanna um end- urreisn útgerðar á Suðurnesj- urn vegna fyrirspurnar Hregg- viðs Jónssonar, þingmanns Borgaraflokksins, til sjávarút- vegsráðherra í síðustu viku. Telja margir þingmenn og aðrir áhugamenn urn málefni þetta að hér hafi verið um frumhlaup að ræða sem jaf nvel geti skaðað málstaðinn á við- kvæmri stundu. Mátti hann ekki sofa? Nýveriðátti sérstað nokkuð skondið atvik í einu af þremur lögregluumdæmum á Suður- nesjum. Höfðu lögreglumenn fundið bíl sem leitað var að en ökumaður hans, sem einnig var týndur, fannst hvergi. Var bíilinn læstur og skilinn eftir á afleggjara sem lítið er notaður. Til uð leita bílstjórans voru kallaðar út björgunarsveitirog sporhundur fenginn til að rekja leið mannsins frá biln- um. Nokkru eftir að leit hófst fyrir alvöru fannst manngrey- ið og hvar haldið þið? Hann hafði lagt sig í bilnum og svaf því í honum án þess að lögregl- an yrði hans var, þrátt fyrirað bíllinn hafði veriðskoðaðurog í Ijós hafi komið að bíllinn var læstur. Oflbeldiskenndir Fjölbrautarskólanenia Við-umræður á siðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur vakti Drífa Sigfúsdóttir bæjar- fuiltrúi, upp umræður um busavígslur Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en eins og menn vita margir hverjir er Drífa einnig starfsmaður skólans. Talaði hún um að víglsur þess- ar væru orðnarofbeldiskennd- ar aðgerðir, sem l'æru langr fram úr hófi, Drífa er þó ekki ein um þessa skoðun, því margir bæjarfulltrúar tóku undir þessa skoðun og það gerði skóianelnd einnig fyrir skemmstu er farið var fram á að Nemendafélag FS tæki þessi mál til endurskoðunar. Konia krakkarnir með bjór sem nesti? ítarlegar umræður urðu á siðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur um það, hvort leyfa ætti nesti og drykkjar- 'föng á leikskólum bæjarins. Var mest þjarkað um orðalag. þ.e. í samþykkt félagsmála- ráðs var rætt urn drykkjar- fötig, þó ekki gosdrykki. Að þessu tilefni varpaði Garðar Oddgeirsson því fram, hvort menn ættu kannski við bjór eða annað því um líkt. LEÐURLUX sófasett og hornsófar mörgum gerðum og litum ó hagstæóu verði. ÞÆGINDI Á ÞÆGILEGU VERÐI... Hægindastólar úr leðri - margar gerðir og litir. kr. 67.800.- Þessi stóll er á ótrúlega hagstæðu verði á meðan birgðir endast. Aðeins kr. 25.800.- TJARNARGÖTU 2 - SÍMI 13377 Þessi stóll sameinar bæði þægindi og fegurð. Tilvalinn sjónvarpsstóll í litlu plássi. Er með áföstu skammeli. Leður: kr. 42.600,- Tau: kr. 34.400,- Enn sprengjum við verðmúrinn ..

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.