Víkurfréttir - 05.11.1987, Page 14
mun
14 Fimmtudagur 5. nóvember 1987
Lionessuklúbbur Njarðvíkur:
FJÖLMENN
STOFNHÁTÍÐ
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi:
VERKTAKAGJALDIÐ
- SJÁLFSAGT
RÉTTINDAMÁL
Stofnaður hcfur verið í
Njarðvík nýr klúbbur er ber
nafnið Lionessuklúbbur
Njarðvíkur og er fyrsti for-
maður hans Guðbjört
Ingólfsdóttir. —
Af þessu tilefni var laug-
ard. 24/10 haldin fjölmenn
stofnhátíð í félagsheimilinu
Stapa, Njarðvík, þar setn
ýmsum góðum gestum var
boðið, bæði úr öðrum
Lionsklúbbum, sveitar-
stjórnum og að sjálfsögðu
féiögum hins nýja klúbbs
og mökum. Þar fór fram
skemmtun, ræðuhöld og
annað er sæmir góðri
veislu.
Næstsíðasta sunnudag hélt
k jördæmisráð Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi fjölmennt
þing hér í Keflavík.
A þinginu höfðu framsögu
þeir Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra og Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra
ásamt alþingismönnunum
Kjartani Jóhannssyni og Karli
Steinari Guðnasyni. Þá fluttu
formenn flokksfélaga starfs-
skýrslu og starfsáætlun og for-
ystumenn jafnaðarmanna í
sveitarstjórnum lýstu verkefn-
um og framtíðaráformum sinna
sveitarstjórna. Umræðuráþing-
inu voru mjög líflegar og voru
fundarmenn einhuga í því að
krefja ríkisstjórnina um aðstoð
við uppbyggingu sjávarútvegs
og annars atvinnulífs í Reykja-
neskjördæmi ásamt því að leggja
áherslu á framlög til verkefna
sveitarfélaganna.
I lok þingsins sem stóð frá
klukkan 10 að morgni til 7 að
kvöldi var eftirfarandi ályktun
samþykkt:
Islenskt þjóðfélag í dag ein-
kennist um of af misrétti og for-
réttindum, skattsvikum og að-
stöðumun einstaklinga. Bilið
milli þjóðanna tveggja i landinu,
þeirra sem betur mega sín og
hinna, hefur aukist.
Jafnaðarstefnan, markmið
hennar og leiðir, er ein þess
megnug að vísa veginn út úr
þessum vanda. Það verður að
binda endi á ójöfnuðinn og efla
réttlætið í íslensku samfélagi.
Kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
minnir á að mikilvægustu verk-
efnin í landsstjórninni eru:
- að draga úr verðbólgunni og
ná henni niður á svipað stig og í
viðskiptalöndum okkar.
- að standa vörð um og efla
raunverulegan kaupmátt
almennra launa og rétta hag
þeirra sem verst eru settir.
- að stokka upp skattakerfið,
uppræta skattsvik og draga úr
álögurn í tekjuskatti. Til þess
þarf að einfalda reglur, herða
raunhæft skattaeftirlit og
þyngja viðurlög við skattsvik-
um.
- að skapa atvinnulífinu heil-
brigt starfsumhverfi, þar sem
arðsemi, gæði og góð laun starfs-
fólks séu höfð að leiðarljósi.
- að vinna að félagslegu rétt-
læti og auknum jöfnuði í efna-
hagslegu tilliti.
- að koma húsnæðislánakerf-
inu á traustan og varanlegan
grundvöll.
- að leita eftir samstarfi við fél-
agasamtök launafólks og aðra
aðila vinnumarkaðarins við það
að draga úr verðbólgu, treysta
kaupmáttinn, eyða forréttind-
um og efla jöfnuð og jafnrétti í
þjóðfélaginu.
Að þessu verðurað vinna fast
og skipulega, hyggja að fortíð
um leið og horft er til framtíðar.
Þannig verður alltaf að horfa til
nokkurra ára í senn, svo að það
liggi greinilega fyrir hjá þjóðinni
í hverju máli til hvers hvert skref
er stigið og hvert það miðar á
framtíðarbraut þjóðfélagsins.
Kjördæmisþingið minnir á
það hróplega óréttlæti sem
Reykjaneskjördæmi hefur orðið
að búa við í sjávarútvegi um
mörg undanfarin ár og krefst
þess að kjördæminu verði
tryggður eðlilegur hlutur í upp-
byggingu þessa atvinnuvegar.
Kjördæmisráð Alþýðuflokks-
ins i Reykjaneskjördæmi fagnar
stofnun almenningshlutafélags-
ins Eldeyjar og væntir þess að
það megi bera góðan ávöxt í at-
vinnuuppbyggingu. Jafnframt
fagnar ráðið því frumkvæði, sem
Hafnfirðingar sýndu undir for-
ystu jafnaðarmanna með stofn-
un fyrsta fiskmarkaðarins á ís-
landi. Bæði þessi atriði eru gleði-
legur vottur um framsýni og
framkvæmdaþor í Reykjanes-
kjördæmi og ber að halda óhik-
að áfram á þeirri braut.
Kjördæmisráð Alþýðuflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi leggur
áherzlu á fjárhagslegt sjálfstæði
sveitarfélaga og minnir á nauð-
syn þess að vel sé vandað til
vinnubragða um verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga og að sveit-
arfélögunum séu tryggðir
öruggir tekjustofnar til að sinna
verkefnum sínum.
Samgöngumál í Reykjanes-
kjördæmi og Reykjavík eru í
óviðunandi ástandi, þar sem
vegakerfið annar ekki umferð-
inni og slysahætta er víða geig-
vænleg. Skorar þingið á þing-
menn þessara kjördæma að taka
saman höndum um stórátak í
þeim efnum.
Kjördæmisráðið leggur
áherslu á, að úrelt ákvæði varð-
andi eignarnámsmat á landi og
ófullkomin lagaákvæði varð-
andi yfirráð sveitarfélaga yfir
landnýtingu mega ekki verða til
þess að hefta óeðlilega þróun
þeirra eða setja þeim fjárhags-
lega ofurkosti. Kjördæmisráðið
hvetur eindregið til að þau laga-
ákvæði sem hér um ræðir verði
endurskoðuð, og minnir á
tillöguflutning Alþýðuflokksins
um þessi mál.
Að lokum minnir kjördæmis-
ráð Alþýðuflokksins í Reykja-
neskjördæmi á það sjálfsagða
réttlætismál, að verktakastarf-
semi sem fram fer á Keflavíkur-
flugvelli verði gert að greiða
sérstakt verktakagjald, og þann-
ig verði þeir aðilar sem þar reka
ábatasama starfsemi látnir
greiða sanngjarnan hluta til
samfélagsins. Þetta verktaka-
gjald telur kjördæmisráðið að
eigi að renna óskipt í atvinnu-
uppbyggingarsjóð Suðurnesja.
Fjölmenni var á stofnhátíðinni í Stapa. 1 i"'"'- Lt>'
t
Þakka innilega hlýhug og samúð við andlát
og útför systur minnar
SVÖVU H. JÓNSDÓTTUR
Hlévangi, Keflavík.
Sérstaklega þakka ég forstöðukonum og starfs-
fólki Hlévangs fyrr og síðar, fyrir góða umönnun og
vinsemd við hina látnu.
Ólafur J. Jónsson
SOLUÐ RADIAL
VETRAR DEKK
Nú er rétti tíminn til að huga að vetrar-
dekkjunum. - Höfum flestar stærðir af
sóluðum radial-hjólbörðum á lager. -
Frábær inniaðstaða. - Fljót og góð
þjónusta.
FITJABRAUT 12 - NJARÐVÍK - SÍMI 11399, 11693