Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 05.11.1987, Side 20

Víkurfréttir - 05.11.1987, Side 20
mun 20 Fimmtudagur 5. nóvember 1987 Suðurnes: Dagmæður náðu sér í dýrmæta fræðslu Síðari hluta í 80 tíma nám- skeiði fyrir dagmæður á Suð- urnesjum lauk á fimmtudagí Keflavík, en fyrri hlutinn fór fram í mars. Á námskeiðum sem þessum eru dagmæður m.a. fræddar um uppeldis- fræði, föndur, hreyfileika, ungbarnameðferð og um- ferðarfræðslu. Umsjónaraðilar með nám- skeiðum þessum eru þær Þátttakendurnir á námskeiðinu. stjórnuðu námskeiðinu. í miðið í fremstu röð eru þær María, Guðrún og Guðríður sem Ljósm.: epj. stöllur María Valdimars- dóttir, Guðrún Jónsdóttirog Guðríður Helgadóttir. En þær tvær fyrstnefndu hafa annast fræðslu þessa svo og fræðslu fyrir starfsfólk á leik- skólum og gæsluvöllum síð- ustu 10 ár. Sá hluti, sem nú var að ljúka, fór fram í Félagsheim- ilinu Vík í Keflavík, og þar hittum við þær stöllur, Maríu, Guðrúnu og Guðríði. Þær voru sammála um að sá hópur sem nú lauk námi hafi verið þægilegur og jákvæður hópur sem gaman hefði verið að fylgjast með. I þessum hópi voru bæði nýliðar í dag- mömmustarfi og eins konur með rnikla reynslu. Námskeið sem þetta veitir dagmæðrum mikla og dýrmæta fræðslu og er því gott veganesti fyrir framtíð- ina, auk þess sem það gildir sem launahækkun fyrir við- komandi konur. Tjónvaldur stakk af Milli klukkan 16 og 16:30 á laugardag var ekið utan í bíl sem stóð við gangstéttar- brún á Tjarnargötu gegnt bílastæðum við verslun Nonna & Bubba í Keflavík. Stakk tjónvaldurinn af og hefur ekkert til hans spurst síðan en bifreiðin, sem fyrir tjóninu varð, er mikið skemmd á bílstjórahurð. Bifreið tjónþolans er græn að lit, af gerðinni Mazda 323, og bendir allt til að tjónvald- urinn hafi bakkað út úr bíla- stæðinu við verslunina. Er hér með skorað á öll hugsanleg vitni að atburðin- um að koma upplýsingum til lögreglunnar svo hægt verði að hafa hendur í hári tjón- valdsins og að eigandi Mözd- unnar fái tjón sitt bætt. Tjónið á Mözdunni er töluvert, Faxabraut 12, sem Þorgerður gaf sjúkrahúsinu og bæjarsjóði. Umferðarnefnd Keflavíkur: ítrekar fyrri álykt- anir um tengingu tveggja gatna Gaf hús sitt til sjúkra- hússins og bæjarins Ólafur Björnsson, for- maður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs, skýrði frá því nýlega á fundi stjórnarinnar að Þorgerður Einarsdóttir, Faxabraut 12, Keflavík, er lést 5. ágúst s.l. hafi með dánargjafargern- ingi gefið sjúkrahúsinu efri( hæðina í húseigninni nr. 12 við Faxabraut í Keflavík. Jafnframt var á fundi þessum lagður fram skipta- samningur milli sjúkrahúss- ins og Keflavíkurbæjar, þar sem fram kemur að sjúkra- húsið á 56% í húsinu en bæj- arsjóður Keflavíkur 44%, en Þorgerður hafði áður gefið bæjarfélaginu neðri hæðina. Umferðarnefnd Keflavík- ur samþykkti á fundi sínum í síðasta mánuði að ítreka fyrri ályktanir sínar um að hraða beri framkvæmdum við fyr- irhugaðar tengingar tveggja gatna í Keflavík. Um er að ræða tengingu Heiðarbyggð- ar við Garðveg og sömuleið- is lagningu Sjávargötu milli Básvegar og Vesturbrautar. Með fyrri tengingunni myndi létta mikið á umferð um Heiðarbraut og Vestur- götu, þar sem umferðin úr Heiðarbyggð færi inn á við- komandi tengigötu sem yrði utan við fjölbýlishúsin við Heiðarholt. Varðandi síðari hlutann kæmi það mjög vel fyrir Hafnargötuna því við- komandi tengigata, sem á að liggja í fjöruborðinu neðan við Hafnargötu, myndi um leið verða tengigata milli Keflavíkurhafnar og um- ferðar til Garðsog Sandgerð- is og jafnvel út í Helguvík. {uUU Kristniboðs- dagurinn Keflavíkurkirkja Laugardagur 7. nóv.: Jarðarför Andreu Kristjánsdótt- ur, Langholti 15, Keflavík, kl. 14. Brúðkaup Vigdísar Eyju Guð- laugsdóttur og Anthony W. Lane, Hátúni 27, Keflavík, kl. 16. Sunnudagur 8. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Skúli Svav- arsson kristniboði prédikar. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- isti: Siguróli Geirsson. Sóknarprestur Hvalsnessöfnuður: Sunnudagaskóli verður í Grunnskólanum, Sandgerði kl. 14. Sóknarprestur Útskálakirkja: Guðsþjónusta verður kl. 14. Ragnar Snær Karlsson, æsku- lýðsfulltrúi Kjalarnesprófasts- dæmis, prédikar. Fermingar- börn taka þátt í messunni og eru foreldrar þeirra hvattir til að mæta. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Innri- og Ytri- Njarðvíkurkirkjur: Ferð sunnudagaskólabarna í Hallgrímskirkju, Reykjavík. Far- ið verður frá kirkjunni Y-Njarð- vík kl. 11.15 og frá Safnaðar- heimilinu í l-Njarðvik kl. 11.25. Komið aftur um kl. 13.30. For- eldrar velkomnir með. Sóknarprestur A Kálfatjamarkirkja: Messa sunnudaginn 8. nóv. kl. 14. Séra Bernharður Guð- mundsson annast guösþjón- ustu. Altarisganga. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.