Víkurfréttir - 07.01.1988, Qupperneq 7
mm
juíUt
Fimmtudagur 7. janúar 1988 7
Þegar blaðamann bar að garði voru þeir félagar Eyjólfur Hafsteins-
son (t.v.) og Ólafur Ingibersson í óðaönn að vinna að breytingum á
staðnum. Þó tókst að króa þá af í stutta stund meðan viðtalið og
myndin var tekin. Ljósm.: cpj.
NÝJA
BAKARÍIÐ
tók til starfa I dag
Bifreiðaeftirlitið:
Hundr-
uða
þúsunda
sjóð-
þurrð
Forstöðumaður bifreiða-
eftirlitsins í Keflavík hefur,
sem kunnugt er af fréttum,
verið leystur frá störfum um
stundarsakir vegna sjóð-
þurrðar og bókhaldsóreiðu.
Hefur forstöðumaðurinn
ekki staðið skil á greiðslum
sem borist hafa til bifreiða-
eftirlitsins. Er hér um að
ræða upphæð sem nemur
hundruðum þúsunda.
Kom í ljós í sumar, er Rík-
isendurskoðun kannaði bók-
hald stofnunarinnar, að pen-
inga vantaði í sjóði embættis-
ins í Keflavík. Vegna máls
þessa hefur dómsmálaráðu-
neytið ákveðið að vísa mál-
inu til ríkissaksóknara en er
síðast fréttist hafði ekki verið
tekin ákvörðun þar á bæ um
það hvort málinu yrði vísað
til lögreglurannsóknar.
Sigurgísli
í eldvarna-
eftirlitið
Alls sóttu átta manns um
stöðu eldvarnareftirlits-
manns hjá Brunavörnum
Suðurnesja. Stjórn BS hefur
samþykkt að ráða einn um-
sækjandann, Sigurgísla Ket-
ilsson, í stöðu þessa.
1 dag tók til starfa nýtt
bakarí í Keflavík. Að vísu er
hér um að ræða gamalt fyrir-
tæki með nýjum eigendum
sem breytt hafa húsnæðinu
og tekið upp nýja fram-
leiðslulínu. Bakaríið nefnist
Nýja bakaríið og er þar sem
Gunnarsbakarí var áður til
húsa.
Nýja bakaríið er í eigu
samnefnds hlutafélags sem
tók við rekstrinum um ára-
mótin. Hluthafar eru
bakararnir Eyjólfur Haf-
steinsson og Olafur Ingibers-
son ásamt mökum ogbróður
annars þeirra. Eru þeirbáðir
útlærðir bakarameistarar,
annar frá Gunnarsbakaríi en
hinn nú síðast frá Ragnars-
bakaríi.
Sögðust þeir rnyndu fljót-
lega auka framboðið af
brauðum og kökum, auk
þess sem miklar breytingar
yrðu gerðar á framboðinu
um helgar í versluninni
sjálfri. T.d. myndu þeir hvíla
einhverja tegundina aðra
vikuna en bjóða aðrar teg-
undir í staðinn. Eitthvað
skemmtilegt sem yki tilbreyt-
inguna.
Þá hafa verið gerðar rót-
tækar breytingar á búðinni,
sem stefnir að því að gera
hana hlýlegri, að sögn þeirra
félaga, og þægilegri í alla
staði.
Hið
vinsæla
parket
Kostar
795 kr.
1
Jlii'i í’íí II L
TRÉ ^ V
geysi-
spóna-
er komið.
aðeins
pr. m2.
BYGGINGA-
VÖRUR
Iðavöllum 7
Keflavík
Sími14700
NYTT NÁFN GETUR GEFIÐ
ÞÉR HAMB ORGARFERÐ
Hamborgarferð í hugmyndasamkeppni um nýtt nafn
VEITINGA-
HÚSIÐ
Tjarnargötu 31A, Keflavík
- Við leitum eftir
nýju nafni!
Ef þú ert hugmyndarík(ur) geturðu unnið þér utanlandsferð til Hamborgar
með Arnarflugi. Við leitum að nýju nafni á Veitingahúsið Tjarnargötu 31A í
Keflavík og óskum eftir hugmyndum frá hugmyndaríku fólki. Láttu hugann
reika til okkar (og í fjörið í Hamborg) og komdu með hugmynd að nýju nafni á
staðinn til okkar, í síðasta lagi n.k. sunnudag 10. janúar. Já, þetta þarf að gerast
fljótt og vel.
Verðlaun fyrir bestu hugmyndina er ferð til Hamborgar með Arnarflugi, önnur
verðlaun er matur með öllu fyrir fjóra og þriðju verðlaun matur með öllu fyrir
tvo.