Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 07.01.1988, Qupperneq 8
mun 8 Fimmtudagur 7. janúar 1988 Kjörbókin brást ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn. Ávöxtun í hæsta þrepi 1987 jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársávöxtun. Áriö 1987 var hagstætt ár fyrir þá sem áttu sparifé sitt á Kjör- bók i Landsbankanum. Þaö kom reyndar ekki á óvart, því Kjörbókin ber háa grunnvexti, sem hækka ítveimurafturvirk- um þrepum eftir 16 og 24 mánuöi, auk þess sem ávöxtunin er reglulega borin saman viö ávöxtun verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verötryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót sem því nemur. Eftir uppbót á fjóröa ársfjóröung var grunnávöxtun á Kjörbók 1987 26,6%, 16 mánaöa þrepiö gaf 28,0% og hæsta þrepið 28,6%, sem jafngilti verötryggöum reikningi meö 6,1% árs- ávöxtun. Þrátt fyrir þessa háu ávöxtun er innstæöa Kjörbókar algjörlega óbundin. Þetta var Kjörbókarsagan á síðasta ári. Núgildandi grunnvextir eru 33,0%, 34,4% eftir 16 mánuöi og 35,0%eftir 24 mánuði. í maí n.k. hefst svo nýr og spennandi kafli þegar fyrsta vaxta- þrepiö kemur til útreiknings. Þá munu Kjörbókareigendur kætast. Tryggöu þér eintak sem fyrst. Landsbanki íslands Keflavikurflugvelli, Sandgeröi, Grindavik Ljósbrún æfingataska týnd Ljósbrún æfingataska tapaðist nálægt Heiðarbyggð 1. janúar, nýársdag. í tösk- unni voru skartgripir og ýmsir persónu- legir munir með tilfinnanlegt verðgildi. Því er mikilvægt að taskan komist til skila. Þeir sem hafa séð eða vita um hana, snúi sér til lögreglunnar í Keflavík eða hringi í síma 14322 eða 12416 á kvöldin. Þorgeir Axelsson \4*am molar Dýrar buxur Laugardag einn f'yrir skömmu ákváðu nokkrir starf'smenn Flugleiða á Kefla- víkurilugvelli að notf'æra sér f'rímiðarétt sinn og skreppa dagsferð til Glasgow og f'ara þar í búðir og á útsölur meðan flugvélin f'æri til Kaupmanna- hat'nar, og koma síðan með henni heim á ný eftir 4 tíma stopp í Glasgow. Scgir nú ekki af ferðum þeirra l'yrr en komið var í verslanir ytra og Ijós kom að þegarsaman fara útsölurog laugardagar er ösin ekkert venjuleg og því varð minna úr kaupum en efni stóðu til, og aðeins er vitað unr einar buxur sem keyptar voru áður en haldið var á ný til móts við flugvélina. Kom þá í Ijós að samkvæmt fregnum frá Kaup- mannahöfn var flugvélin heim fullbókuð. Góð ráð voru því dýr og sumir lögðu þaðásigað fljúga fyrst til Luxemborgar móti heimferð, en allir komust að lokunr heim, þó sumir yrðu að kaupa 14 þúsund króna flugfar, því annar möguleiki var ekki sjáanlegur. Að vísu kom síðar i Ijós að næg sæti voru í llugvélinni heim frá Glasgow, aðeins höfðu misritast upplýsingar unr far- þegafjölda. Voru buxurnar því alldýrar að lokum. Keflvíkingur keypti Ragnarsbakarí Konrið hefur í ljós að annar tvímenninganna er keyptu Ragnarsbakarí af skiptaráð- anda á dögunum, er fæddur Keflvíkingur. Er það Pétur Björnsson, en hann er sonur Björns Péturssonar sem var kaupfélagsstjóri á undan Gunnari Sveinssyni. Þessi sami Björn er bróðir Valgerð- ar fyrrum matráðskonu sjúkrahússins og Oddgeirs, föður Garðars Oddgeirssonar. Er Pétur annar eigandi Avöxt- unar hf. í Reykjavík og versl- unarinnar Karakter, sem áður hét Flóin og er í Reykjavík. Áður fjandmenn - nú'samherjar Moluni hefur borist það til eyrna að Ólafur Björnsson eigi að taka sæti Valtýs Guðjóns- sonar í Varnarmálanefnd. Fyrir er í nefndinni Finnbogi Björnsson, sem Suðurnesja- maður. Hafa gárungarnir jóví haft á orði að nú muni fjand- mennirnir Ólafur og Finnbogi gerast samherjar. Eða hver man ekki eftir tíðum skrifum Ólafs um Finnboga, mörg hver miður skemmtileg? Guðrún og Karl Steinar í eina sæng? Guðrún Ólafsdóttir hefur fengið samþykkta tillögu í Verkakvennafélaginu um sam- einingu við VSFK, enda eru sér kvennafélögu tímaskekkja og langt frá því að standast unrræðu urn jafnrétti kynj- anna. Helst mun það hafa verið hin aldna baráttukona í Verkakvennafélaginu, María G. Jónsdóttir, sem var ósam- mála þessu á aðalfundi VKFKN á dögununr, þó tillaga um viðræður milli félag- anna hafi þó verið einróma samþykkt að lokum. Tveggja manna maki Eins og fram keniur annars staðar hér í Molum, er Ólafur Björnsson tekinn við starfi Valtýs Guðjónssonar í Varn- armálanefnd og ekki bara það. heldur hefur Páll Jónsson sparisjóðsstjóri bæst í hópinn. Má því segja að þurft hafi tvo til að taka við af Valtý, nema nú eigi loks að rétta hlut Suð- urnesjamanna með að hafa þrjá Suðurnesjamenn í þessari valdamiklu nefnd. Fjör í videobransanum Á sama tíma og fregnir ber- ast um eigendaskipti enn einu sinni að myndbandaleigunni Myndval að Hafnargötu 16 í Keflavík, er ný videoleiga opnuð í gamla Ungó. Er ekki annað að sjá en að nú á þeim tímum sem videoleigan cr í lægð, séu til einhverjir bjart- sýnismenn í þessum bransa. Óskar í EI Rancho Fréttir berast nú af því að Óskar Ársælsson, yfirþjónn á Glóðinni, sé að hella sér út í bisness og sé búinn aðyfirtaka veitingastaðinn E1 Rancho. Gárungarnir höfðu einmitt orð á því um hátíðarnar að staður þessi hafi verið vinsæll sökum þess að þar var alltaf hægt að komast í léttvín, jafn- vel þó aðrir vínveitingastaðir væru lokaðir. Tveir í erfiðleikum? Óljósar fregnir berast af því að í kjölfar hreinsunareldsins sem fór um Útvegsbankann fyrir hátíðir, séu tvö stór at- vinnufyrirtæki í Njarðvík í miklum erfiðleikum. Sé jafn- vel óvíst hvort það takist að bjarga öðru þeirra eða jafnvel hvorugu. Hver verður næsti stjórnarformaður ÍAV? Fyrir síðustu kosningar lét Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, það í veðri vaka að hann hugpist beita áhrifum sínum hjá íslenskum Aðalverktökum til hins betra fyrir Suðurnesjamenn, - ef hann kæmist í aðstöðu til þess. Og nú er komið að stóru ákvörðuninni. Framundan er nefnilega skipan stjórnarfor- rnanns ÍAV og sú ákvörðun er í hendi utanríkisráðherra. Suðurnesjamenn hafa ekki leynt því að þeim finnst fyrir- tækið hafa staðið ákatlega illa að málum gagnvart Suður- nesjunum. Ágóðinn hefur allur runnið beint til Reykja- víkur án þess að Suðurnesja- menn hafi fengið rönd við reist á meðan til dæmis Kefla- víkurverktakar hafa sýnt mikinn myndarskap og fjár- fest mikið á Suðurnesjum og látið mikið fé renna til ýmissar starfsemi á Suðurnesjum. SÍS-kóngur í sætið? Það er þess vegna beðið með mikilli eftirvæntingu hvort einhver Suðurnesjamaður fær sætið góða, eða einhver velvilj- aður svæðinu, sem getur fengið fyrirtækið til að breyta örlitið út af stefnunni, fjárfest og framkvæmt á Suðurnesjum og notað peningastofnanir hér til að geyrna hluta af gróðanum. Þeir sem til þekkja eru bjart- sýnir á að utanríkisráðherra bregðist rétt við, og þá auðvit- að Suðurnesjamönnum í hag. Sumir eru þó hræddir um að einhver lítill SÍS-kóngur verði settur í hásætið. Klofnar samstarfið um Hlévang? Ef marka rná umræður um málefni Dvalarheimilis aldr- aðra Suðurnesjum á fundi bæj- arstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag, er alvarlegur brest- ur að myndast i samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesj- um unt málefni þetta. Voru llestir bæjarfulltrúar á því að ef viðbygging við Hlévang yrði ekki forgangsverkefni ættu menn að fara að skoða hug Keflvíkinga í samstarfi þessu. í þessu santbandi skipti engu fyrir hvaða tlokk bæjarfulltrú- arnir voru, allir höfðu þeir svipaða skoðun á málinu. Furðuleg afstaða bæjarfulltrúans Molum hefur borist til eyrna furðuleg afstaða Garð- ars Oddgeirssonar, bæjarfull- trúa, á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur skömmu fyrir jól undir umræðum um vandamái SBK. Taldi Garðar að auka mætti notkun vagnanna m.a. með ferðum í Bláa lónið og skipulögðum verslunarferð- um til Reykjavíkur. Fannst mörgum þetta ekki passa við þá ímynd okkar að versla heima, að bæjarfélagið skipu- legði ferðir til verslunar t.d. í Kringlunni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.