Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 07.01.1988, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 7. janúar 1988 - ANNÁLL 1987 - Um hver áramót setjast menn gjarnan niður og horfa yfir far- inn veg, meta stöðuna eins og sagl er. Við slíkar hugleiðingar rennur upp fyrir llestum, hvað við erum lánstim að vera íslend- ingar og búa í þessu fallega, frið- sæla og hæfilega afskekkta landi. I lér hala allir næga vinnu, nóg að bt>rða og þak yfir höfuð- ið. Við eigum ekki i ófriði við nokkra þjóð og Irelsið er hér meira en víðast þekkist í heim- inum. Ef blaðað er i Víkur-fréttum, þá sést að árið 1987 var okkur Suðurnesjamönnum alar gott ár á ilestum sviðum. Þegar helstu viðburðir ársins eru rifjaðir upp, verður niðurstaðan sú að hún minnir helst á dægurþras stórrar Ijölskyldu, svo sem eftirfarandi fréttapunktar sýna: I. Arið byrjaði með glæsibrag, þrettándagleði og blysför um götur bæjarins. Þar var strax halin leit að ungfrú Suðurnes 1987. Eðvarð Þór var kosinn íþróttamaður ársins, en sund- laugargestir í Keflavík kvörtuðu undan ókurteisi og var mikið niðri fyrir. Njarðvíkurbær tölvu- væddist og ný þýsk lína var tekin upp á brauðum hjá Ragnars- bakaríi. Menn sáu bíla skreytta jólaseríum uppi á þökum húsa í bænum og leiddi það hugann frá þjólnaðaröldu sem þágekk yfir í Kellavík. Meðan 7. bekkur Gerðaskóla dansaði stanslaust Kátir krakkur í Garðinum, þrátl fyrir sólarhrings dans. Ljósm;: hbb. heilan sólarhring, fuku allii áhorfendabekkirnir við gras- völlinn þeirra. Hásetahlutur í Sandgerði var 250 þúsund krónur í janúar. II. Snemma í febrúar hirti lögreglan handjárn af manni í Heiðarbyggðinni, þegar hann hafði handjárnað sig við stúlku í ákveðinni stellingu, til að fram- kvæma ákveðnar aðgerðir. Þegar eldingu laust niður í Svartsengi kynntu málfreyjur samtök sín fyrir karlmönnum. Innleystar ávísanir, flestar frá árinu 1983, fuku um alla Ketlavík, en bærinn hamaðist við að kaupa gömul hús við Að- algötuna. Njarðvíkingar töpuðu fyrir Keflvíkingum í körfunni og Landsbankastjórinn í Sand- gerði púttaði best í febrúar. Is- landsvinurinn Fats Domino söng og spilaði í Stapanum, þó hótelstríð stæði yfir í Keflavík. Kona ein þakkaði 5 flugvallar- lögregluþjónum auðsýnda aðstoð. Þegar baðhúsið við Bláa lónið var tekið í notkun varð snarpur jarðskjálftakippur í Grindavík, og skýrðust þá mál slökkvistöðvarinnar á staðnum. Forsætisráðherrann kom í heim- sókn í kjördæmið, en Málning- arþjónusta Oskars gat bætt við sig verkefnum. hROSKAHJÁLP A SUBVRNESJUM 1-53-31 Nýtt símanúmer Símanúmer framkvæmdastjóra Þroska- hjálparer 1-53-31. Eftirsemáðurverðursíma- númer endurhæfingarstöðvar og leikfanga- safns 1-33-30 og dag- og skammtímavistunar 143-33. - Vinsamlegast bætið númerinu í símaskrá. - Austfirðingafélag Suðurnesja Þorrablót og 30 ára afmælisfagnaður verður haldinn í Stapa, laugardaginn 16. janúar. Aðgöngumiðar seldir í Stapa, fimmtudag kl. 17-19 og laugardag frá kl. 17. Nefndin Gleðilegt ár! feá Jólaskreyting ársins sett upp á húsþak í Keflavík. Ljósm.: epj. IV. í apríl urðu Njarðvíkingar ís- landsmeistarar í sjötta sinn á sjö árum. Mikið fjör færðist í fast- eignasölur og kosningabaráttan náði hámarki. 14. apríl var tæknivæddasta flugstöð í heimi vígð, og skírð eftir Leifi heppna, að viðstöddum 3000 boðsgest- um. Þá var áætlað að byggingar- kostnaður færi jafnvel eitthvað yfir 2 milljarða. Fjármálaráð- herrann harðneitaði að fjölga læknum við spítalann i Kefla- vík. Lögreglulið Gullbringu- sýslu sigraði á Islandsmóti lög- regluliða á Akureyri og var einnig valið prúðasta liðið á leik- velli. Upp frá því hafa lögreglu- og sjúkrabílar notað blá blikk- andi neyðarljós. Framsóknar- flokkurinn varð sigurvegari i Reykjaneskjördæmi í alþingis- kosningunum 25. apríl. Hann fékk tvo menn kjörna. Trúnað- arskýrsla Keflavíkurbæjar var birt í Víkur-fréttum, þegar full- víst var talið að allir landsmenn hefðu lesið hana í Helgarpóst- V. í tilefni hátíðarhaldanna 1. maí tóku Víkur-fréttir viðtöl við fjölda launþega. Aðeins einn viðmælandi var ánægður með launin sín, enda kom fram í skýrslu frá Ráðgarði, að sam- dráttur í veiðum og vinnslu í Keflavík nemur hundruðum Tölvuvæddasta flugstöð hcims. Ljósm.: pket. III. í mars var fegurðardrottning Suðurnesja valin, með virðu- legri athöfn í Stapanum. Hins vegar varð töluvert hnútukast á aðalfundi Sorpeyðingarstöðvar- innar. Þá sannaðist að Suður- nesjamenn sýna jafnrétti á milli landshluta lítinn áhuga, samt var kvikmyndin „Silfur hafs- ins“ frumsýnd í Félagsbíói. Lög- reglan hafði ítrekuð afskipti af loðnuflutningum og fann hest á Miðnesheiðinni. Hún gaf sér tima til að ráðast inn í íbúð eina í Keflavík, vopnuð kúbeinum, og handtók þar 14 fíkniefnaneyt- endur í kókainveislu. Lánið lék við Sandgerðinga urn þetta leyti, einn 14 ára strákur fékk /2 milljón í happaþrennu, en knatt- skyrnufélagið Reynir fékk 8 nýja leikmenn. Fyrsti snjór vetrarins féll í mars, og enn töpuðu Njarð- víkingar fyrir Keflvíkingum, nú nteð 2 vítaskotum í leikslok. Aflabrögð voru léleg framan af, en bötnuðu þegar leið á mánuð- inn. Ekki dugði það að fá Hófí í Samkaup. Ljósm.: hbb. milljóna króna. Ekkert nýttskip hefur bæst við fiskiskipaflota Suðurnesjamanna sl. 12 ár. Get- raunaspekingurinn mætti að venju á bikarúrslitaleikinn á Wembley, og Jón Páll sló fyrsta vindhöggið í Sól-golfmótinu í Leirunni. Um svipað leyti og lóðaskoðun fór fram hjá fyrir- tækjum á svæðinu, hljóp heims- frægur 88 ára gamall trimmari um skagann, en Labradorhund- ur beit 3 börn. Vegna þess að fullir Grænlendingar hafa verið meira áberandi á götum Kefla- víkur í maí, heldur en fullir Is- lendingar, er talið að unglinga- gengi bæjarins sé á villigötum. Sauðburður í héraðinu gekk vel, voru flestar ær tví- og þrílembd- ar. VI. Bæjarráð Keflavíkur og Njarðvíkur funduðu um samein- ingu, meðan risabýflugur hrelltu íbúana, og heilbrigðisnefiidin lagðist gegn sorphaugum Grind- víkinga. lbúar við Norðurvelli héldu Jónsmessugrillhátíð, sem tókst með ágætum, en Hafna- menn höfðu brunaæfingu á fornminjum. VII. Sirkus Arena heimsótti Kefla- vík og mikil aðsókn var að reið- námskeiði hestamannafélagsins Mána. Mörgum þótti miður þegar elsti bíllinn í flota SBK, 23 ára Scania, var seldur úr bænum, en sama dag ók vörubíll á Útvegsbankann. Olíufélagið hf. auglýsti opnun á 4. bíla- þvottastöðinni, nú í Keflavík. Er hér um alsjálfvirka þvottastöð að ræða, með ljósaborði og þýsk- um gólfgrindum. Keflavíkur- bær lét tyrfa yfir alla Heiðar- byggðina, samtals 30 þúsund fermetra. VII. Sparisjóðurinn opnaði útibú í Grindavík í ágúst, en þar eru brauð talin vera ódýrust á land- inu, samkvæmt skoðanakönn- un. Bláa lónið hefur verið sólar- paradís Suðurnesjamanna í allt sumar, sannkölluð nektarný- lenda. Beinhákarlinn olli mikl- um vandræðum á rækjumiðum, en sjómenn í Keflavík létu það ekki aftra sér frá þvi að auglýsa fría soðningu fyrir alla þá sem búa við aumustu kjörin, sam- kvæmt skattskránni. IX. Vogalaxinn skilaði sérsvo vel inn til slátrunar, að allar götur í Vogunum hafa verið malbikað- ar og 10 sumarbústaðaskrifli fjarlægð úr hreppnum. Konur lélu mikið að sér kveða í septem- ber. Fæðingardeildin hér var önnur stærsta utan Reykjavíkur með 30% fleiri fæðingar í ár en á sama tíma í fyrra. Kona settist í fyrsta skipti í forsetastól bæjar- stjórnar Keflavíkur. Önnur kona tók sérhannað dans- kennsluhúsnæði i notkun í Keflavík, og frystihúsaeigendur sóttust eftir varnarliðskonum í liskvinnu. Lundaballið var haldið í Garðinum. X. Viðskipti blómstruðu í október. Þá keypti ein fjölskylda allt Víkurbæjarhúsið. Oskabarn Suðurnesja var getið, en það er almenningsútgerðarfélagið Eld- ey. Spánskur veitingastaður, E1 Rancho, var opnaður við Tjarn- argötuna. Dagstjrarnan varseld til Akureyrar fyrir skreið, en í Glaumbergi var „Tekið á loft“ á mikilli tónlistarhátíð sem þar ’ var haldin. XI. 4-5 þúsund manns komu í af- mæliskaffi Sparisjóðsins, en eitthvað var fámennara í 5 ára afmæli Samkaups. Þegar 70 milljón króna halli kom í ljós á rekstri sjúkrahússins, sýknaði aganefnd Blaðamannafélagsins Víkur-fréttir af kæru stjórnar- manns þess. Eitt frystihús brann í Garðinum og Eimskip sveik gefin loforð unt uppskipun í Njarðvík, meðan Ellert Eiríks- son hélt jómfrúarræðu sína á al- þingi og vildi þjóðaratkvæða- greiðslu um bjórinn. XII. Iþróttabandalag Suðurnesja varð 40 ára í miklum fagnaði í golfskálanum 1. des. Axel tókst svo vel á loft í Glaumbergi að hann hefur ekki komið niður aftur. Hann seldi bæði Glóðina og Langbest, og rekur nú flug- eldhús. Njarðvíkingar voru með hæsta sjúkrakostnað á Suður- nesjum meðan Keílvíkingar éta mest af lyfjum og unglingar ganga berserksgang unt götur bæjarins. Þrátt fyrir þá snjöllu hugmynd Samkaups, að fá Hófí til að aðstoða menn við jólainn- kaupin, fór fjöldi manns til Glasgow og gerði jólainnkaupin þar. Það kom á daginn, sem marga grunaði, að afkoma SBK hríðversnaði eftir að elsti bí 11 inn • þeirra var seldur úr bænttm. Þrátt fyrir þá sorglegu stað- reynd að orðuveitinganefnd hafi gleymt Suðurnesjamönnum í ár, fór jólahald og nýársfagnaður vel fram. Flugeldasala var óvenju mikil. Fimmtudagur 7. janúar 1988 11 ■ádáijtá • - u LÍKAMSRÆKT Önnu Leu og Dömur og errar á öllum aldri. Nú er að drífa sig i leikfimi. Höfum tíma við allra hæfi. Námskeiðin hefjast 13. janúar. KONUR: • Hressir erobikk-tímar. • Erobikk með tæki - lóðum. • Sértímar fyrir þær sem þurfa að missa mörg kíló. Kennslustaðir: Keflavík, Ytri-Njarðvík, Innri-Njarðvík. KARLAR: Tímar fyrir byrjendur og lengra komna á þriðjudögum og fimmtudögum í íþrótta- húsi Keflavíkur. Dag- og kvöldtímar, og tímar fyrir vakta- vinnufólk. Sjáumst hress. Innritun í síma 16133. Anna Lea og Brói íþróttakennarar - Auglýsingasíminn er 1-47-17 -

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.