Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Síða 13

Víkurfréttir - 04.02.1988, Síða 13
MÍKUR juttU mína rauk Hörðuruppstiga- listann með helling af stigum í plús. Vingjarnlegt yfirbragð mannsins gaf honum líka nokkur stig, í rólegheitum kveikti kandidatinn sér í vindli og án þess að gefa hon- um færi á að segja neitt byrj- aði ég yfirheyrsluna þarna sem hann stóð. Fyrsta sem mér datt í hug var fjölskylda Harðar, hvaðan ertu eigin- lega? spurði ég. ,,Eg er fæddur á Seyðis- firði árið 1932 og flutti hing- að lOáragamallmeðforeldr- um mínum. A þessum tíma voru töluverðir fólksflutn- ingar, stríðið stóð yfir með öllu sínu brambolti og hér fyrir sunnan voru betri af- komumöguleikar. Þess vegna fluttu foreldrar mínir suður.“ Hörður heldur áfram og segir mér frá því að þá hafi Keflavík litið dálítið öðruvísi út því hér hafi verið eitthvað um 1200 íbúar þegar hann flutti hingað. Hörður fór síðan til náms eins og aðrir krakkar en var soldið baldinn. „Síðan fór ég í skólann, en var rekinn úr honum, e.t.v. vegna þess að ég var nú frekar ærslafeng- inn unglingur." Eftir að búið var að reka Hörð úr skólanum fór hann að velta ýmsu fyrir sér. Þá sá hann auglýst eftir nema á rakarastofu, fór þangað og var ráðinn. Þar með var hann byrjaður að klippa og raka, ýmislegt virðist hafa breyst á þessum árum. „A þessum tíma voru þrjár rakarastofur hérna í Keflavík. Þessar stofur voru ekki eins og þær eru í dag, nú eru þær stofursem starfrækt- ar eru flestar blandaðar og heita nú hársnyrtistofur." Ég glápi á vindilinn hjá Herði sem hverfur nú smátt og smátt á meðan Hörður Að ræða er ekki sama og ráða Sú meinlega villa var í síð- asta tölublaði, að sagt var að búið væri að ráða Odd Fjall- dal sem svæfingalækni við Sjúkrahúsið. Hér átti að standa að samþykkt hafi verið að ræða við Odd. Biðj- umst við því velvirðingar á þessu. Á almenningur að greiða halla Sjóefna- vinnslunnar? Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur var rætt um málefni Sjóefnavinnsl- unnar. Upplýsti Hannes Ein- arsson, bæjarfulltrúi og full- trúi í stjórn fyrirtækisins, að það væri ekki ætlun Hita- veitunnar að taka að sér hlut- verk ríkisins og stunda halla- rekstur. Enda yrði það til þess að orkuverð á Suðurnesjum þyrfti að hækka til almenn- ings. Fimmtudagur 4. febrúar 1988 13 í gamla daga komu menn á rakarastofur til að spjalla og fá lréttir . . . horfir hugsi út í loftið, líkleg- ast glápandi á minningarnar í huganum. Kandidatinn heldur áfram. „Milli 1930 og 1940 biðu menn í biðröðum eftir því að fá rakstur. Fólk leit öðrum augum á rakarastofur í þá daga. Menn komu ástofurtil þess að spjalla saman og til þess að fá nýjustu fréttir. “ Síðan Hörður byrjaði eru nú liðin fjörutíu ár og þar af hefur hann rekið sína eigin stofu í 35 ár í mars. Öll þessi ár hefur Hörður verið að klippa Suðurnesjamenn og hefur orðið marga fasta viðskiptavini, sem hafa kom- ið í mörg ár. Sumir koma jafnvel ennþá þó þeir séu fluttir burt úr bænum. Hörður er nú í eigin húsnæði við Hafnargötu ásamt sex hárskera- og hárgreiðslu- sveinum en nemar þeir, sem hann hefur kennt, eru nú orðnir um tuttugu talsins. Eftir að Hörður hafði lok- ið námi í hárskurði og rakstri fór hann utan. Eg held reyndar að hann sé ævintýra- maður í sér. Þá tvítugur, hélt hann til Bandaríkjanna til þess að freista gæfunnar. Sennilega hefur þetta þó ekki verið heppilegasti tíminn til þess að heimsækja Bandarík- in því þá stóð Kóreustríðið yfir og McCarthy við völd. Eftirlit var mikið með út- lendingum. „Eftirlit var mjög mikið og það leit út fyrir að verið væri að leita að spæjurum út um allt, til dæmis ef maður kom inn á rakarastofu í Banda- ríkjunum á þessuni árum, tók maður eftir því að mynd- ir voru á speglum af starfs- mönnum með tilheyrandi númeri. Þarna úti gekk því erfið- lega fyrir útlending að fá at- vinnu á þessum árum. Hörð- ur dó þó ekki ráðalaus og fékk vinnu við að tína kart- öflur. „Ég var eini hvíti mað- urinn sem vann þarna, ásamt verkstjóranum, hinir voru allir svertingjar. Maður skreið á hnjánum eftir jörð- inni og tíndi upp í körfur. Launin voru léleg, eitthvað um tuttugu sent á pokann.“ Þetta var ekki það eina sem Hörður gerði í útland- inu því auk þess reyndi hann fyrir sér við skelfiskveiðar, kom í fyrsta sinn á golfvöll og var um tíma kylfusveinn þar. Kannski hefur golfáhug- inn blundað í Herði næstu ár- in, því hann gerðist einn af stofnfélögum Golfklúbbs Suðurnesja árið 1964. Hörður stundar golf enn af krafti og hefur verið formað- ur GS í 15 ár, einnig verið í stjórn hinna og þessara íþróttafélaga. Til dæmis í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur í 10 ár, fyrstu 10 árin í stjórn I.B.K., auk þess sem hann spilaði með B- landsliðinu í fótbolta sem og vígsluleikinn á Laugardals- velli þar sem hann spilaði með úrvali landsins gegn Reykjavík. Hörður var einn- ig liðtækur í frjálsum íþrótt- um, millivegalengdum, stundaði hlaup og keppti aðallega í 800 og 1500 metra hlaupi. Jæja, ætli ég sé ekki búinn að yfirheyra_ manninn nægi- lega í bili. Ég þakkaði fyrir og fór. hrós. TILKYNNING til greiðenda bæjargjalda Þrátt fyrir gildistöku laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og stofnun Gjaldheimtu Suðurnesja, verða eft- irtalin gjöld fyrst um sinn innheimt af bœjarskrifstofunni í Keflavík: 1. Öll ógreidd gjöld, álögð á árinu 1987 og fyrr. 2. Fyrirframálagning aðstöðugjalda ársins 1988. 3. Fasteignagjöld 1988. Gjalddagar aðstöðu- og fasteignagjalda verða 5, mánaðarlega frá og með 1. febrúar n.k. að telja. Gíróseðlar verða sendir gjaldendum vegna fasteignagjalda, en önnur gjöld skalgreiða á skrifstofu bœjarsjóðs, Hafnargötu 12, eða inn á reikning bœjar- sjóðs í bönkum og sparisjóðum. Gjaldseðlar vegna eftirstöðva 1987 og fyrri ára og aðstöðu- gjalda 1988 hafa verið sendir út. - Lögtök vegna eldri gjalda standa yfir. Innheimta Keflavíkurbæjar

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.